Re: Kríumótið 2016
Póstað: 4. Jún. 2016 19:05:42
Helgi síðar en stefnt var að fór Kríumótið fram, sjaldan eða aldrei hafa verið fleiri þátttakendur en átta keppendur voru mættir til leiks á Sandskeiðið í morgun. Reyndar heltist einn fljótlega úr lestinni sökum rifrildis við Móður Jörð en hinir sjö luku svo keppni á fjórða tímana í dag. Tvisvar þurfti að færa til spilið þegar vindurinn snéri sér en menn leystu úr því í snarheitum og tafði það keppnina óvenju lítið. Einar Páll mótsstjóri, Árni og Einar Ólafur sérlegir aðstoðarmenn fá þakkir fyrir en ekki þurfti að senda Árna í sund að þessu sinni.
Úrslit urðu sem hér segir (að því gefnu að engar villur hafi verið í innslætti gagna).
1.sæti - 3796 - Guðjón
2.sæti - 3578 - Rafn
3.sæti - 2968 - Frímann
4.sæti - 2966 - Jón
5.sæti - 2851 - Steinþór
6.sæti - 2521 - Sverrir
7.sæti - 2409 - Erlingur
Úrslit urðu sem hér segir (að því gefnu að engar villur hafi verið í innslætti gagna).
1.sæti - 3796 - Guðjón
2.sæti - 3578 - Rafn
3.sæti - 2968 - Frímann
4.sæti - 2966 - Jón
5.sæti - 2851 - Steinþór
6.sæti - 2521 - Sverrir
7.sæti - 2409 - Erlingur