Síða 1 af 1

Re: Iðavøllr

Póstað: 14. Júl. 2016 22:39:11
eftir Agust
Flugvöllur við jaðar hálendisins.



Mynd
Flugskýlið hægra megin í fjarska.


Mynd
Horft til norð-vesturs. NV-SA braut.


Mynd
Horft til suð-vesturs. SV-NA braut.


Mynd
Vindpokinn. Umhverfið er mjög þýft og hentar vel til að losa hjólastellið af.


Mynd
Flugskýlið, vélageymslan: Big-Lift með ZG-23. Glittir í sláttutraktor.


Mynd
Flugskýlið, betri geymslan: Ultra-Stick 25e, Bixler, Stryker, Simprop Big Excel, annar Stryker, Phoenix, DJI Phantom 1, flugdrekar...


Mynd
Loftmynd.


Þessar gersemar eru vaktaðar með öflugu vaktkerfi :-)

Re: Iðavøllr

Póstað: 15. Júl. 2016 19:33:48
eftir Jón Björgvin
Þetta er flott hjá þér Ágúst!

Re: Iðavøllr

Póstað: 15. Júl. 2016 21:49:45
eftir gudjonh
Sæll Ágúst,

Hvað er brautin löng?? Er hægt að setja niður "svifflug spilið" og hafa flugkomu? Þurfum 200 m fyrir spilið.

Guðjón

Re: Iðavøllr

Póstað: 15. Júl. 2016 22:10:33
eftir Agust
[quote=gudjonh]Sæll Ágúst,

Hvað er brautin löng?? Er hægt að setja niður "svifflug spilið" og hafa flugkomu? Þurfum 200 m fyrir spilið.

Guðjón[/quote]

Brautirnar eru ekki nema rétt rúmlega 60 metrar. Svæði sem ég sléttaði er alls um 2000 fermetrar minnir mig.

Re: Iðavøllr

Póstað: 15. Júl. 2016 22:13:57
eftir Agust
Þarna er oft stífur vindur eins og sést á vindpokanum, en með því að nota Guardian 2D/3D stabilizer kemur það ekki að sök. Þannig búnaður er í Ultra Stick, Bixler og Stryker.

Re: Iðavøllr

Póstað: 15. Júl. 2016 22:39:00
eftir gudjonh
Vindur er trúlega ekki vandamál, nema kanski ef meyra en 45gr á flugtak. Endablökk fyrir spilið þarf ekki að vera á sléttu, bara ekki yfir "mikkla" hæð. Sé fyrir mér flott Termikk flug á þessum stað.

Re: Iðavøllr

Póstað: 17. Júl. 2016 09:17:38
eftir Agust
Umhverfis völlinn eru að vaxa upp allnokkur tré og kjarr sem vír gæti flækst í. Ég hef þó reynt að halda landinu við enda flugbrauta sem mest trjálausum.