Spektrum

Eru ekki allir í stuði!?
Post Reply
User avatar
Petur77
Posts: 3
Joined: 2. Jul. 2017 09:17:07

Re: Spektrum

Post by Petur77 »

Góðan daginn,

Er með gamla Futaba T6EXA og langar að kaupa mér nýja. Hef verið að skoða frá spekrum í USA og er þetta
svo breytt og flókið. Eru menn að nota þessar spektrum fjarstýringar ? Hvað mælið þið með ?

Kveðja

Pétur
User avatar
Sverrir
Site Admin
Posts: 11484
Joined: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Spektrum

Post by Sverrir »

Það fer svona eftir því hvað þú ætlar að gera við hana. :)

Það eru þó nokkrar Spektrum í umferð hérna og Spektrum, JR og Futaba eru algengustu merkin hér heima. DX8 er t.d. fín fjarstýringu á fínu verði.
Icelandic Volcano Yeti
User avatar
Petur77
Posts: 3
Joined: 2. Jul. 2017 09:17:07

Re: Spektrum

Post by Petur77 »

Sæll Sverrir,

Takk fyrir svarið :). Er bara nota Easy star og Easy glider og þarf bara 6 channels. Gamla var að nota 35,120 MHz.
Spektrum notar 2,6 ghz DSMX®/DSM2® Eru allar þessar nýjustu að notast við þetta DSMX®/DSM2® tækni þ.e.a.s Futaba, JR og Spektrum?

Kv

Pétur
User avatar
Sverrir
Site Admin
Posts: 11484
Joined: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Spektrum

Post by Sverrir »

Þá kemstu af með DX6.

Það er nánast ómögulegt að finna fjarstýringar í dag á öðru en 2.4 ghz og þá er oftast um mjög sérhæfðar græjur að ræða. Eftir að framleiðendur færðu sig yfir í 2.4 ghz þá er ekki hægt að nota móttakara frá öðrum framleiðendum nema í þeim tilfellum sem JR/Spektrum voru í samvinnu með DSM/X staðalinn. Þeir hættu því samstarfi í kringum 2010. Flestir framleiðendur eru að nota spread spectrum frequency hopping í dag til að koma merkinu á milli.

Svo hefur verið hægt að kaupa móttakara frá þriðja aðila sem ganga með Spektrum og Futaba fjarstýringum, Orange og Lemon eru dæmi um tvö vörumerki.
Icelandic Volcano Yeti
User avatar
Petur77
Posts: 3
Joined: 2. Jul. 2017 09:17:07

Re: Spektrum

Post by Petur77 »

Sæll,

Takk fyrir þessa upplýsingar. Ætla skoða þetta betur og taka svo ákvörðun :)

Kv

Pétur
User avatar
Gaui
Posts: 3669
Joined: 28. Nov. 2004 18:30:14
Location: Eyjafjörður

Re: Spektrum

Post by Gaui »

Jón V selur stýringar á samkeppnisfæru verði.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Post Reply