Síða 1 af 1
Re: Ballansering á proppa
Póstað: 8. Maí. 2007 21:38:26
eftir einarak
Hvernig léttiði "þunga endann" eða þyngiði "létta endann" á proppanum þegar þið eruð að ballansera?
Og eru einhverjar ákveðnar týpur sem koma betri en aðrir?
Re: Ballansering á proppa
Póstað: 8. Maí. 2007 23:02:36
eftir Steinar
Ég hef nú bara létt þunga endann með fínum sandpappír.... Svo bara að muna að loka sárinu.

Re: Ballansering á proppa
Póstað: 9. Maí. 2007 08:23:03
eftir kip
Ég var einmitta ð spyrja collega mína hér norðan heiða að þessu og þeir nota sprey á létta endann. Felgusprey dugar minnir mig
Re: Ballansering á proppa
Póstað: 9. Maí. 2007 08:26:16
eftir Gaui
Felgusprey er fínt, en glært lakk er þyngra. Ég hef líka notað bílagrunn -- þá fer ekki á milli mála hvaða proppa er búið að jafnvægisstilla og hvaða ekki. Það er líka nóg að sprauta aftan á spaðann, þá sést ekki framanfrá að nokkuð hafi verið átt við hann.
Ef spaðinn er ú rplasti, þá má skafa af þyngri endanum, en ef hann er úr tré, þá myndi ég aldrey pússa eða skafa. Við það opnast bara viðurinn og maður þarf að setja lakk á hann aftur til að loka honum og þá er ballanseringin farin aftur.
Re: Ballansering á proppa
Póstað: 9. Maí. 2007 11:48:25
eftir Agust
Stundu hef ég sett þunnt lag af epoxy á léttari endann til að þyngja hann.
Re: Ballansering á proppa
Póstað: 9. Maí. 2007 19:10:21
eftir einarak
OK, takk fyrir