Síða 1 af 3
Re: Reynsluflug
Póstað: 9. Maí. 2007 02:15:25
eftir Sverrir
Nóg að gera í góða veðrinu út á velli í kvöld, þeir allra hörðustu fóru heim rétt fyrir miðnætti.
Steini reynsluflaug Seamaster og gekk það ljómandi vel.
Ég prófaði 33% Su-31 frá Hangar 9, fínasta vél sem slær hvaða svifflugu sem er út í svifi eins og ég komst að þegar mótorinn fór í frí, allt fór þó vel og sannaði mosinn við brautarendann sig

Albert, Guðni og Maggi voru líka á svæðinu og flugu eins og herforingjar, tannlæknirinn sást ekki enda ku hann hafa eytt deginum í holugerð á Reykjanesi.

Re: Reynsluflug
Póstað: 9. Maí. 2007 11:50:18
eftir Agust
Það var alveg frábært veður á Hamarnesi í gærkvöld, en við vorum aðeins þrír; ég, Frímann og Haraldur. Allir með vistvænar rafmagnsvélar.
Re: Reynsluflug
Póstað: 9. Maí. 2007 12:00:59
eftir Sverrir
Þið hefuð betur komið í fjörið hjá okkur
Annars stefnir í að næstu daga og kvöld verði fínasta flugveður

Re: Reynsluflug
Póstað: 9. Maí. 2007 23:39:48
eftir Sverrir
Re: Reynsluflug
Póstað: 10. Maí. 2007 03:28:41
eftir Björn G Leifsson
Finnst ykkur það ekki trygg og góð tilfinning að ég er hérna á vakt dag eftir dag, ef þið skylduð þurfa að losna við botnlanga eða gallblöðru svona í miðju flugi...

Re: Reynsluflug
Póstað: 10. Maí. 2007 08:50:01
eftir Gaui
Björn -- ertu nokkuð með módel á skurðarborðinu sem þarf þá áð ýta svolítið til hliðar ef einhver kemur inn með botnlanga eða gallaða blöðru? Mér datt í huga að spyrja því Offi er með sitt dót oná öllum kortamyndunum

Re: Reynsluflug
Póstað: 10. Maí. 2007 10:18:53
eftir Björn G Leifsson
Neehhh... ekki beint. En það er nú ýmislegt sem fellur til af efni og áhöldum sem nýtast í módelfikti. Meðal annars safnaði ég á tímabili dobíu af rafmótorum (samsvarandi Speed400),,, á til cirka tuttugu kíló af þeim ennþá svo ef einhvern vantar...

.
Svo eru all konar rör og hólkar sem hafa komið sér vel, franskir rennilásar, tangir og nálahaldarar sem eru úr sér gengnir geta líka nýst á verkstæðinu. Húðaðir vírar í stög og púll-púll og svona mætti lengi telja.
Re: Reynsluflug
Póstað: 10. Maí. 2007 13:45:38
eftir Sverrir
Tja, ég efast um að það yrði farið með mig til þín en ég skal reyna að biðja um það, ég veit að ákveðinn módelmaður hefur góða reynslu af því að láta þig fjarlægja botnlangan úr sér
Hér er
gróf vídeóklippa af fyrsta og öðru fluginu á Sukhoi.
Ég reyni svo að henda klippu af Seamaster inn í kvöld.
Re: Reynsluflug
Póstað: 10. Maí. 2007 23:00:32
eftir Gaui K
Sukhoj þarf ekki mjög langa braut !
lifandis skelfingar ósköp eru þið öflugir þarna suðurfrá. maður þarf nú að fara að fara að prófa þenna völl?
kvGaui K.
Re: Reynsluflug
Póstað: 10. Maí. 2007 23:12:43
eftir Sverrir
Nei, hún gæti eflaust staðið sig vel í svifflugskeppni.
Svona eftir á að hyggja þá hefði ég alveg getað tekið eins og eina lykkja a la Bob Hoover
