Re: Melgerðismelar - 12.ágúst 2017 - Flugkoma FMFA
Póstað: 14. Ágú. 2017 00:03:04
Hin árlega flugkoma FMFA á Melgerðismelum var á sínum stað í frábæru veðri og var fínasta mæting, heimamenn sterkir á vellinum og gamlir meistarar létu sjá sig á svæðinu sem aldrei fyrr. Ekki skemmdi fyrir að Steve Holland og Sharon Stiles höfðu ákveðið að koma í heimsókn og voru á svæðinu með stóran flugflota (ekki missa af þeim á Stórskalaflugkomunni um næstu helgi!).
Flug hófst snemma dags og stóð linnulaust yfir fram að ljúffengum grillmat í Hyrnu, sem Bendi grillaði ofan í viðstadda, og eftir hann héldu þeir allra hörðustu áfram og flugu inn í kvöldið. Vöfflurnar voru að sjálfsögðu á sínum stað en að auki var boðið upp á pylsur sem margir nýttu sér. Flugið gekk að mestu vel en þó þurfti að horfa á bak einni vél sem átti ótímabært stefnumót við Móður Jörð.
Að sjálfsögðu var „bein“ útsending frá herlegheitunum hér á Fréttavefnum og von bráðar mun hikmynd verða í boði frá fjörinu svo menn geta skemmt sér við að rifja daginn upp.
Sunnudagurinn rann svo upp bjartur og fagur með ekki verra veðri og héldu menn áfram að njóta helgarinnar með flugi og fjöri fram eftir degi. Sjáumst kát að ári!
Flug hófst snemma dags og stóð linnulaust yfir fram að ljúffengum grillmat í Hyrnu, sem Bendi grillaði ofan í viðstadda, og eftir hann héldu þeir allra hörðustu áfram og flugu inn í kvöldið. Vöfflurnar voru að sjálfsögðu á sínum stað en að auki var boðið upp á pylsur sem margir nýttu sér. Flugið gekk að mestu vel en þó þurfti að horfa á bak einni vél sem átti ótímabært stefnumót við Móður Jörð.
Að sjálfsögðu var „bein“ útsending frá herlegheitunum hér á Fréttavefnum og von bráðar mun hikmynd verða í boði frá fjörinu svo menn geta skemmt sér við að rifja daginn upp.
Sunnudagurinn rann svo upp bjartur og fagur með ekki verra veðri og héldu menn áfram að njóta helgarinnar með flugi og fjöri fram eftir degi. Sjáumst kát að ári!
