Síða 1 af 1

Re: Arnarvöllur 14.maí 2007

Póstað: 15. Maí. 2007 02:29:46
eftir maggikri
Góðan dag. Það var líf og fjör á Arnarvelli að kveldi 14.05.2007. Þar var flogið bæði land og flotflug.
Mynd
Mynd
Mynd
Svo drap Seamasterinn á sér svo sækja þurfti bát félagsins til björgunar.
Mynd
Mynd
Það var orðið ansi kalt á miðnætti þannig að vélin hans Steini hrímaði
Mynd

Re: Arnarvöllur 14.maí 2007

Póstað: 15. Maí. 2007 17:02:23
eftir Björn G Leifsson
Á Hamranesvelli var ekki síður glatt á hjalla.
Þegar ég kom þangað um 21 var fyrir rafmagnaður hópur. Rafdrifinn Tiger Moth sveif tignarlega um, Mynd

Ágúst var að pakka saman sinni rafmagns-fjölnotavél og Haraldur eins og venjulega í essinu sínu með rafmagnsvænginn sem sést nú líklega ekki í þessari minnkun en hann ber í fjallið í fjarska.
Mynd

Sjálfur notaði ég síðustu geislana og flaug og flaug í algeru logni þangað til var orðið of skuggsýnt.

Það hrímaði líka hjá okkur:
Mynd

Re: Arnarvöllur 14.maí 2007

Póstað: 15. Maí. 2007 18:18:43
eftir Sverrir
Stórhættulegur þessi vængur hans Haralds :)
Mynd
Mynd

Nokkrar myndir frá gærkvöldinu.

Sjávarmeistarinn stóð sig að venju glimrandi vel.
Mynd

Guðni er enn að reyna að ná tökum á beinu flugi.
Mynd

Einbeitingin drýpur af honum.
Mynd

Gunnar sást við flugæfingar.
Mynd

Menn finna sér ýmislegt til dundurs milli fluga.
Mynd

Ólafur á leið til lendingar, hann flaug alla helgina og það sást á lendingunum.
Mynd

Mikið var spjallað.
Mynd

Nafnar á spjalli.
Mynd

Meira spjall.
Mynd

Startborðið nýtur alltaf vinsælda, heyrst hefur að annað sé á leiðinni, þvílíkar eru viðtökurnar.
Mynd

Ultra Stik Lite skríður inn til lendingar á fullum flöpsum.
Mynd

Extra 300S sást í loftinu þegar skyggja tók.
Mynd

Fjölbreytt dýralíf er við Arnarvöll.
Mynd