Síða 1 af 1
Re: Flugskýli í smíðum
Póstað: 15. Maí. 2007 13:05:31
eftir Agust
Það eru fleiri en Suðurnesjamenn að koma sér upp aðstöðu. Einkaframtakið á fullu
Hef verið að dunda við að koma mér upp flugskýli með meiru. Var alla helgina að mála það að utan í Nató felulitum.

Hleðslutækið er tengt við Stearman sem er tilbúinn til flugs...Reyndar komin í loftið. FunTime svifflugan er fyrir aftan myndavélina.

Flugvöllurinn heitir Iðavöllur. Hann fékk 40 kg af áburði um helgina. Big Lift flugdráttarvélin er hér að draga traktorinn í stífri norðanáttinni. Getur traktorinn flogið eins og ....
http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=1082%20?
Re: Flugskýli í smíðum
Póstað: 15. Maí. 2007 13:17:49
eftir Björn G Leifsson
Og hvenær verður fyrsta flugkoman??
Re: Flugskýli í smíðum
Póstað: 15. Maí. 2007 13:23:37
eftir Sverrir
Stórglæsilegt

Re: Flugskýli í smíðum
Póstað: 15. Maí. 2007 16:00:35
eftir Agust
[quote=Björn G Leifsson]Og hvenær verður fyrsta flugkoman??[/quote]
Það er nú eiginlega flugkoma um hverja helgi, þó ekki sé hún fjölmenn...
Re: Flugskýli í smíðum
Póstað: 15. Maí. 2007 17:31:06
eftir Sverrir
Þurfum að bæta úr því við tækifæri

Re: Flugskýli í smíðum
Póstað: 15. Maí. 2007 20:17:31
eftir tf-kölski
Dem, svöl þessi "big lift" vél þarna á myndinni, tekur hún meter í takeoff?:D
Re: Flugskýli í smíðum
Póstað: 15. Maí. 2007 22:03:42
eftir Björn G Leifsson
[quote=Sverrir]Þurfum að bæta úr því við tækifæri

[/quote]
Þegar er á "að-gera-" bókfell mitt skráð sú fróma ósk, að einhvern fagran veðurdag í sumarleyfi komandi, hringja í Ágúst Jarl og að gæta hvort hann vilji við mér taka til skemmtiheimsóknar að frístundaóðali sínu í uppsveitum Árnessýslu. Að sjálfsögðu ráðgeri ég að með hafa flugtygi nokkur og reyna mig við fjarstýrðar fluglistarathafnir á þeim íðilgrænu völlum sem jarlinn hefur af iðju mikilli og atgerfi útbúið á landareign sinni.
(Ástæða skrúðmælgi þeirrar sem vér þessa stundina viljum við hafa er, að sonur vor, sem þér þekkið vel sakir fluglistaráhuga hans, situr hér andspænis mér og þylur sagnfræðiflaum mikinn um Skúla Jarl, Gissur og aðra forna kappa sem hann í dag hefursér til óbóta um lesið í undirbúningi prófannar við Lærða Skólann.)
Re: Flugskýli í smíðum
Póstað: 15. Maí. 2007 23:13:04
eftir Agust
Það er alltaf gaman að fá fíkla í heimsókn
Bið að heilsa skólasveininum í Latínuskólanum. Per ardua ad astra.
Re: Flugskýli í smíðum
Póstað: 15. Maí. 2007 23:25:08
eftir Sverrir
[quote=Agust]Per ardua ad astra.[/quote]
Hver ætlar svo að nefna flugher/i sem hafa þetta sem mottó

Bannað að Googla

Re: Flugskýli í smíðum
Póstað: 15. Maí. 2007 23:31:03
eftir Björn G Leifsson
Hann er RAF-magnaður