Re: Adrenaline 120
Póstað: 22. Maí. 2007 23:37:39
Sælir félagar.
Löngunin til að geta flogið fallegar, klassiskar listflugsæfingar hefur alltaf verið til sterk hjá mér en hingað til hefur mér þótt ég bara vera á byrjendastiginu. Það var fyst í fyrrasumar sem mér fór að takast að lenda skammlaust en núna finn ég að ég þarf að ég ætti að geta farið að takast á við gamla drauminn, að læra í alvörunni að fljúga "eftir teikningum".
Imagine vélin mín frá Thunder Tiger gat skilað talsvert góðum hreyfingum en fyrst og fremst var hún of lítil. Hún fórst í fyrrasumar og síðan þá hef ég verið að manna mig upp í nýja í sama dúr.
Ný vél varð sem sagt að vera stærri og í stakk búin að fljúga beint og tignarlega. Ég skoðaði málið og þar sem Þröstur átti eina sem uppfyllti mínar óskir og passar fyrir YS 1.10 mótorinn minn þá var málið klárt.
Adrenaline 120 heitir hún frá YT international. Þessi vél hefur verið til nokkuð lengi en nýlega kom endurbætt útgáfa. Vélin var talsvert vinsæl og skv Þresti og netblaðrinu er hún talin í betri klassanum. Hún er hönnuð til að bæði skila klassísku "pattern" flugi en einnig geta tekist á við kröftugt "Freestyle" (3D) flug ef notuð eru aukin útslög á stýrisflötum. Þessi er með 1,72 metra vænghaf en einnig er til 2 metra útgáfa af sömu vél.
[quote]
New and improved version plus brand new colour scheme
The Best ARTF " True Freestyle " Pattern Model.2 models in 1 perform extreme freestyle maneuvers with ease... Then flick the rates for precise F3A flying.
Feel the adrenaline running through your veins.
The Adrenaline was designed to fulfill the massive demand for a model that could excel at Pattern, Freestyle and 3d Flight. Large control surfaces, generous wing area and precision wing and tail sections all coupled with an overall light weight make for a model that is stunningly capable no matter what the piloting skills of the owner.
From the offset we wanted a model that gave outrageous performance but without compromising airframe strength. The adrenaline really a model that you can enjoy again and again! Designed in England with Ali Mashinchy who is the U.K. freestyle champion 2 years running, and undoubtedly one of Britain's finest display pilots.
This stunning aircraft has the major advantage of being one of the few models that you can perform some wild 3D maneuvers with on high rate and then with just the flick of the rate switch go ahead and fly a pattern routine as slow and precise as you like.
[/quote]
Ég veit ekki hvort ég nenni að koma hér á skerm fullri smíðalýsingu en ég skal reyna að sýna ykkur það helsta.
Nú... þetta er nokkuð góður ARFi sýnist mér, klæðning og frágangur ágætur og smíðin létt og sterk.
Allt heilt í kassanum þótt hann hafi greinilega orðið fyrir nokkru hnjaski og blotnað í annan endann einhvern tíma. Sá endi inihélt uppfyllingu svo það kom greinilega ekki að sök.
Einn stór ljóður er á, að fylgihlutirnir, smádótið er í einu orði sagt drasl. Klént og lélegt. Það er líka auglýstur fylgihlutapakki með gæðadóti sem seldur er sér en ég hef ekki tíma til að panta svoleiðis svo ég nota sennilega það sem ég á úr fyrri vélum.
Eins og allir ARFar þá þarf að strauja yfir en annars er hún vel klædd og frágengin. Kálíngin er fallega lökkuð og létt. Engin neftrjóna fyl´gir svo ég tók með eina flotta úr áli.
Ég hef nú orðið reynslu af einum fimm-sex ARfum og mikið ósköp eru leiðarvísarnir misjafnir. Til allrar hamingju þá var minn fyrsti sá allra besti. Það var U-Can-Do .46 frá Great Planes. Sá leiðarvísir var nánast kennslubók í ARFasmíði og ef ég hefði ekki fengið þann lærdóm í upphafi þá hefði eftirleikurinn orðið þyngri. Mér fannst leiðarvísirinn frá Protech afleitur en það er greinilega hægt að gera verr því sá sem fylgir þessari annars fallegu vél sem hér um ræðir er skelfilegur!!!
Þeir hafa greinilega haft Lego-leiðarvísana sem fyrirmynd en tekist herfilega. Svo er leiðarvísirinn greinilega ekki endurnýjaður frá fyrri útgáfu vélarinnar þótt mikilvægum hlutum hafi verið breytt. Fyrsta verkefnið sem ég lýsi (mótorfestingin) er einmitt versta dæmið þar um.
Reyndar fylgja tvö laus blöð í kassanum. Annað á greinilega að koma í staðinn fyrir eina síðuna í bæklingnum, hitt eru ýmis ráð og úrbætur frá Ali Mashinchy sjálfum
Í leiðarvísinum er fjallað um ásetningu stjélfjaðra og mestalla skrokkvinnuna áður en kemur að ásetningu mótors. Reynslan hefur þó kennt mér að auðveldara er að klára mótorfestingarnar að minnsta kosti áður en stélið er sett á. Aðalástæðan er að maður þarf að geta hreyft skrokkinn heilmikið og það er svakalega gott að geta stillt honum upp á endann en það er ómögulegt ef búið er að festa hliðarstýrið.
Gamla útgáfan virðist ekki hafa verið með neinn skáa á eldveggnum en á þessari er um 1,5 til 2 gráða hægrihalli eins og á fleiri góðum ARFamódelum sem ég hef smíðað. Það þýðir að ef mótorfestingin er sett akkúrat á miðjuna eins og sýnt er í bæklingnum:
þá endar hreyfilöxullinn vel til hægri við miðju og káflíngin passar ekki. Káflíngin er með smá halla á trjónuplötunni til að spinnerinn liggi fallega með þennan átakshalla.
Eldveggurinn er með gati fyrir eldsneytisgeyminn í miðjunni og kross sem merkir miðjuna. Það er ekki alveg hlaupið að því að finna rétta staðinn á eldveggnum fyrir mótorfestingarbitana en ég ákvað að taka nútíma tækni í þetta og æddi út í Húsasmiðju rétt fyrir lokun og keypti leisertæki eitt lítið á tilboði fyrir tæpar 3þús.
á botninum er sterkt segulstál og tilvalið að festa þetta á bílskúrshurðaopnarann sem hvort eð er er ekki notaður í annað:
Löngunin til að geta flogið fallegar, klassiskar listflugsæfingar hefur alltaf verið til sterk hjá mér en hingað til hefur mér þótt ég bara vera á byrjendastiginu. Það var fyst í fyrrasumar sem mér fór að takast að lenda skammlaust en núna finn ég að ég þarf að ég ætti að geta farið að takast á við gamla drauminn, að læra í alvörunni að fljúga "eftir teikningum".
Imagine vélin mín frá Thunder Tiger gat skilað talsvert góðum hreyfingum en fyrst og fremst var hún of lítil. Hún fórst í fyrrasumar og síðan þá hef ég verið að manna mig upp í nýja í sama dúr.
Ný vél varð sem sagt að vera stærri og í stakk búin að fljúga beint og tignarlega. Ég skoðaði málið og þar sem Þröstur átti eina sem uppfyllti mínar óskir og passar fyrir YS 1.10 mótorinn minn þá var málið klárt.
Adrenaline 120 heitir hún frá YT international. Þessi vél hefur verið til nokkuð lengi en nýlega kom endurbætt útgáfa. Vélin var talsvert vinsæl og skv Þresti og netblaðrinu er hún talin í betri klassanum. Hún er hönnuð til að bæði skila klassísku "pattern" flugi en einnig geta tekist á við kröftugt "Freestyle" (3D) flug ef notuð eru aukin útslög á stýrisflötum. Þessi er með 1,72 metra vænghaf en einnig er til 2 metra útgáfa af sömu vél.
[quote]
New and improved version plus brand new colour scheme
The Best ARTF " True Freestyle " Pattern Model.2 models in 1 perform extreme freestyle maneuvers with ease... Then flick the rates for precise F3A flying.
Feel the adrenaline running through your veins.
The Adrenaline was designed to fulfill the massive demand for a model that could excel at Pattern, Freestyle and 3d Flight. Large control surfaces, generous wing area and precision wing and tail sections all coupled with an overall light weight make for a model that is stunningly capable no matter what the piloting skills of the owner.
From the offset we wanted a model that gave outrageous performance but without compromising airframe strength. The adrenaline really a model that you can enjoy again and again! Designed in England with Ali Mashinchy who is the U.K. freestyle champion 2 years running, and undoubtedly one of Britain's finest display pilots.
This stunning aircraft has the major advantage of being one of the few models that you can perform some wild 3D maneuvers with on high rate and then with just the flick of the rate switch go ahead and fly a pattern routine as slow and precise as you like.
[/quote]
Ég veit ekki hvort ég nenni að koma hér á skerm fullri smíðalýsingu en ég skal reyna að sýna ykkur það helsta.
Nú... þetta er nokkuð góður ARFi sýnist mér, klæðning og frágangur ágætur og smíðin létt og sterk.
Allt heilt í kassanum þótt hann hafi greinilega orðið fyrir nokkru hnjaski og blotnað í annan endann einhvern tíma. Sá endi inihélt uppfyllingu svo það kom greinilega ekki að sök.
Einn stór ljóður er á, að fylgihlutirnir, smádótið er í einu orði sagt drasl. Klént og lélegt. Það er líka auglýstur fylgihlutapakki með gæðadóti sem seldur er sér en ég hef ekki tíma til að panta svoleiðis svo ég nota sennilega það sem ég á úr fyrri vélum.
Eins og allir ARFar þá þarf að strauja yfir en annars er hún vel klædd og frágengin. Kálíngin er fallega lökkuð og létt. Engin neftrjóna fyl´gir svo ég tók með eina flotta úr áli.
Ég hef nú orðið reynslu af einum fimm-sex ARfum og mikið ósköp eru leiðarvísarnir misjafnir. Til allrar hamingju þá var minn fyrsti sá allra besti. Það var U-Can-Do .46 frá Great Planes. Sá leiðarvísir var nánast kennslubók í ARFasmíði og ef ég hefði ekki fengið þann lærdóm í upphafi þá hefði eftirleikurinn orðið þyngri. Mér fannst leiðarvísirinn frá Protech afleitur en það er greinilega hægt að gera verr því sá sem fylgir þessari annars fallegu vél sem hér um ræðir er skelfilegur!!!
Þeir hafa greinilega haft Lego-leiðarvísana sem fyrirmynd en tekist herfilega. Svo er leiðarvísirinn greinilega ekki endurnýjaður frá fyrri útgáfu vélarinnar þótt mikilvægum hlutum hafi verið breytt. Fyrsta verkefnið sem ég lýsi (mótorfestingin) er einmitt versta dæmið þar um.
Reyndar fylgja tvö laus blöð í kassanum. Annað á greinilega að koma í staðinn fyrir eina síðuna í bæklingnum, hitt eru ýmis ráð og úrbætur frá Ali Mashinchy sjálfum
Í leiðarvísinum er fjallað um ásetningu stjélfjaðra og mestalla skrokkvinnuna áður en kemur að ásetningu mótors. Reynslan hefur þó kennt mér að auðveldara er að klára mótorfestingarnar að minnsta kosti áður en stélið er sett á. Aðalástæðan er að maður þarf að geta hreyft skrokkinn heilmikið og það er svakalega gott að geta stillt honum upp á endann en það er ómögulegt ef búið er að festa hliðarstýrið.
Gamla útgáfan virðist ekki hafa verið með neinn skáa á eldveggnum en á þessari er um 1,5 til 2 gráða hægrihalli eins og á fleiri góðum ARFamódelum sem ég hef smíðað. Það þýðir að ef mótorfestingin er sett akkúrat á miðjuna eins og sýnt er í bæklingnum:
þá endar hreyfilöxullinn vel til hægri við miðju og káflíngin passar ekki. Káflíngin er með smá halla á trjónuplötunni til að spinnerinn liggi fallega með þennan átakshalla.
Eldveggurinn er með gati fyrir eldsneytisgeyminn í miðjunni og kross sem merkir miðjuna. Það er ekki alveg hlaupið að því að finna rétta staðinn á eldveggnum fyrir mótorfestingarbitana en ég ákvað að taka nútíma tækni í þetta og æddi út í Húsasmiðju rétt fyrir lokun og keypti leisertæki eitt lítið á tilboði fyrir tæpar 3þús.
á botninum er sterkt segulstál og tilvalið að festa þetta á bílskúrshurðaopnarann sem hvort eð er er ekki notaður í annað: