Síða 1 af 3

Re: Sagan af unglingnum sem komst í balsaviðinn

Póstað: 23. Maí. 2007 22:25:17
eftir tf-kölski
Góðann daginn, hér eru nokkrar myndir af minni smíði sem er ekkert á við ykkar! En myndirnar deyja hreinlega í my pictures :D

Hérna sést smá í upphafið á skrokkinum

Mynd

afturendinn

Mynd

Úps, á hvolfi!

Mynd

Smíðin er komin örlítið lengra svo þið megið búast við myndum á morgun !

Re: Sagan af unglingnum sem komst í balsaviðinn

Póstað: 23. Maí. 2007 22:41:08
eftir Offi
Fleiri svona unglinga, takk, og meiri balsa handa þeim!

Re: Sagan af unglingnum sem komst í balsaviðinn

Póstað: 23. Maí. 2007 23:04:17
eftir Sverrir
Gaman að þessu, hvað heitir svo gripurinn :)

Re: Sagan af unglingnum sem komst í balsaviðinn

Póstað: 23. Maí. 2007 23:08:45
eftir tf-kölski
Ég fann teikninguna á síðunni= http://plans.rcmodell.hu/oldtime.html en teikingin var bara pínupons svo ég stækkaði hana aðeins og þannig....

Re: Sagan af unglingnum sem komst í balsaviðinn

Póstað: 23. Maí. 2007 23:23:40
eftir Guðni
Lýst vel á þetta, þarna eru menn að búa eitthvað til,
annað en þessi endalausi arfi sem menn eru stanslaust með :)
Meira af þessu.
kv. Guðni Sig.

Re: Sagan af unglingnum sem komst í balsaviðinn

Póstað: 24. Maí. 2007 00:31:46
eftir Björn G Leifsson
ARF - ARF...

Þetta er rétti andinn. Bara smíða það sem mann langar til og dettur í hug. Ef það flýgur þá er tilganginum náð. Ef ekki þá er bara að speklera afhverju og bæta úr því í næstu tilraun.

Haldiði ekki að ég hafi farið gegnum mörg búnt af balsa á sínum tíma. Alls konar teikningar og tilraunir. Nú 35 árum seinna tilheyri ég flokki ARFavitleysinganna. Við erum á öðru tilverustigi og það er ekkert að því Guðni minn :) Bara ef það verður til þess að við fljúgum helling.

Kölski... ef þig langar í rafmagnsmótora (400 stærð) að prófa í þessu þá á ég helling sem þú mátt eiga. Þú getur líka fengið proppa sem mig minnir að ég eigi og eitthvað fleira. Meilaðu bara á mig.

Re: Sagan af unglingnum sem komst í balsaviðinn

Póstað: 24. Maí. 2007 07:31:47
eftir tf-kölski
Góðann daginn

Björn, ef þú gætir reddað einum mótor þá yrði það allgjört hitt!

Re: Sagan af unglingnum sem komst í balsaviðinn

Póstað: 24. Maí. 2007 09:13:08
eftir Björn G Leifsson
[quote=TF-KÖLSKI]Góðann daginn

Björn, ef þú gætir reddað einum mótor þá yrði það allgjört hitt![/quote]
Ég á fleiri hundruð af þessum mótorum sem koma úr einnota lækningatækjum.
Hitt er annað mál hvernig þú gerir með batterí og hraðastýringu, það er svolítill stofnkostnaður í því en Modex.is er með hraðastilli sem mér sýnist duga: Speed Controller 5-8 Cells Bec ICS-480 fyrir 1500 kall og batterí eru til víða og af ýmsum gerðum. 7 til 8 NiCd sellur ættu að vera fínt til dæmis.
Þú getur athugað hvað batterí kosta í íhlutum skipholti og í Tómó. Batterí eru líka til hjá Modex.is

Re: Sagan af unglingnum sem komst í balsaviðinn

Póstað: 24. Maí. 2007 16:16:23
eftir tf-kölski
Ónefndur aðili krassaði Cessnu 172 frá Art tech svo ég á servo og allt svipað rafkerfi en mótorinn laskaðist í þessari head on lendingu á fullum hraða svo mótorinn er málið!(svo á ég servó úr Piper supercub sem er reyndar bara 3 ch parkflyer en ég gæti notað þau í eitthvað annað, kannski glasahaldara sem hægt er að hreyfa upp en maður þarf að trekkja niðurleiðina) En svo er önnur spurning, HVERNIG Í FIRÐINUM NÁIÐ ÞIÐ SVONA GÓÐRI DÚK-KLÆÐINGU?

Ég lofa nokkrum myndum á eftir en núna er ég upptekinn hjólakappi!

Re: Sagan af unglingnum sem komst í balsaviðinn

Póstað: 24. Maí. 2007 21:50:35
eftir tf-kölski
Smíðin er komin örlítið lengra (sjá myndir)!

Hér sést Elevatorinn á grunnstigi

Mynd

Þetta stikki komið á

Mynd

Lúkkar gúd?

Mynd

Hjólin af Cessnunni!

Mynd

Elevatorinn farinn að þroskast?

Mynd

Hafið þið heyrt um Banjóleikarann sem kunni bara á Gítar?