Hamranesflugvöllur - flugdagar - umhirða

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Hamranesflugvöllur - flugdagar - umhirða

Póstur eftir Haraldur »

Það má segja að Hamranesflugvöllur sé orðin hin fíni einmenningsflugvöllur.
Maður fær að fljúga þarna einn og óáreittur í blíðskaparveðri kvöld eftir kvöld.
Stundum slæðast ein og ein hræða með flugmódel, annars er eini félagsskapurinn mófuglar, fótboltastrákar og mótorhjólagæjar.

Hvar eru allir?

Fólk kvartar hér á spjallsíðum yfir slæmri veðurspá og það geti ekki komist út með nýju flugvélina til að fljúga.
Svo loksins þegar kemur gott veður (flugveður) þá koma þeir ekki á völlinn, nema þeir séu að fljúga á einkaflugvelli einhversstaðar.
Það sem mér hefur fundist einna skemmtilegast við sportið er félagsskapurinn.

Af því að ég er byrjaður að kvarta þá langar mig að kvarta yfir lélegri umsjón með flugvellinum á Hamranesi. Það er hvorki slegið grasið (sem er orðið ansi hátt), brautir sópaðar né séð um að hirða svæðið á annan hátt.
Ég myndi ekki víla fyrir mér að hlaupa á eftir sláttuvélinni öðruhverju ef slík maskína væri á svæðinu. Forngripinn, svokallaður traktor má víst enginn snerta nema fáir útvaldir svo það er úr sögunni að nota hann, enda mistök frá upphafði að fá hann á svæðið. Betra hefði verið að fá venjulega og góða slátturvél sem allir geta fundið út að nota, við hljótum að hafa efni á því í þessu félagi.

Það er allvega sárgrætilegt að horfa á þetta fína svæði grotna niður ónotað.
Að vísu er orðið mjög þröngt um okkur þarna. Ef það er það sem stoppar menn í að koma á svæðið, sem ég get vel skiliið, þá finnst mér að við ættum að athuga það ekki seinna en núna að flytja svæðið um set, áður en meðlimir verða flúnir á önnur mið og félagið verður sjálfdautt. Ég er alvarlega byrjaður að kíkja í kringum mig á aðra kosti og ég er viss um að það eru fleiri sem hugsa þannig.

Spáin fyrir kvöldið er frábær og næstu helgi, þannig að ég skora á módelmenn að flykkjast á völlinn og dusta rykið af vélunum.
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Hamranesflugvöllur - flugdagar - umhirða

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Um leið og vaktafárinu lýkur þessa viku, og veðrið leyfir þá verð ég á ferðinni á Hamranesi (allavega þegar ég get stolist frá garðvinnunni og girðingamálun sem konan er alveg helupptekin af þessa dagana ;) ).
Ég hef prófað Arnarvöll í tvígang og finnst fínt að fljúga þar en mér finnst satt að segja ennþá Hamranes vera minn heimavöllur og einhvernveginn meira "kósí" ef það er hugtak sem má nota. Þau skipti sem ég hef farið á milli hefur verið lygnara á H-nesi.
Ég gekk í FMF Suðurnesja til að styrkja það félag og flugmódelíþróttastarfið í heild en mér dettur ekki í hug að yfirgefa eða minnka þáttöku mína í Þyt.
Nú er skilst mér yfirvofandi að við getum misst þennan fína völl og ég held að það sé að hluta til skýringin á notkunarleysinu að mönnum finnst hreinlega, eins og mér, óþægilegt að fljúga þegar fótboltalið eru á vellinum við hliðina á og haug-helv...ð norðan við okkur bara stækkar. Mér hefur fundist meiri ókyrrð í norðanátt eftir að hann kom.
Við eigum að nota völlinn eins og við getum en við eigum líka að setja allt í gang með að ákveða (ef það er ekki búið að því?) hvort eigi að byrja að pressa sveitarfélagið til þess að útvega okkur jafngóða eða betri aðstöðu og keyra það í gegn. Svæðið sem menn ræddu um hér um daginn, hinum megið við Krísuvíkurveginn, nokkurnvegin í suður frá H-nesi, skoðaði ég fyrir nokkrum árum þegar við vorum í sömu pælingu.
Það kemur alveg til greina en krefst heilmikillar jarðvinnu held ég. Það var þá auðvelt að finna með því að keyra smá spotta áfram í austurátt eftir Krísuvíkurvegi frá vegamótunum við skreiðartrönurnar og beygja til suðurs á malarafleggjara. Það var ekki lokað. Þar var óreglulegt malar-ruðningasvæði í hrauninu með fullt af ryðguðum vélaflökum og drasli innanum stórgryti og hraunhóla. Ef það svæði fæst jafnað og í það borinn jarðvegur í nægilegu magni til að þar spretti gras, þá held ég þetta geti orðið ágætis svæði.
Um að gera að pressa á að þetta yrði gert almennilega úr garði og þangað fengið rafmagn og vatn ef nokkur möguleiki er.

Svo er spurningin hvort hægt sé að útvega land einhvers staðar annars staðar????? Þar finnst mér allir ættu að leggjast á eitt að skoða sig um og nota sín sambönd og koma með tillögur ef einhverjar eru.


Allavega..... allir út á völl!!!
Mynd
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
tf-kölski
Póstar: 125
Skráður: 19. Apr. 2007 16:34:21

Re: Hamranesflugvöllur - flugdagar - umhirða

Póstur eftir tf-kölski »

Veðrið í dag er nú ekki slæmt, ætlar einhver?
Driving is for people who can't fly!
Passamynd
benedikt
Póstar: 296
Skráður: 28. Feb. 2005 12:22:22

Re: Hamranesflugvöllur - flugdagar - umhirða

Póstur eftir benedikt »

Ég ætla í kvöld, ég var reyndar búinn að senda póst á Jón í stjórn Þyts, enda safna ég grasi í tail rotor ef ég lendi utan brautar.

Annars er svona rómó stemning þarna, mikið af holtasóley ;)
If you ain't crashing, you ain't trying !
Passamynd
tf-kölski
Póstar: 125
Skráður: 19. Apr. 2007 16:34:21

Re: Hamranesflugvöllur - flugdagar - umhirða

Póstur eftir tf-kölski »

Ég fór áðan og tók nokkrar snertilendingar, en þetta var mitt fyrsta skipti á þessum velli!

Ekki slæmt líf, er að setja saman ARF Sopwith Camel með eins og háfs meters vænghaf:D
Driving is for people who can't fly!
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hamranesflugvöllur - flugdagar - umhirða

Póstur eftir Agust »

Ég fór út á völl í kvöld og ætlaði svo sannarlega að njóta góða veðursins í hópi félaga. Klukkan var hálf átta, en enginn mættur. Mér leið eitthvað undarlega, en áttaði mig ekki strax hvers vegna. Smám saman rann upp fyrir mér ljós; þetta var sama tilfinningin og þegar maður kemur að eyðibýli þar sem hús eru að grotna niður og tún eru þakin sóleyjum, fíflum og jafnvel stöku njóla. Engin sála nálægt, bara hræfuglar sem skilið höfðu eftir sig mikið magn fiskbeina á flugbrautum og úrgang úr meltingaveginum. Kolsvartur hár veggur er að rísa skammt fyrir framan aðra brautina, en um fjörutíu manns voru að spila fótbolta skammt fyrir framan hina.

Úff, mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Haraldur birtist og virtist ekki hafa mikið meiri áhuga en ég á að taka módelin úr bílnum. Ég veit ekki hvað hann gerði, en ég fór heim ófloginn um hálf níu, dapur í bragði.

Það er alveg kristaltært, að ef ráðamenn Hafnarfjarðar verða varir við ástandið og áhugaleysið, þá munu þeir óðar telja okkur farna af svæðinu og sig lausa allra mála. Svo einfalt er það, því miður.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Gaui
Póstar: 3855
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Hamranesflugvöllur - flugdagar - umhirða

Póstur eftir Gaui »

[quote=DeletedUser][quote=Björn G Leifsson]Svo er spurningin hvort hægt sé að útvega land einhvers staðar annars staðar????? Þar finnst mér allir ættu að leggjast á eitt að skoða sig um og nota sín sambönd og koma með tillögur ef einhverjar eru.[/quote]
Sammála Björn
Það er kominn tími á að athuga með nýtt svæði. Annars þurfum við ekki að leita langt yfir skammt, ég skrapp á gamla góða Pálsvöllinn um helgina og það eina sem kemur í veg fyrir að ég fljúgi þar er hversu vegaslóðinn er orðinn slæmur.
Pálsvöllurinn væri betri kostur fyrir þá sem búa í efri byggðum Reykjavíkur, ekki nema 10 mínútna akstur frá Rauðavatni.
Helsti gallinn við Pálsvöllinn er hallinn á landinu, erfitt er að taka á loft í sunnanátt, en þá er hvort eð er oftast rigning.
https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 279570.jpg[/quote]

Mynd
Ég man þegar við sléttuðum úr þessum bletti að áeggjan Einars Páls og sáðum í hann (blettinn, ekki Einar Pál) með grasfræi. Þá var bara örfoka melur þarna, en samt voru einhverjir sem sáu ástæðu til að skammast út í þetta og lýsa því yfir að þetta væri fyrsta skrefið í uppblæstri á þessu svæði.

Ég hef ekki komið þarna uppeftir síðan einhvern tíman seint á níunda áratugnum.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: Hamranesflugvöllur - flugdagar - umhirða

Póstur eftir Offi »

Já, þetta er ekki nógu gott ástand, það skal viðurkennast. Það var fengin nýr sláttumaður. Ég hef rætt við hann og hann er ráðþrota gagnvart þessari dráttarvél. Lykillinn að henni er "einhvers staðar" og vart fyrir heilbrigðan mann að nota þetta tæki, skilst mér. Mér fyndist rökrétt að skoða einhverjar lausnir þar sem fleiri getið notað tækið, en einn maður útí bæ. Hafa menn einhverja hugmynd um hvað sláttutraktorar með safnkassa kosta?

Hitt er annað mál að málefni Þyts eru komin í eitthvað ferli innan Hafnarfjarðarbæjar, svo þar þarf að bíða eftir að hjólin snúist... og vitanlega að reyna að hjálpa þeim að snúast. Það eru góðir menn í því. Það er skilningur fyrir því að það verði fundið nýtt svæði handa okkur, enda hefur verið þrengt að okkur með fótboltavellinum og svo er haugurinn (fjallið) ekki búið að ná hálfri hæð ennþá. Það er gert ráð fyrir að það verði losuð þarna mold í allt að 10 ár til viðbótar. SKipulagssvið Hafnarfjarðar er komið með málið til skoðunar og þar er, að mér hefur skilist á Rafni, verið að skoða ákveðið svæði sunnan núverandi svæðis (sunnan Krýsuvíkurvegar). Ég held því að það sé ekki hætta á því að bæjarapparatið líti svo á að það sé enginn áhugi.

Hvað flug hjá mér snertir, þá er ég enn á því stiginu að ég vil vera frekar fámennur við flugið, bæði hvað varðar Þytsfélaga og fólk á fótboltavellinum. Ég er nokkurs konar einsetuflugmaður, eins og er. Það batnar með fleiri flugtímum, en já, mér finnst tilhugsunin um þessa fótboltamenn þarna í nágrenninu óþægileg. Það á að láta útlendingum í útlöndum það eftir að spila fótbolta... þeir eru líka mun betri í því!
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Passamynd
benedikt
Póstar: 296
Skráður: 28. Feb. 2005 12:22:22

Re: Hamranesflugvöllur - flugdagar - umhirða

Póstur eftir benedikt »

við mættum 3 þyrluflugmenn kl 20:30 ...flugum til 23:00! í fínu veðri ,mjög fínn félagskapur. vorum meirasegja með eina ready2 flugvél til að prófa plankaflug ;)

Iss.. ég skil ekki hvað menn eru alltaf að agnúsast út í þessa fótboltamenn, allavega var völlurinn tómur í kvöld! , maður á ekkert líka að taka svona stóra umferðahringi! ;)
If you ain't crashing, you ain't trying !
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: Hamranesflugvöllur - flugdagar - umhirða

Póstur eftir Offi »

Ég er með flugfælni í fjölmenni! :D Ég var annars að skoða verð á sláttutraktorum. Mér sýnist þeir liggja á 200.000 og uppúr. Þá fékk ég þessa snjöllu hugmynd að skoða í Bandó og sjá hvað kostar að flytja inn með ShopUSA. Fann helling af flottum græjum í kringum 1.000 US$. Niðurstöðurnar úr verðútreikningum Shopusa eru hérna:

Mynd

Mynd

Það er nefnilega það. Það munar semsagt 111.391 krónu á því hvort þetta heitir -vél eða -traktor. Nú vantar Ágúst sem kann tollskrána utanað. Það þarf allavega enginn að segja mér að það muni þessum peningi í flutningi, svo mikið er á hreinu.
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Svara