Rennilegur rennismiður?

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Guðjón
Póstar: 841
Skráður: 5. Jún. 2008 18:18:01

Re: Rennilegur rennismiður?

Póstur eftir Guðjón »

Sælir herrar,

Sumir ykkar muna eflaust eftir 17 ára mér en kannski er 24 ára ég ekki eins þekktur. Ég fór nefnilega háskóla og stefni að því að læra flugvélaverkfræði í útlandinu. Ég mynnist þess þegar EPE sagði: "Þú munt detta út úr þessu í nokkur ár, finna þér kærustu, fara í háskóla en svo kemur bakterían aftur - hún kemur alltaf aftur!" Þessi kærasta kom og fór, ég fór í háskóla og nú er bakterían greinilega fjölónæm.

Nóg um það...en nema hvað!

Ég eignaðist rennibekk í gær (mont, mont) sem greinilega þarfnast smá alúðar. Bekkurinn er af gerðinni PROXXON PD 400 og á víst að vera nokkuð vandaður. Það var töluvert slag í ásum landsins en eftir notkunn fjölmargra sexkanta virðist það hafa slegið sitt síðasta. Verra var að eitt reimarhjólið í hraðastýringunni er skemmt og rífur rímina sem situr eftir í sári hjólsins. Það þarf sennilega að renna nýjar raufar fyrir reimina og þá renna út skemmdina í leiðinni. Öllu verra er þó að slag virðist vera í patrónunni en ég vona að það sé bara lega eða fóðring.
Ég hef mikinn áhuga á að koma þessum rennibekk í lag, enda þarf ég að renna spinner-felgur á Piper Cubinn sem ég næ vonandi að klára í sumar. Er einhver klár á rennibekki sem getur aðstoðað og ég get beint spurningum að? Ég er sérstaklega hrifinn af ráðum sem byrja á: "Það er eitt sem margir byrjendur klikka á og því vil ég nefna það strax..."

Ég hlakka til að læra að renna og mig vantar auðvitað einhver skemmtileg verkefni til þess að æfa mig. Ef þið hafið eitthvað sniðugt í huga eða teikningar af einhverju sem gæti nýst í módelsmíðnni, þá megið þið endilega pota því að mér!

Mynd Mynd

Bestu kveðjur!

P.s. Ekki misskilja og halda að ég hafi fengið bíladellu, ég fékk ekki bíladellu.
Kv. Guðjón Bergmann, s: 6690069
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
Passamynd
Árni H
Póstar: 1600
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Rennilegur rennismiður?

Póstur eftir Árni H »

Velkominn aftur - það er alltaf pláss fyrir fleiri Guðjóna í sportinu :D
Svara