Skráning fyrir Iceland Open F3F 2020 er opin

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 10721
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Skráning fyrir Iceland Open F3F 2020 er opin

Póstur eftir Sverrir »

Skráningin er opin fyrir Iceland Open F3F mótið á næsta ári, skellið ykkur á F3XVault og skráið ykkur, aðeins 30 sæti í boði, þátttökugjaldið er €50.

Mynd
Icelandic Volcano Yeti

Passamynd
gudjonh
Póstar: 613
Skráður: 27. Feb. 2008 09:07:06

Re: Skráning fyrir Iceland Open F3F 2020 er opin

Póstur eftir gudjonh »

Nú er bara að ákveða sig. 14 skráðir, 16 sæti eftrir. Skráningin búin að vera opin í ca. 1/2 sólarhring.

Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 10721
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Skráning fyrir Iceland Open F3F 2020 er opin

Póstur eftir Sverrir »

Rétt rúmir 4 mánuðir til stefnu og nú eru 23 flugmenn frá 9 þjóðum skráðir til leiks, frá Evrópu og Asíu. England, Færeyjar, Holland, Hong Kong, Noregur, Pólland, Sviss, Þýskaland og að sjálfsögðu Ísland.

Þegar svona mót er haldið þá er ekki verra að hafa nokkra aðstoðarmenn, bjöllumenn á hlið og ritara svo eitthvað sé nefnt. Nokkrir hafa nú þegar boðist til að aðstoða en það er alltaf pláss fyrir fleiri, áhugasamir geta haft samband með tölvupósti, sverrirg hjá gmail . com.

Hvet líka alla til að líta á okkur á keppnisdögunum því þarna verða margir mjög góðir flugmenn m.a. Sigfried Schedel sem er efstur á heimslistanum í ár og svo verða þarna landsliðsmenn frá nánast öllum þátttökuþjóðunum þannig að það stefnir í sterkt mót! :cool:
Icelandic Volcano Yeti

Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 10721
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Skráning fyrir Iceland Open F3F 2020 er opin

Póstur eftir Sverrir »

3 mánuðir til stefnu og 24 flugmenn skráðir til leiks! Það stefnir því í hörku keppni þar sem þarna mæta m.a. núverandi heimsbikarmótameistari og margir fastamenn í landsliðum þessara þjóða! Ég hvet því aðra flugmódelmenn, og áhugasama, til að líta við á keppnisdögunum og fylgjast með köppunum fljúga. :)

Keppendurnir koma frá
5 - Íslandi
5 - Noregi
4 - Póllandi
3 - Englandi
3 - Þýskalandi
1 - Færeyjum
1 - Hollandi
1 - Hong Kong
1 - Sviss

Ég minni svo íslensku keppendurna á póstinn sem þeir fengu frá mér þann 7. janúar sl., og áminningu í dag, þar sem fram koma upplýsingar um greiðslu þátttökugjalds en það þarf að greiðast fyrir 1. mars nk. annað hvort inn á F3XVault eða með millifærslu.
Icelandic Volcano Yeti

Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 10721
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Skráning fyrir Iceland Open F3F 2020 er opin

Póstur eftir Sverrir »

Aðeins 70 dagar þangað til mótið hefst! 8-)

Mynd
Icelandic Volcano Yeti

Svara