Síða 1 af 1
Re: Skráning fyrir Iceland Open F3F 2020 er opin
Póstað: 1. Sep. 2019 16:24:28
eftir Sverrir
Skráningin er opin fyrir
Iceland Open F3F mótið á næsta ári, skellið ykkur á
F3XVault og skráið ykkur, aðeins 30 sæti í boði, þátttökugjaldið er €50.
Re: Skráning fyrir Iceland Open F3F 2020 er opin
Póstað: 1. Sep. 2019 21:15:23
eftir gudjonh
Nú er bara að ákveða sig. 14 skráðir, 16 sæti eftrir. Skráningin búin að vera opin í ca. 1/2 sólarhring.
Re: Skráning fyrir Iceland Open F3F 2020 er opin
Póstað: 18. Des. 2019 09:00:02
eftir Sverrir
Rétt rúmir 4 mánuðir til stefnu og nú eru 23 flugmenn frá 9 þjóðum skráðir til leiks, frá Evrópu og Asíu. England, Færeyjar, Holland, Hong Kong, Noregur, Pólland, Sviss, Þýskaland og að sjálfsögðu Ísland.
Þegar svona mót er haldið þá er ekki verra að hafa nokkra aðstoðarmenn, bjöllumenn á hlið og ritara svo eitthvað sé nefnt. Nokkrir hafa nú þegar boðist til að aðstoða en það er alltaf pláss fyrir fleiri, áhugasamir geta haft samband með tölvupósti,
sverrirg hjá gmail . com.
Hvet líka alla til að líta á okkur á keppnisdögunum því þarna verða margir mjög góðir flugmenn m.a. Sigfried Schedel sem er efstur á heimslistanum í ár og svo verða þarna landsliðsmenn frá nánast öllum þátttökuþjóðunum þannig að það stefnir í sterkt mót!
Re: Skráning fyrir Iceland Open F3F 2020 er opin
Póstað: 5. Feb. 2020 10:22:09
eftir Sverrir
3 mánuðir til stefnu og 24 flugmenn skráðir til leiks! Það stefnir því í hörku keppni þar sem þarna mæta m.a. núverandi heimsbikarmótameistari og margir fastamenn í landsliðum þessara þjóða! Ég hvet því aðra flugmódelmenn, og áhugasama, til að líta við á keppnisdögunum og fylgjast með köppunum fljúga.
Keppendurnir koma frá
5 - Íslandi
5 - Noregi
4 - Póllandi
3 - Englandi
3 - Þýskalandi
1 - Færeyjum
1 - Hollandi
1 - Hong Kong
1 - Sviss
Ég minni svo íslensku keppendurna á póstinn sem þeir fengu frá mér þann 7. janúar sl., og áminningu í dag, þar sem fram koma upplýsingar um greiðslu þátttökugjalds en það þarf að greiðast fyrir 1. mars nk. annað hvort inn á
F3XVault eða með millifærslu.
Re: Skráning fyrir Iceland Open F3F 2020 er opin
Póstað: 21. Feb. 2020 22:36:31
eftir Sverrir
Aðeins 70 dagar þangað til mótið hefst!
Iceland Open F3F frestað til 2021
Póstað: 23. Mar. 2020 23:59:19
eftir Sverrir
Ég vona að þetta skiljist svona.
* * * * *
Dear friends
We were hoping that most of the COVID-19 outbreak would be over by the time we'd host Iceland Open F3F 2020. Yesterday the Ministry of Health in Iceland tightened the imposed ban on public events and gatherings down to 20 persons and frankly we don't think things will have improved much in the beginning of May judging by the current outlook of things.
In light of that and current developments world wide we feel it's prudent to postpone Iceland Open until next year, the dates for next year will be April 30th - May 2nd 2021.
If you would like to participate then you don't have to do anything as we'll move the scheduled date and your registration but if you would like a refund please let me know and I'll start the process on PayPal.
I hope to see you all at next years Iceland Open.
Best regards
Sverrir Gunnlaugsson CD
Re: Skráning fyrir Iceland Open F3F 2020 er opin
Póstað: 29. Sep. 2020 18:36:26
eftir Sverrir
Gaman að segja frá því að nú eru 28 keppendur skráðir til leiks og aðeins 2 sæti laus, vonum að Covid verði ekki til trafala þegar kemur fram á næsta vor.