100 ára afmæli flugsins á Íslandi fagnað 3. september nk.

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 10721
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 100 ára afmæli flugsins á Íslandi fagnað 3. september nk.

Póstur eftir Sverrir »

Mynd
https://www.facebook.com/events/2508528316050543/

Í tilefni 100 ára afmælis flugs á Íslandi stendur Flugmálafélag Íslands fyrir móttöku þann 3.september kl 16:15 á Reykjavíkurflugvelli.

Þá verður þess minnnst að þennan dag árið 1919 hóf flugvél sig fyrst til flugs á Íslandi. Það gerðist í Vatnsmýrinni í Reykjavík.

Meðal þess sem verður á dagskrá er að afhjúpað verður módel af Avro 504K, fyrstu flugvélinni sem flaug á Íslandi, og verður henni flogið hring um völlinn. Þá stendur Flugsafn Íslands fyrir sögutengdri sýningu um flug. Forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson ávarpar viðburðinn.

Boðið verður uppá kaffi og veitingar.

Móttakan verður í flugskýli Geirfugls í Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli og er í samvinnu við Isavia, Flugsafn Íslands, Íslenska Flugsögufélagið og Flugfélagið Geirfugl.

Allir velkomnir.
Icelandic Volcano Yeti

Passamynd
stebbisam
Póstar: 98
Skráður: 24. Feb. 2018 18:55:20

Re: 100 ára afmæli flugsins á Íslandi fagnað 3. september nk.

Póstur eftir stebbisam »

Í húsakynnum Geirfugls var minnst áfmælisins og bæði forsetar Flugmálafélagsins og forseti Íslands héldu ræður við fjölmenni.
Til sýnis var 1/4 Avro 504 módel Einars Páls sem er ekki flughæft módel.

Synd var að ekki tókst að klára Avro vélina hans Guðjóns, en fyrirhugað var að hún flygi í dag.

Mynd
Mynd
Barasta

Passamynd
stebbisam
Póstar: 98
Skráður: 24. Feb. 2018 18:55:20

Re: 100 ára afmæli flugsins á Íslandi fagnað 3. september nk.

Póstur eftir stebbisam »

Viðbótarmynd þar sem módelið sést beturMynd
Barasta

Svara