Fluglistir

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Fluglistir

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ooo maður, ég fæ aldrei nóg af að horfa á svona...

http://www.youtube.com/watch?v=sbvfnTGk_6c

Flugmennirnir i þessari mynd eru aðallega Svetlana Kapanina og Peter Besenyei. "Íslandsvininum" Jurgis Kairys bregður líka fyrir augnablik.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sigurjón
Póstar: 86
Skráður: 22. Feb. 2007 00:10:23

Re: Fluglistir

Póstur eftir Sigurjón »

Margt af því sem þarna er bara vont!
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Fluglistir

Póstur eftir einarak »

Hérna er þetta sama vídeo í fullum gæðum
http://www.alexisparkinn.com/photogalle ... batics.wmv

tekið af
http://www.alexisparkinn.com/airshow_videos.htm


Þetta er gjöööðveikt ! Mynd

edit, lagaði link
Passamynd
Steinar
Póstar: 180
Skráður: 8. Jan. 2006 22:47:28

Re: Fluglistir

Póstur eftir Steinar »

Mega mega.

Það væri nú gaman að fara rúnt með Peter Besenyei, Amk svona á meðan mar er að spenna á sig beltið svo væri trúlega fljótt allur vindur úr manni.. :P
Always remember you fly an airplane with your head, not your hands.
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Fluglistir

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Það er auðvitað hægt að segja hvað sem er um þetta, þessir einstaklingar eru gjörsamlega bilaðir ef maður fer út í þá sálma. En þau eru (flest) lifandi þrátt fyrir að gera það sem þau hafa verið að gera í áratugi, sem þýðir að þau hafa rosalega stjórn á sér og hárbeitta meðvitund um hvað sé hægt og hvað ekki. Það er ekkert tilviljanakennt í neinu af því sem þau gera þó sumar velturnar geti sýnst vera það.

Glæframennska er ekki nothæft hugtak í þessu sambandi.
Þetta er listafólk rétt eins og línudansarar og róluhopparar (trapeze artists) í sirkus. Þau eru auðvitað orðin bullandi háð adrenalín-kikkinu, annars væru þau ekki að þessu.

Það er tvennt sem á stærstan þátt í áhuga mínum á þessum mydnum. Annars vegar er það að pæla í aðferðunum og eðlisfræðinni bak við listirnar. Þar hjálpar reykurin mikið til að sjá út hvernig hreyfingin og hraðinn er. Hitt er að sjá myndirnar sem eru teknar inni í klefanum og pæla í persónuleikunm á bak við. Nánast svipbrigðalaus og næstum því kaldur svipurinn á Svetlönu og laumulega ánægjubrosið á Peter Besenyei þegar hann er búinn að stinga sér gegnum gatið á fjallinu í Kína eða kemur á hvolfi undan lágri brú er óborganlegt nánast.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Steinar
Póstar: 180
Skráður: 8. Jan. 2006 22:47:28

Re: Fluglistir

Póstur eftir Steinar »

Sko að gera aerobacic æfingar er sko ekki adrenalín rush... Þetta nefnilega fyrir vana menn eru bara flugæfingar.

Eins og þeir sem hafa lært að fljúga og prufað (bara á td C-152 eða C-172) full power stoll eða spinn og þessháttar, þá var það fyrst svolítið stuð svo urðu þetta bara eins og aðrar æfingar...
Always remember you fly an airplane with your head, not your hands.
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Fluglistir

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Steinar]Sko að gera aerobacic æfingar er sko ekki adrenalín rush... Þetta nefnilega fyrir vana menn eru bara flugæfingar.

Eins og þeir sem hafa lært að fljúga og prufað (bara á td C-152 eða C-172) full power stoll eða spinn og þessháttar, þá var það fyrst svolítið stuð svo urðu þetta bara eins og aðrar æfingar...[/quote]
Nehhhh.... veistu adrenalínið er þarna en rushið vantar auðvitað. Það er eins og með annað dóp þegar þu ert orðinn vanur því þá finnst það ekki á sama hátt. Þetta fólk gengur sko fyrir spennunni, vertu viss. Þú ert ekki að gera æfingarnar á hundraðogfimmtíunni í "0,01 mistaka hæð" eins og hér um ræðir heldur í amk 3ja til 4a mistaka hæð.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Steinar
Póstar: 180
Skráður: 8. Jan. 2006 22:47:28

Re: Fluglistir

Póstur eftir Steinar »

Jú rétt fara nógu hátt þá má allveg fullt klikka en samt er nægur tími...

Líka er það rétt að sennilega gengur þetta fólk fyrir spennunni. Væri örugglega fyndið að gefa þeim svaka sterkt expressokaffi og setja þau svo fyrir framan tölvu eða eitthvað svipað.
Always remember you fly an airplane with your head, not your hands.
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Fluglistir

Póstur eftir einarak »

[quote=Steinar]Jú rétt fara nógu hátt þá má allveg fullt klikka en samt er nægur tími...

Líka er það rétt að sennilega gengur þetta fólk fyrir spennunni. Væri örugglega fyndið að gefa þeim svaka sterkt expressokaffi og setja þau svo fyrir framan tölvu eða eitthvað svipað.[/quote]
ég hugsa að þau myndu sofna af því ..
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Fluglistir

Póstur eftir kip »

Hvernig væri nú að þessir blessuðu Íslenskubankar flyttu inn almennilega flugsýningu einusinni í staðin fyrir að spreða peningunum í útbrunna íslenska "tónlistarmenn" samanber laugardalstónleikana um daginn? Áðan hélt Saga fjárfestingarbanki stæstu flugeldasýningu Akureyrar hingað til (og réð Hvanndalsbr til að spila í partýinu).. Efnuðustu menn Íslands eru flestir með brennandi flugáhuga þannig að mér finnst það einhvernvegin það rökrétta í stöðunni að flytja inn allsvakalega flugsýningu með þessum köppum öllum. (Það myndi duga mér að fá bara nokkra warbörda, svona bland í poka :) )
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Svara