Næst komandi laugardag 1.september verður hin árlega flugkoma Fréttavefsins á Arnarvelli en að auki fagnar Flugmódelfélag Suðurnesja Ljósanótt á sama tíma og einnig eins árs afmæli Arnarvallar. Flugkoman hefst kl.10 um morgunin og hafa veðurguðirnir lofað örlítið minni yfirferð á logninu heldur en í fyrra.
Það er alltaf líf og fjör á þessum flugkomum og án efa verður engin breyting þar á í ár.
Tíðnistjórnun verður á svæðinu og verða lausar rásir sitt hvoru megin við þá tíðnir sem verða í gangi hverju sinni. Rétt er að benda á það að mótsstjórn áskilur sér rétt til að takmarka eða taka fyrir flug á ákveðnum módelum ef tilefni gefur til.
Fréttavefsflugkoman hefur verið haldin árlega síðan 2004 og skiptast Flugmódelfélag Suðurnesja og Smástund á að halda hana á athafnasvæðum sínum.
Eldri Fréttavefsflugkomur
Fréttir: 2005 | 2006
Myndir: 2004 | 2005
29.08.2007 - Fréttavefsflugkoman og Ljósanótt
Re: 29.08.2007 - Fréttavefsflugkoman og Ljósanótt
Icelandic Volcano Yeti
Re: 29.08.2007 - Fréttavefsflugkoman og Ljósanótt
[quote=Sverrir]Rétt er að benda á það að mótsstjórn áskilur sér rétt til að takmarka eða taka fyrir flug á ákveðnum módelum ef tilefni gefur til.[/quote]
Hvað áttu við? :/
Á ég að skilja frauðplastið eftir heima? :rolleyes:
Hvað er endatími á þessu ca.?
Hvað áttu við? :/
Á ég að skilja frauðplastið eftir heima? :rolleyes:
Hvað er endatími á þessu ca.?
Re: 29.08.2007 - Fréttavefsflugkoman og Ljósanótt
Tja... það getur verið ýmislegt, t.d. lausir stýrifletir eða eitthvað annað sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir öryggi viðstaddra.
Frauðplastið velkomið
Ætli það fari ekki að hægjast á þessu seinnipartinn, menn verða samt ekki reknir heim.
Frauðplastið velkomið
Ætli það fari ekki að hægjast á þessu seinnipartinn, menn verða samt ekki reknir heim.
Icelandic Volcano Yeti
Re: 29.08.2007 - Fréttavefsflugkoman og Ljósanótt
einhver dagskrá? svona fyrir þá sem sjá sér ekki fært að vera allan daginn
Re: 29.08.2007 - Fréttavefsflugkoman og Ljósanótt
Þar sem veðrið er ekki nógu samvinnuþýtt þá er flugkomunni frestað til morguns.
Sjáumst þá.
Sjáumst þá.
Icelandic Volcano Yeti
Re: 29.08.2007 - Fréttavefsflugkoman og Ljósanótt
Er að leggja af stað
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Re: 29.08.2007 - Fréttavefsflugkoman og Ljósanótt
Hér eru nokkrar myndir frá deginum. Takk fyrir mig, drengir, þið eruð höfðingjar!
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.