Re: 29.08.2007 - Fréttavefsflugkoman og Ljósanótt
Póstað: 29. Ágú. 2007 00:05:53
Næst komandi laugardag 1.september verður hin árlega flugkoma Fréttavefsins á Arnarvelli en að auki fagnar Flugmódelfélag Suðurnesja Ljósanótt á sama tíma og einnig eins árs afmæli Arnarvallar. Flugkoman hefst kl.10 um morgunin og hafa veðurguðirnir lofað örlítið minni yfirferð á logninu heldur en í fyrra.
Það er alltaf líf og fjör á þessum flugkomum og án efa verður engin breyting þar á í ár.
Tíðnistjórnun verður á svæðinu og verða lausar rásir sitt hvoru megin við þá tíðnir sem verða í gangi hverju sinni. Rétt er að benda á það að mótsstjórn áskilur sér rétt til að takmarka eða taka fyrir flug á ákveðnum módelum ef tilefni gefur til.
Fréttavefsflugkoman hefur verið haldin árlega síðan 2004 og skiptast Flugmódelfélag Suðurnesja og Smástund á að halda hana á athafnasvæðum sínum.
Eldri Fréttavefsflugkomur
Fréttir: 2005 | 2006
Myndir: 2004 | 2005
Það er alltaf líf og fjör á þessum flugkomum og án efa verður engin breyting þar á í ár.
Tíðnistjórnun verður á svæðinu og verða lausar rásir sitt hvoru megin við þá tíðnir sem verða í gangi hverju sinni. Rétt er að benda á það að mótsstjórn áskilur sér rétt til að takmarka eða taka fyrir flug á ákveðnum módelum ef tilefni gefur til.
Fréttavefsflugkoman hefur verið haldin árlega síðan 2004 og skiptast Flugmódelfélag Suðurnesja og Smástund á að halda hana á athafnasvæðum sínum.
Eldri Fréttavefsflugkomur
Fréttir: 2005 | 2006
Myndir: 2004 | 2005