Það var gaman hjá okkur Mumma á fimmtudaginn. Mummi byrjaði auðvitað á því að líma seinni hliðina ofan á hina og síðan búa til kubbana sem halda hjólastellinu og vængstífunum:
En Árni átti í vandræðum. Hann er að klæða hallastýrin á Stikkinum sínum og það er smá möndl vegna þess ahvernig þau eru skorin. Hann var ekki ánægður (einhver hafði orð á því að hann líktist nýja formanninum í Framsókn á þessari mynd):
Mummi og Gaui ákváðu að gera nýja gerð af stéldragi: þ.e. ekki hafa það alveg í skala með teygju, heldur svindla soldið og gera það úr píanóvír. Hér erum við að beygja vírinn:
Næsta verk var að sauma vírinn á krossviðarplötu með smá koparvír:
og húða allt saman með Hysol:
Þá lítur dragið svona út. Það næsta sem gerist er að líma 3mm krossvið aftan á vírinn svo þetta hafi rétta prófílinn og síðan setja 1mm krossvið á báðar hliðar.
Fokker D.VIII
Re: Fokker D.VIII
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Fokker D.VIII
Jæja, enn einn dagurinn í Fokkersmíði. Það má benda á að háin er örlítið farin að hýrna á Árna, enda gengur betur að klæða hallastýrin. Líklega bara vegna þess að hann var búinn að gleyma að hann átti eftir að gera hæðarstýrið líka
Mummi lagði Fokkerskrokkinn á bakið og byrjaði að taka hann saman að aftan til að fá dæmigert flugvélarlag. Það fyrsta sem hann gerði var að setja hjólastellsfestingar úr „kanadískri“ eik á sinn stað:
Síðan voru allar þverstífur settar á sinn stað og límdar og aftasti endinn þvingaður saman:
Til að fá smá stífleika í skrokkinn setti Mummi síðan skástífur í öll bil. Takið eftir sparisvipnum sem kemur upp þegar hann veit að verið er að taka mynd:
Mummi lagði Fokkerskrokkinn á bakið og byrjaði að taka hann saman að aftan til að fá dæmigert flugvélarlag. Það fyrsta sem hann gerði var að setja hjólastellsfestingar úr „kanadískri“ eik á sinn stað:
Síðan voru allar þverstífur settar á sinn stað og límdar og aftasti endinn þvingaður saman:
Til að fá smá stífleika í skrokkinn setti Mummi síðan skástífur í öll bil. Takið eftir sparisvipnum sem kemur upp þegar hann veit að verið er að taka mynd:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Fokker D.VIII
Það skotgengur hjá Mumma. Skrokkurinn er að skríða saman. Þegar hann lyfti honum upp af borðinu prófuðum við að setja stélfjaðrirnar á. Þetta hefur klassískt Fokker útlit:
Árna datt í hug að það væri hægt að fara flýtileið og nota tilbúið stell til að spara tíma. Eftir að hafa skoðað það var lausnin púuð niður.
Mummi er búinn að setja saman tvær Spandau byssur og við þurftum auðvitað að bera þær við:
Næsta mál á dagskrá var að setja hrygginn á módelið ...
... og síðan kinnarnar ...
... og það er farið að koma lag á skrokkinn. Nú vantar bara balsaklæðninguna -- hún kemur næst.
Árna datt í hug að það væri hægt að fara flýtileið og nota tilbúið stell til að spara tíma. Eftir að hafa skoðað það var lausnin púuð niður.
Mummi er búinn að setja saman tvær Spandau byssur og við þurftum auðvitað að bera þær við:
Næsta mál á dagskrá var að setja hrygginn á módelið ...
... og síðan kinnarnar ...
... og það er farið að koma lag á skrokkinn. Nú vantar bara balsaklæðninguna -- hún kemur næst.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Fokker D.VIII
Örstutt (og þó) um það hvernig byssurnar voru smíðaðar og ég vona að menn afsaki útúrdúrinn. Þetta hérna var um það bil lokatakmarkið (þær virðast hafa verið til í ýmsum útgáfum, bæði hvað varðar parta og liti; þessi mynd er tekin héðan):
Ég notaði efni sem til féll - eyrnapinna, grillpinna, tannstöngla, balsaafganga, rafmagnsrör o.fl. Ekkert var sérstaklega keypt fyrir smíðarnar, en ég naut reyndar afar góðs af því að geta stolist í afgangahrúgur og gamlar föndur-plastplötur á Grísará
Ég byrjaði á skotunum. Grillpinnar voru sagaðir í rétta lengd, smellt í dremelinn og endarnir rúnnaðir og rispaðir:
Svo var bara eftir að mála skotin:
Síðan hófst samsetning á byssunum sjálfum. Ég byrjaði á smápörtunum:
Alltaf tvöfalt af öllu:
Svo mótaði ég byssurnar úr balsa. Prikin niður úr byssunni, sem ég held þarna í, eru gerð úr innfelldum krossvið og ég ætla í að festa við flugvélina. Mögulega þarf eitthvað að modda þetta meira - setja aðra festingu í hlaupið eða eitthvað, til að gera þetta traustara svona þegar í loftið er komið:
Klæddi svo byssurnar með þunnum krossvið:
Límdi smádraslið á og spreyjaði svo kvikindin með möttum svörtum lit:
Sem ég veðraði svo síðar upp, bæði með mjúkum blýanti og silfurmálningu. Hérna sést munurinn á þessari nær okkur sem búið er að veðra og svo hinni sem er enn bara spreyjuð:
Hlaupin og jakkarnir utan um það eiga að vera götótt (sbr. efstu myndina), en ég fann enga mannsæmandi leið til að gera það, þannig að ég gerði tilraun með að mála götin bara á. Ég byrjaði á að spreyja rafmagnsrör svört og lita þau svo með blýanti og mála með silfurlit alls staðar þar sem ekki áttu að vera göt:
Ýmis smáatriði vantaði upp á hlaupið. Miðin eru gerð úr plasthringjum og rafmagnsvír:
Og hlaupendarnir eru svo renndir með dremel og sandpappír:
Eftir að þessi smáatriði og fleiri voru búin til voru þau máluð og límd á hlaupin, og þau svo límd á byssurnar:
Þessu er vitaskuld ekki alveg lokið. Ég á eftir að búa til skotfærabelti úr skotunum og svo eru þessar fínu álrennur sem beltin renna í upp að byssunum.
Svo er ég ekki alveg 100% ánægður með þessa hlaup-jakka. Þeir eiga náttúrulega að vera alsettir götum. Ef ég finn einhverja góða leið til að gera jöfn, ílöng göt í tugatali á einhverskonar rör (plast, ál, kopar, ..), þá tæti ég etv. byssurnar sundur og set nýja framenda á byssurnar. Þangað til er amk smíðinni á þeim lokið.
kv Mummi.
Ég notaði efni sem til féll - eyrnapinna, grillpinna, tannstöngla, balsaafganga, rafmagnsrör o.fl. Ekkert var sérstaklega keypt fyrir smíðarnar, en ég naut reyndar afar góðs af því að geta stolist í afgangahrúgur og gamlar föndur-plastplötur á Grísará
Ég byrjaði á skotunum. Grillpinnar voru sagaðir í rétta lengd, smellt í dremelinn og endarnir rúnnaðir og rispaðir:
Svo var bara eftir að mála skotin:
Síðan hófst samsetning á byssunum sjálfum. Ég byrjaði á smápörtunum:
Alltaf tvöfalt af öllu:
Svo mótaði ég byssurnar úr balsa. Prikin niður úr byssunni, sem ég held þarna í, eru gerð úr innfelldum krossvið og ég ætla í að festa við flugvélina. Mögulega þarf eitthvað að modda þetta meira - setja aðra festingu í hlaupið eða eitthvað, til að gera þetta traustara svona þegar í loftið er komið:
Klæddi svo byssurnar með þunnum krossvið:
Límdi smádraslið á og spreyjaði svo kvikindin með möttum svörtum lit:
Sem ég veðraði svo síðar upp, bæði með mjúkum blýanti og silfurmálningu. Hérna sést munurinn á þessari nær okkur sem búið er að veðra og svo hinni sem er enn bara spreyjuð:
Hlaupin og jakkarnir utan um það eiga að vera götótt (sbr. efstu myndina), en ég fann enga mannsæmandi leið til að gera það, þannig að ég gerði tilraun með að mála götin bara á. Ég byrjaði á að spreyja rafmagnsrör svört og lita þau svo með blýanti og mála með silfurlit alls staðar þar sem ekki áttu að vera göt:
Ýmis smáatriði vantaði upp á hlaupið. Miðin eru gerð úr plasthringjum og rafmagnsvír:
Og hlaupendarnir eru svo renndir með dremel og sandpappír:
Eftir að þessi smáatriði og fleiri voru búin til voru þau máluð og límd á hlaupin, og þau svo límd á byssurnar:
Þessu er vitaskuld ekki alveg lokið. Ég á eftir að búa til skotfærabelti úr skotunum og svo eru þessar fínu álrennur sem beltin renna í upp að byssunum.
Svo er ég ekki alveg 100% ánægður með þessa hlaup-jakka. Þeir eiga náttúrulega að vera alsettir götum. Ef ég finn einhverja góða leið til að gera jöfn, ílöng göt í tugatali á einhverskonar rör (plast, ál, kopar, ..), þá tæti ég etv. byssurnar sundur og set nýja framenda á byssurnar. Þangað til er amk smíðinni á þeim lokið.
kv Mummi.
Jón Stefánsson
Re: Fokker D.VIII
Sannarlega listaverk og virðist ótrúlega lítið mál þegar rennt er yfir ferlið með svona myndröð!
Re: Fokker D.VIII
Alger snilld Mummi
enn sjást skotin eitthhvað? .Renna þau ekki bara í ál profílum eða hvað
Svona er uppsettningin í Albatros
Kv Gummi
enn sjást skotin eitthhvað? .Renna þau ekki bara í ál profílum eða hvað
Svona er uppsettningin í Albatros
Kv Gummi
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar
A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Re: Fokker D.VIII
Takk fyrir þetta. Jú, eftir því sem ég best fæ vitað þá sjást skotin í Fokkerunum. Þau renna upp í opinni rennu í belti og patrónurnar skjótast svo út í röri undir byssunni. Rennurnar sem sjást þarna á myndinni hjá þér Gummi er útgangsmegin á byssunni.
Hérna sjást rennurnar (og skotin):
Og hérna líka:
Patrónurörin sjást vel á myndinni sem Gummi póstaði (svört, koma fram undir hlaupinu).
En ég er fjarri því að vera expert í þessu. Fjarri því. Ég gæti ákaflega auðveldlega haft rangt fyrir mér
Hérna sjást rennurnar (og skotin):
Og hérna líka:
Patrónurörin sjást vel á myndinni sem Gummi póstaði (svört, koma fram undir hlaupinu).
En ég er fjarri því að vera expert í þessu. Fjarri því. Ég gæti ákaflega auðveldlega haft rangt fyrir mér
Jón Stefánsson
Re: Fokker D.VIII
Tómu skothylkin runnu niður svörtu rörin sem náðu niður úr flugvélinni, eins og þú ert að tala um, en beltin sem skotin voru í runnu niður í kassann vinstramegin og voru notuð aftur.Á gömlum svart hvítum myndum má sjá að Prófíllinn sem skotin runnu í var oftast opin rétt við inntakið á byssunum, menn tóku yfirleitt lokið af. Stundum er það á og stundum ekki?.
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar
A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Re: Fokker D.VIII
Félagarnir kíktu til mín í morgun og Mummi snikkaði skrokkinn aðeins til fyrir balsaklæðninguna. Hér er hann með skrokkinn, ánægður á svipinn.
Það sem þurfti að gera var að líma niður ræmur af balsa til að rétta af hrygginn svo klæðningin væri bein ásamt því að rúnna langböndin. Rúnningin var ekki erfið nema þar sem (kanadíska) eikin var. Þar þurfti að nota stórvirkar vinnuvélar:
Þessi Black & Decker vél framleiðir rosa mikið af sagi á stuttum tíma, sérstaklega þegar maður leggur hana á rangan stað. Þar að auki frmleiðir hún ROSALEGAN hávaða. Árni, sem sat útí horni og klæddi hæðarstýrið sitt bað um heyrnarhlífar, en því miður hefur hann lært að nota svoleiðis af Hafnfirðingi -- held ég -- eða er þessi öryggisbúnaður notaður svona í Mývatnssveit?
Það sem þurfti að gera var að líma niður ræmur af balsa til að rétta af hrygginn svo klæðningin væri bein ásamt því að rúnna langböndin. Rúnningin var ekki erfið nema þar sem (kanadíska) eikin var. Þar þurfti að nota stórvirkar vinnuvélar:
Þessi Black & Decker vél framleiðir rosa mikið af sagi á stuttum tíma, sérstaklega þegar maður leggur hana á rangan stað. Þar að auki frmleiðir hún ROSALEGAN hávaða. Árni, sem sat útí horni og klæddi hæðarstýrið sitt bað um heyrnarhlífar, en því miður hefur hann lært að nota svoleiðis af Hafnfirðingi -- held ég -- eða er þessi öryggisbúnaður notaður svona í Mývatnssveit?
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði