Örstutt (og þó) um það hvernig byssurnar voru smíðaðar og ég vona að menn afsaki útúrdúrinn. Þetta hérna var um það bil lokatakmarkið (þær virðast hafa verið til í ýmsum útgáfum, bæði hvað varðar parta og liti; þessi mynd er tekin
héðan):
Ég notaði efni sem til féll - eyrnapinna, grillpinna, tannstöngla, balsaafganga, rafmagnsrör o.fl. Ekkert var sérstaklega keypt fyrir smíðarnar, en ég naut reyndar afar góðs af því að geta stolist í afgangahrúgur og gamlar föndur-plastplötur á Grísará
Ég byrjaði á skotunum. Grillpinnar voru sagaðir í rétta lengd, smellt í dremelinn og endarnir rúnnaðir og rispaðir:
Svo var bara eftir að mála skotin:
Síðan hófst samsetning á byssunum sjálfum. Ég byrjaði á smápörtunum:
Alltaf tvöfalt af öllu:
Svo mótaði ég byssurnar úr balsa. Prikin niður úr byssunni, sem ég held þarna í, eru gerð úr innfelldum krossvið og ég ætla í að festa við flugvélina. Mögulega þarf eitthvað að modda þetta meira - setja aðra festingu í hlaupið eða eitthvað, til að gera þetta traustara svona þegar í loftið er komið:
Klæddi svo byssurnar með þunnum krossvið:
Límdi smádraslið á og spreyjaði svo kvikindin með möttum svörtum lit:
Sem ég veðraði svo síðar upp, bæði með mjúkum blýanti og silfurmálningu. Hérna sést munurinn á þessari nær okkur sem búið er að veðra og svo hinni sem er enn bara spreyjuð:
Hlaupin og jakkarnir utan um það eiga að vera götótt (sbr. efstu myndina), en ég fann enga mannsæmandi leið til að gera það, þannig að ég gerði tilraun með að mála götin bara á. Ég byrjaði á að spreyja rafmagnsrör svört og lita þau svo með blýanti og mála með silfurlit alls staðar þar sem ekki áttu að vera göt:
Ýmis smáatriði vantaði upp á hlaupið. Miðin eru gerð úr plasthringjum og rafmagnsvír:
Og hlaupendarnir eru svo renndir með dremel og sandpappír:
Eftir að þessi smáatriði og fleiri voru búin til voru þau máluð og límd á hlaupin, og þau svo límd á byssurnar:
Þessu er vitaskuld ekki alveg lokið. Ég á eftir að búa til skotfærabelti úr skotunum og svo eru þessar fínu álrennur sem beltin renna í upp að byssunum.
Svo er ég ekki alveg 100% ánægður með þessa hlaup-jakka. Þeir eiga náttúrulega að vera alsettir götum. Ef ég finn einhverja góða leið til að gera jöfn, ílöng göt í tugatali á einhverskonar rör (plast, ál, kopar, ..), þá tæti ég etv. byssurnar sundur og set nýja framenda á byssurnar. Þangað til er amk smíðinni á þeim lokið.
kv Mummi.