Gamall hæðarmælir fyrir flugmódel...

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Gamall hæðarmælir fyrir flugmódel...

Póstur eftir Agust »

Fyrir mörgum árum, líklega um 1986, vorum við Ragnar sonur nýbúnir að læra að fljúga. Ragnar var þá um 11 ára. (Man reyndar ekki ártalið 100%). Við áttum Robbe Cessna 172 sem var með einum fyrsta fjórgengismótor sem keyptur var í Tómó, eða Hirtenberger Patronenfabrikk HP21. Okkur lék hugur á að vita hve hátt væri hægt að fljúga módelinu.

Í stuttu máli þá var hæðarmælir hannaður og smíðaður snarlega. Myndin hér fyrir neðan sýnir græjuna.

Strompurinn lengst til hægri er eins konar barómeter sem skynjar loftþyngd. Samrásin þar vinstra megin er 741 aðgerðamagnari til að magna upp veika merkið frá skynjaranum, samrásin fyrir miðju er LM331 sem umbreytir breytilegri spennu í breytilegan tón, og lengst til vinstri, vinstra megin við brúna þéttinn, er kristalstýrður sendir á 27,120 MHz.

Á jörðu niði var stuttbylgjuviðtæki Sony 7600 sem tengt var heimasmíðaðri rás sem breytti breytilegri tónhæð í breytilega spennu sem fór inn á mæli. Þessi rás var minnir mig einnig smíðuð umhverfis LM331 rás, en búnaðurinn er líklega týndur.

Þetta var síðan allt kvarðað á jörðu niðri með svokölluðum U-manometer, þ.e. gegnsæri slöngu sem beygð var í U og fyllt að hluta með vatni. Með því að lyfta öðrum endanum upp eða niður og fylgjast með hæðarmuninum á vatnssúlunum var hægt að búa til nokkuð nákvæman undirþrýsting. Notaði síðan upplýsingar um sambandið milli lofthæðar og þrýstings til að stilla mælinn með stilliskrúfunni efst til hægri. (U-manometer er t.d. notaður til að mæla blóðþrysting, en þar er notað kvikasilfur í stað vatns. Vatnið er mun léttara og gefur betri upplausn við lágan þrýsting).

Þessi búnaður virkaði vel, og við fórum með græjuna í Leirdal þar sem módelvöllur Þyts var. Brettið var spennt undir vængteygjuna og lagt af stað upp í himinhvolfið. Hærra, og hærrra og enn hærrrra. Allt þar til módelið leit út eins og mýfluga..... Mælirinn steig og steig, þar til hann stóð í 1500 fetum eða 500 metrum! Þá þótti okkur nóg komið.




Mynd

Smella á mynd til að stækka...




Mynd

Stuttbylgjuviðtækið
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11710
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Gamall hæðarmælir fyrir flugmódel...

Póstur eftir Sverrir »

Það er greinilega búið að föndra ýmislegt í gegnum tíðina hér á landi!
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gunnarb
Póstar: 146
Skráður: 20. Maí. 2009 16:32:30

Re: Gamall hæðarmælir fyrir flugmódel...

Póstur eftir Gunnarb »

Þú ert magnaður Ágúst, djö... snilld var þetta hjá þér :-)
Passamynd
Siggi Dags
Póstar: 226
Skráður: 27. Feb. 2006 23:56:58

Re: Gamall hæðarmælir fyrir flugmódel...

Póstur eftir Siggi Dags »

JaaaÁ!
Kveðja
Siggi
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Gamall hæðarmælir fyrir flugmódel...

Póstur eftir Agust »

Það var í þessu sama flugi sem við lentum í undarlegu atviki...

Skyndilega, þegar flugvélin var ennþá mjög hátt uppi, steyptist hún nánast lóðrétt niður gjörsamlega stjórnlaus. Við áttum auðvitað von á miklu bomsaraboms þegar hún kæmi niður, en það merkilega gerðist að þegar hún átti skammt eftir ófarið rétti hún skyndilega við sér og við náðum að lenda á venjulegan hátt.

Okkur datt ekki neitt skynsamlegt í hug til að útskýra þessa hegðun, en töldum helst að hæðarmælirinn innvafinn í svampi, sem troðið var undir vængteygjurnar ofan á flugvélinni, hefði valdið svona miklum truflunum á loftstreyminu. Okur datt ekkert annað í hug í fyrstu...

...Nokkru seinna, eftir að heim var komið, vorum við að meðhöndla sendinn og sáum þá að rauða ljósið framan á sendinum átti það til að slökkna. Í ljós kom að það gerðist þegar loftnetið vísaði beint upp. Undarlegt! Skýringin fannst þó um síðir. Inni í sendinum var ekki batterípakki eins og oftast í dag, heldur átta rafhlöður sem smellt var í til þess gerða höldu. Ein fjöðrin var hálf slöpp, þannig að þegar sendinum var hallað, rann rafhlaðan fram og aftur og sambandið rofnaði!

Skyndilega rann upp fyrir okkur ljós. (Annað en þetta rauða). Þegar Cessnan var í órahæð vísaði nefið á okkur feðgunum upp, og líka loftnetið á sendinum. Þá hefur rafhlaðan runnið til og rauða ljósið slokknað og útsending rofnað. Þess vegna varð vélin stjórnlaus. Síðan steypist hún niður, neðar og neðar, en ósjálfrátt lækkar um leið risið á loftnetinu, þannig að það er orðið nánast lárétt þegar vélin á skammt eftir niður á yfirborð jarðar. Rafhlaðan nær aftur sambandi á síðustu stundu og vélin fer að láta að stjórn...

Þetta fannst okkur að hlyti að hafa verið skýringin. Rafhlöðurnar voru lóðaðar saman í pakka sam var umvafinn með einangrunabandi og tengdur með snúru á venjulegan hátt.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Gamall hæðarmælir fyrir flugmódel...

Póstur eftir Haraldur »

Það er svolítið varasamt að vera að fikta með sendibúnað. Ef ekki er vel frágengið þá getur slíkur búnaður send út á fleirri en einni rás og "driftað" milli tíðna og valdið töluverðum ursla í kringum sig.
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Gamall hæðarmælir fyrir flugmódel...

Póstur eftir Agust »

Það má kannski taka það fram varðandi kristalstýrða sendinn sem er innbyggður í hæðarmælinn að hann er á svokölluðu CB bandi eða um 7 MHz fyrir neðan 35 MHz bandið. Sendiaflið er varla mikið meira en 10 mW, eða 1/100 úr watti. Ég hef reyndar haft leyfi frá árinu 1965 til að smíða og nota senda allt upp í 1000 wött, eins og nokkrir aðrir módelflugmenn.

( http://ira.is/pages/viewpage.action?pageId=360486 http://ira.is/pages/viewpage.action?pageId=360472 )
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Gaui K
Póstar: 449
Skráður: 2. Maí. 2004 23:07:17

Re: Gamall hæðarmælir fyrir flugmódel...

Póstur eftir Gaui K »

Þetta er stórsniðugt !!

er þá ekki hægt að búa til hraða mælir? eða hreinlega stoll flaut bara :)
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Gamall hæðarmælir fyrir flugmódel...

Póstur eftir Björn G Leifsson »

"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Gamall hæðarmælir fyrir flugmódel...

Póstur eftir Agust »

Svona ZLOG keypti ég fyrir tveim árum http://www.hexpertsystems.com/zlog/
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara