EPP lím? Mini Piaget

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Eysteinn
Póstar: 523
Skráður: 10. Jan. 2009 16:40:24

Re: EPP lím? Mini Piaget

Póstur eftir Eysteinn »

Sælir,

Er að setja saman mína fyrstu EPP flugvél. Hvaða lím er best að nota við samsetningu á þessari.
Ég er með "ZAP-O Foam safe CA" virðist vera mjög lengi að taka sig og það sem ég setti saman fyrir 2 klst er ekki en þornað. Það stendur á túpunni: "Medium thick, slow cure formula."

Leiðbeningarnar segja: use some glue, stundum hot glue (sýnd mynd af límbyssu) og svo er gott að nota SOME epoxy fyrir mótor festingu.

Þegar ég gerði smá prufu með límbyssuna virtist hún bræða plastið. Ég prófaði þá að taka einn dropa úr límbyssunni, lét hann aðeins kólna og skelti svo líminu við carbon stangirnar þar sem þær eiga að festast við vænginn. Það virðist í lagi en ég er ekki alveg sáttur.

Sem sagt, hvaða lím eru best í þetta verk?

Hérna eru nokrar myndir af Mini Piaget sem ég fékk frá Hobby King.
Mynd

Mynd

Ótrúlega lítil 4ch móttakari.
Mynd

Svona verður hún í nótt, vonandi verður límið þorað á morgun.
Mynd

Kveðja,
Eysteinn.
Eysteinn Harry Sigursteinsson.

I’ve learned so much from my mistakes…
I’m thinking of making a few more.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11709
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: EPP lím? Mini Piaget

Póstur eftir Sverrir »

Þegar þú ert með Foam Safe CA þá gerast hlutirnir hægt án kickers. :/ Getur líka notað Insta-Cure+ það þornar alla veganna fyrr en Foam Safe en það er líka gott að nota kicker með því. Þetta fæst hvort tveggja í títt nefndu Handverkshúsi. EPP-nu líður væntanlega betur með low temp hitalími, veit ekki hvort það fæst hér (hlítur að vera) en TowerHobbies selur það.

Athugaðu að með Mini Piaget þá hafa menn verið að mæla með því að styrkja afturbrún hallastýranna til að fá betri svörun í hallastýrin. Mynd

Svo er reyndar eitt af þú keyptir Zap-ið á myndinni í Tómó, Ingó keypti stauk í síðustu viku og það var ónýtt. :(
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Ágúst Borgþórsson
Póstar: 943
Skráður: 3. Jún. 2007 10:52:48

Re: EPP lím? Mini Piaget

Póstur eftir Ágúst Borgþórsson »

Tengdu dimmer við límbyssuna ef hún er ekki með hitastilli, virkar ágætlega og best væri að fá kaldari stauta.
Kv.
Gústi
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: EPP lím? Mini Piaget

Póstur eftir Agust »

Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: EPP lím? Mini Piaget

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Sverrir]Þegar þú ert með Foam Safe CA þá gerast hlutirnir hægt án kickers. :/ Getur líka notað Insta-Cure+ það þornar alla veganna fyrr en Foam Safe en það er líka gott að nota kicker með því. Þetta fæst hvort tveggja í títt nefndu Handverkshúsi. EPP-nu líður væntanlega betur með low temp hitalími, veit ekki hvort það fæst hér (hlítur að vera) en TowerHobbies selur það.

Athugaðu að með Mini Piaget þá hafa menn verið að mæla með því að styrkja afturbrún hallastýranna til að fá betri svörun í hallastýrin. http://frettavefur.net/Bros/afro.gif

Svo er reyndar eitt af þú keyptir Zap-ið á myndinni í Tómó, Ingó keypti stauk í síðustu viku og það var ónýtt. :([/quote]
Passa sig á því að það myndast hiti þegar límið þornar. Ef maður notar kicker þa verður þessi hitamyndun meiri og ef maður hefur notað eitthvað magn af lími á líinn flöt þá getur það brætt frauðið.
Það er hægt að búa til eigin kicker með því að leysa upp matarsóda í vatni og setja á úðabrúsa. Virkar ekki eins skarpt og dýri kickerinn og lyktin ekki vond.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Eysteinn
Póstar: 523
Skráður: 10. Jan. 2009 16:40:24

Re: EPP lím? Mini Piaget

Póstur eftir Eysteinn »

Sælir aftur,

Límið hefur ekki enn tekið sig, greinilega er þetta ekki rétta límið. Er að fara í jólapakka leiðangur með frúnni. Nú veit ég að minnstakosti um tvær ofan greindar búðir sem við hjónin getum farið í og leitað jólagjöfum og kannski eitthvað annað nauðsýnlegt verði verslað þar í leiðinni ;)

Kveðja,
Eysteinn.
Eysteinn Harry Sigursteinsson.

I’ve learned so much from my mistakes…
I’m thinking of making a few more.
Passamynd
maggikri
Póstar: 6100
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: EPP lím? Mini Piaget

Póstur eftir maggikri »

Eysteinn! Ég er með hitalím sem er spec fyrir EPP og sér límbyssa, sem ég keypti í Towerhobbies, en hún er fyrir 110v straum. http://www3.towerhobbies.com/cgi-bin/wt ... XKT89&P=ML
og límið sjálft http://www3.towerhobbies.com/cgi-bin/wt ... 90&P=MLHún er með minni hita en aðrar límbyssur. Ég á líka flotta límbyssu frá Dremel sem er með hitastilli, en það virkar ekki á þetta lím. Hitalím er ekki gott á þessar innivélar allavega ekki á Depron´(spurning með EPP), alltof þungt.
kv
MK
Passamynd
Eysteinn
Póstar: 523
Skráður: 10. Jan. 2009 16:40:24

Re: EPP lím? Mini Piaget

Póstur eftir Eysteinn »

Þá er hún tilbúin og búið að taka smá "hover" æfingu í skúrnum.
Varðandi lím, þá notaði ég Insta Cure+ og UHU Por. Það síðar nefnda var mjög gott.

Kveðja,
Eysteinn.
Eysteinn Harry Sigursteinsson.

I’ve learned so much from my mistakes…
I’m thinking of making a few more.
Passamynd
Jónas J
Póstar: 528
Skráður: 21. Júl. 2009 16:57:14

Re: EPP lím? Mini Piaget

Póstur eftir Jónas J »

Ég sé að tölvukvikindið er komið í lag hjá þér !!!! ;)
Þarf að fara að renna við í skúrinn hjá þér.


Kveðja Jónas J
Í pásu :)

Kveðja Jónas J
Svara