Er að setja saman mína fyrstu EPP flugvél. Hvaða lím er best að nota við samsetningu á þessari.
Ég er með "ZAP-O Foam safe CA" virðist vera mjög lengi að taka sig og það sem ég setti saman fyrir 2 klst er ekki en þornað. Það stendur á túpunni: "Medium thick, slow cure formula."
Leiðbeningarnar segja: use some glue, stundum hot glue (sýnd mynd af límbyssu) og svo er gott að nota SOME epoxy fyrir mótor festingu.
Þegar ég gerði smá prufu með límbyssuna virtist hún bræða plastið. Ég prófaði þá að taka einn dropa úr límbyssunni, lét hann aðeins kólna og skelti svo líminu við carbon stangirnar þar sem þær eiga að festast við vænginn. Það virðist í lagi en ég er ekki alveg sáttur.
Sem sagt, hvaða lím eru best í þetta verk?
Hérna eru nokrar myndir af Mini Piaget sem ég fékk frá Hobby King.


Ótrúlega lítil 4ch móttakari.

Svona verður hún í nótt, vonandi verður límið þorað á morgun.

Kveðja,
Eysteinn.