CARF Eurosport

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: CARF Eurosport

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Framhaldsspuning... er ekki hugsunin með bremsum í svona þotum fyrst og fremst öryggi við ræsingu og akstur á og af braut, síður til að stöðva í lendingu?
Er ekki rétt skilið hjá mér að amríkanarnir setji bremsur sem kröfu einmitt af ofangreindum ástæðum?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: CARF Eurosport

Póstur eftir Sverrir »

Það eru öfgar í Ameríku í þessu eins og öðru. Þar þarf þotan að vera með bremsur og hún má ekki fljúga hraðar en 200 mph þó önnur flugmódel megi það. Megnið af reglunum í kringum þoturnar í Ameríku voru settar af aðilum með litla þekkingu á málefninu.

Lítil þörf á þessu við ræsingu, þotumótorar rjúka ekki í gang eins og bensínmótorar og yfirleitt stendur flugmaðurinn(og jafnvel aðstoðarmaður á slökkvitæki) við það í gangsetningu til að fylgjast með ferlinu.

Í akstri myndi ég frekar vilja fá þotu á lappirnar á mér heldur en flugmódel með spaða framan á!

Á Vipernum þá notaði ég þær fyrst og fremst til að halda módelinu fyrir flugtak þegar ég keyrði mótorinn upp, notaði þær sáralítið í akstri nema þá helst til að stöðva vélina í lokin og hefði alveg getað sleppt því með því að nota bensíngjöfina öðruvísi.

En með vélum sem þurfa að lenda á tiltölulega stuttum völlum, sérstaklega malbikuðum, þá getur verið full ástæða til að nota bremsurnar í lendingu.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Palmi
Póstar: 63
Skráður: 19. Nóv. 2010 17:24:24

Re: CARF Eurosport

Póstur eftir Palmi »

Þetta er nátturulega bara snilld! Í Realflight sim eru bremsur yfirleitt mixaðar við down elevator, er það ekki?
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: CARF Eurosport

Póstur eftir Sverrir »

Jú það er ein leið, ég hef líka notað sliderinn á hliðinni á fjarstýringunni, þá er líka hægt að nota hann eins og handbremsu, fara með hann alla leið í botn en vera með pinnana frjálsa. Misjafnt hvað menn nota, sumir nota aðra hvora aðferðina, aðrir nota þær saman.

Boomerang XL er með bremsurnar á hæðarstýrinu og Viper Jet var uppsett með þær eingöngu á slidernum.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: CARF Eurosport

Póstur eftir Messarinn »

Það er snilld að vera með bremsur til að stoppa módelið á bruni eftir malbiki, oft vantað svoleiðs á Melonum þegar það er logn. Er ekki hægt að útfæra eitthvað svona.. einhver

Mynd
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: CARF Eurosport

Póstur eftir Sverrir »

Þú gætir líka skorið bensínslöngu þunnt og smeygt henni á milli felgunnar og wheel collar og fengið þannig smá viðnám, munar ótrúlega miklu um það á malbikinu þó lítið sé.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: CARF Eurosport

Póstur eftir Sverrir »

Flottur marglaga finnskur krossviður sem er notaður í vélina og fylgir í smíðina.
Mynd

Þrátt fyrir að hafa tekið mælinguna eftir bókinni þá hefði gatið fyrir vængboltann mátt vera ca. hálfum cm utar.
Mynd

6mm bolti heldur vængnum svo á.
Mynd

Aðalhjólastellið á sínum stað.
Mynd

Og nefhjólið.
Mynd

Eitthvað hafa þeir verið sparsamir á límið á vængendunum.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: CARF Eurosport

Póstur eftir Sverrir »

Missti borinn örlítið of langt en sem betur fer ekki of langt, næst verður settur stoppari á borinn þegar svona aðgerð verður framkvæmd.
Mynd

Götin voru svo stækkuð fyrir gaddarærnar og smá Hysol sér um að halda þeim á sínum stað og loka óvæntu borskemmdunum.
Mynd

Voila, eitt hjólastell komið á sinn stað.
Mynd

Ég er loksins búinn að uppgötva góð not fyrir glóðareldsneyti!!! :D
Mynd

:P
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: CARF Eurosport

Póstur eftir Sverrir »

Smá Hysol og límband reddar málunum.
Mynd

Svo þarf að koma servóunum fyrir í vængjunum.
Mynd

CompArf lætur allt fylgja til að smíða þessar servófestingar.
Mynd

Hysol kemur enn og aftur við sögu.
Mynd

Servó komið í lúguna og lúgan í vænginn.
Mynd

Þá er bara að merkja fyrir hornunum í hallahæðarstýrið og taka svo úr þeim.
Mynd

Svo er bara að bíða eftir að límið þorni og merkja inn stöðuna á horninu.
Mynd

Hér sést skapalónið og búið að merkja inn staðsetninguna á horninu, svo er bara að endurtaka skrefin hér að ofan fyrir seinni vænginn.
Mynd

En hvað er svo á bak við þessa lúgu?
Mynd

EKKERT, ALLS EKKERT!
Mynd

Skellum nokkrum skrúfum í götin og hættum að hafa áhyggjur af henni.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: CARF Eurosport

Póstur eftir Sverrir »

Ég hef nefnt það áður en þegar maður vill styrkja stjórnteina þá er fljótlegt og þægilegt að sníða til carbon rör og líma á milli tengjanna. Það eykur styrkinn í stjórnteininum með lítilli þyngdaraukningu. Svo skellir maður herpihólk yfir herlegheitin til að gera þau snyrtilegri.
Mynd

Þá eru vængirnir nánast klárir, aðeins á eftir að tengja servóvíra og loftslöngur yfir í skrokkinn.
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Svara