Hmmm... Nei Gunni Binni. Þéttir mundi aldrei geta gefið meiri straum. Raðtengd viðnám eða stilliviðnám mundu bara valda því að startarinn fengi ekki fullan kraft og myndi eiga erfitt með að snúa af stað því sem maður vill starta.
Variac sem Haraldur nefnir er riðstraumstæki (stillanlegur straumbreytir) svo það á ekki við hér, ekki reyna það einu sinni. "
Mjúkstartari" er græja sem til er fyrir riðstraumsmótora. Við erum að tala hér um jafnstraumsmótora.
Það sem ég var að hugsa mér er að ef maður hliðtengir sæmilega stóran þétti milli pólanna á jafnstraumsmótor þá fer fyrst straumur í að hlaða þéttinn þegar strauminum er hleypt á. Mótorinn fær því ekki strax fullan straum og fer þá hægar í gang. Maður þyrfti að raðtengja viðnám við þéttinn til að hægja á hleðslu hans svo það taki lengri tíma.
Þegar þéttirinn svo er full hlaðinn fer allur straumurin í staðinn í að drífa mótorinn. Í lokin, þegar maður rýfur strauminn þá afhleður þéttirinn sig gegnum mótorinn og hann stöðvast ekki jafn snögglega. Mest spurning hvort þetta dugi til að gefa nægilega mjúkt start.
(Ef maður hinsvegar hliðtengdi þétti við riðstraumsmótor þá færi það í vitleysu því þéttirinn mundi hleypa í gegnum sig riðstraumnum og raunverulega skammhleypa honum en það er önnur saga)
Nú er ég ekki viss um að þessi þéttishugmynd mundi nægja til að mýkja startið eins mikið og Ingþór þarf.
Það væri auðvitað hægt að ná mjög góðu mjúkstarti með einhvers konar flóknari mótorstýringu.
Þetta er langbest að gera með því að hleypa straumi á motorinn í púlsum sem gefa fullan straum hver um sig. Þá fær mótorinn fullan kraft í hvert sinn en svo hlé á milli. Bjó reyndar til svona mótorstýringu þegar ég var unglingur en hún var til að stýra hraða á jafnstraumsmótor án þess að missa kraft eins og stilliviðnám gera.
Í þessu tilviki með startarann hans Ingþórs mundi maður láta púlsana víkka sjálfkrafa, stig af stigi (Pulse Width Modulation) yfir nokkrar sekúndur þar til straumurinn verður samfelldur til mótorsins og hann fær þá fullan kraft.
Ætli það sé ekki hreinlega hægt að finna tilbúnar svona græjur til að tnegja við startarann. Kannski hægt að finna á E-bay?? Þar er víst allt til þar, líka það sem ekki fæst.
Það væri samt tiltölulega auðvelt að nota Arduino smátölvu, PIC eða bara 555 smárás til að gefa vaxandi pwm púlsa sem stýrðu kraftinum til mótorsins á þennan hátt gegnum stóran FET.
Þið sjáið að ég er nýlega búin að lesa heilmikið í rafmagnsfræði og ligg þessa stundina hér í Svíþjóð og hef ekkert að gera svo blaðurgleðin er óstjórnleg
