"Mjúkstart" á startara

Eru ekki allir í stuði!?
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: "Mjúkstart" á startara

Póstur eftir Ingþór »

Þið rafmagnssnillingar:
Er eitthvað hægt að gera til að mýkja startið á startara. Ég er með gíraðan startara með hexskafti (beint á mótor) og hann tekur svo rosalega í þegar hann byrjar að hann skemmir einstefnuleguna í kúplingunni.

Ég var að spékúlera :) : er hægt að hengja einhverja þétta eða hvað þetta nú heitir allt á snúruna milli batterís og startara sem hægja draga svolítið í sig voltin þegar maður kveikir, þeas: ég er með 12v batterí tengt við hann en vil að hann fari rólega (1-3 sek) úr 0v í 12v þegar ég kveiki.

Bara svona pæling ef einhver lumar á svari.
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: "Mjúkstart" á startara

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ætti að vera hægt að minnka "höggið" með stórum þétti en þarf að ganga rétt frá þessu með fleiri íhlutum m.a. svo maður slasi sig ekki á hleðslunni i þéttinum. Best kannski að fá Ágúst stórgrúskara í málið? Hans sérfag held ég. Ég á nokkra gamla þéttahlunka sem mætti prófa.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Gunni Binni
Póstar: 597
Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17

Re: "Mjúkstart" á startara

Póstur eftir Gunni Binni »

[quote=Björn G Leifsson]Ætti að vera hægt að minnka "höggið" með stórum þétti en þarf að ganga rétt frá þessu með fleiri íhlutum m.a. svo maður slasi sig ekki á hleðslunni i þéttinum. Best kannski að fá Ágúst stórgrúskara í málið? Hans sérfag held ég. Ég á nokkra gamla þéttahlunka sem mætti prófa.[/quote]
Björn Geir!
Myndi ekki stór þéttir auka höggið með því að mata meiri straum en batteríið getur gefið?
Er það ekki frekar aukið viðnám, eða lægri spenna , eða lélegra batterí með lægri c-tölu sem gerði það að verkum að minni straumur flæði?
Ágúst?
kveðja
Gunni Binni
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: "Mjúkstart" á startara

Póstur eftir Haraldur »

Mig grunar að ekki sé hægt að keyra þennan startara með mjúkstarti. Hann er annað hvort á eða ekki.
En það er reynandi að setja helmingi lægri spennu fyrst t.d. 6v (gefið að hann sé 12v) og sjá hvort að hann snúist hægar. En mig grunar að hann rjúki samt af stað þó svo að snúist hægar.
Ef þú kemst í Variac (risastórt stilli viðnám) þá er hægt að prófa þetta og sjá hvernig hann bregst við.
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: "Mjúkstart" á startara

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Hmmm... Nei Gunni Binni. Þéttir mundi aldrei geta gefið meiri straum. Raðtengd viðnám eða stilliviðnám mundu bara valda því að startarinn fengi ekki fullan kraft og myndi eiga erfitt með að snúa af stað því sem maður vill starta.

Variac sem Haraldur nefnir er riðstraumstæki (stillanlegur straumbreytir) svo það á ekki við hér, ekki reyna það einu sinni. "Mjúkstartari" er græja sem til er fyrir riðstraumsmótora. Við erum að tala hér um jafnstraumsmótora.


Það sem ég var að hugsa mér er að ef maður hliðtengir sæmilega stóran þétti milli pólanna á jafnstraumsmótor þá fer fyrst straumur í að hlaða þéttinn þegar strauminum er hleypt á. Mótorinn fær því ekki strax fullan straum og fer þá hægar í gang. Maður þyrfti að raðtengja viðnám við þéttinn til að hægja á hleðslu hans svo það taki lengri tíma.
Þegar þéttirinn svo er full hlaðinn fer allur straumurin í staðinn í að drífa mótorinn. Í lokin, þegar maður rýfur strauminn þá afhleður þéttirinn sig gegnum mótorinn og hann stöðvast ekki jafn snögglega. Mest spurning hvort þetta dugi til að gefa nægilega mjúkt start.

(Ef maður hinsvegar hliðtengdi þétti við riðstraumsmótor þá færi það í vitleysu því þéttirinn mundi hleypa í gegnum sig riðstraumnum og raunverulega skammhleypa honum en það er önnur saga)

Nú er ég ekki viss um að þessi þéttishugmynd mundi nægja til að mýkja startið eins mikið og Ingþór þarf.
Það væri auðvitað hægt að ná mjög góðu mjúkstarti með einhvers konar flóknari mótorstýringu.
Þetta er langbest að gera með því að hleypa straumi á motorinn í púlsum sem gefa fullan straum hver um sig. Þá fær mótorinn fullan kraft í hvert sinn en svo hlé á milli. Bjó reyndar til svona mótorstýringu þegar ég var unglingur en hún var til að stýra hraða á jafnstraumsmótor án þess að missa kraft eins og stilliviðnám gera.

Í þessu tilviki með startarann hans Ingþórs mundi maður láta púlsana víkka sjálfkrafa, stig af stigi (Pulse Width Modulation) yfir nokkrar sekúndur þar til straumurinn verður samfelldur til mótorsins og hann fær þá fullan kraft.
Ætli það sé ekki hreinlega hægt að finna tilbúnar svona græjur til að tnegja við startarann. Kannski hægt að finna á E-bay?? Þar er víst allt til þar, líka það sem ekki fæst.

Það væri samt tiltölulega auðvelt að nota Arduino smátölvu, PIC eða bara 555 smárás til að gefa vaxandi pwm púlsa sem stýrðu kraftinum til mótorsins á þennan hátt gegnum stóran FET.

Þið sjáið að ég er nýlega búin að lesa heilmikið í rafmagnsfræði og ligg þessa stundina hér í Svíþjóð og hef ekkert að gera svo blaðurgleðin er óstjórnleg :)
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: "Mjúkstart" á startara

Póstur eftir Agust »

Það sem menn hafa gert er að setja viðnám í seríu við annan pólinn. Þetta viðnám má ekki vera mörg ohm, kannski minna en eitt ohm. Það getur verið erfitt að finna þannig viðnám, en það mætti prófa að búa það til með því einfaldlega að nota sæmilega langa, ekki of svera vírhönk fyrir viðnám. Síðan er hægt að láta rofa brúa yfir viðnámið (vírhönkina) þegar mótorinn er kominn í gang til að ná upp meira torki. Svona einfaldan "mjúkræsi" hef ég séð við stóran mótor og þar var einmitt vírhönk notuð í stað viðnáms, og tímaliði tengdi yfir "viðnámið" um sekúndu eftir að spennan var sett á mótorinn.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Tóti
Póstar: 85
Skráður: 6. Mar. 2006 17:31:02

Re: "Mjúkstart" á startara

Póstur eftir Tóti »

Ingþór ég held að þú hafir ekki tíma til að fljúga í sumar :D Sé fyrir mér að sumarið fari í að raða saman þéttum, raðtengdum viðnámum, stilliviðnámum, stillanlegur straumbreytum, hliðtengdum þéttum, mótorstýringum og vírhönkum og skammhleypa svo öllu draslinu og byrja upp á nýtt hehe
Þórður K. Einarsson
Raptor 50 - Goblin 800 myndatökuþyrla
www.helifilms.is
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: "Mjúkstart" á startara

Póstur eftir Agust »

Ég fann þessa mynd á netinu, en þarna er mjúkræsir fátæka mannsins.

Viðnámið er hér 3,5 ohm takmarkar strauminn inn á mótorinn og minnkar snúningsvægið eða torkið.

Annað á myndinni er til að brúa yfir viðnámið eftir stutta stund. Maðurinn hefur þarna búið til einfaldan tímaliða sem brúar yfir 3,5 ohm viðnámið eftir örstutta stund. Hann notar til þess liða (relay, reyndar teiknað sem viðnám, ekki spóla).

Yfir liðann er stór þéttir (2500 uf) og 200 ohm viðnám í seríu við liðaspóluna. Þéttirinn og viðnámið gera það að verkum að liðinn dregur ekki strax eftir að spennan er sett á, heldur örlitlu seinna.

Hér er viðnámið inn á mótorinn 3,5 ohm. Fyrir startara er þetta væntanlega í hærri kantinum. Um 1 ohm kannski nær lagi (þess vegna minntirt ég á að nota vírhönk)?

Nú, kannski nægir bara að minnka torkið með því að nota bara viðnám (vírhönk), og sleppa tímaliðanum? Prófa!




Mynd
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: "Mjúkstart" á startara

Póstur eftir Björn G Leifsson »

"Why think, when you can do the experiment" sagði einhver snillingurinn.

Þetta sem Ágúst lýsir ætti að vera mjög auðvelt að prófa. Ég á held ég allt í þetta svo hver veit nema maður prófi þegar maður loksins kemst heim í frí.
Í staðinn fyrir vírhönkina væri hægt að stinga inn púls-rás eins og þessari sem þolir allt að 37A:
Mynd

http://www.dprg.org/tutorials/2005-11a/index.html

Mönnum sýnist þetta kannski flókið en þetta er frekar einfalt í smíðum.
Það sem hún gerir er að gefa fullan kraft inn á mótorinn í púlsum og hann fær því í raun fullt tork en hægari snúning. Virhönk eða viðnám stelur hins vegar afli og þar með torki.

Púls-hraðastýring er í nútíma skrúfvélum til dæmis. Maður heyrir oft pípið í púlsunum þegar maður ýtir hægt á gikkinn.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: "Mjúkstart" á startara

Póstur eftir Ingþór »

Takk fyrir góð og fróðleg svör...

væri möguleg hægt að taka takka úr skrúfborvél og setja í staðinn fyrir startara takkann?
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Svara