[quote=Gaui][quote=Björn G Leifsson]Við sem höfum prófað mælum eindregið með tóbaksstoppi. Sjálfur laus við þennan viðbjóð síðan 1985. Ekki eins erfitt og maður heldur og eitthvað besta sem maður gerir fyirir sjálfan sig.[/quote]
Einn góður (??) læknir sagði mér einu sinni að ég ætti að hætta að reykja (var í 3 pökkum á dag!) og hætta að drekka kaffi. Ég sagði honum að ég gæti hætt að drekka kaffi en ég lofaði engu um reykingarnar.
Ég er löngu hættur að reykja, en fæ kaldan svita og kvíðaköst ef ég sé ekki fram á næsta kaffibolla

[/quote]
Sammála þessu, reykingarnar eru ekkert mál þannig séð, en kaffið.....komið til að vera.
Annars er hægt að hafa gaman af þessu.
Fyrsta skiptið sem ég fór út að reykja eftir slysið, sá ég að í "glerbúrinu" var fullt af fallegu hjúkrunarfólki. Ég stóðst ekki mátið fór til þeirra, sagði þeim að ég ætlaði að skreppa út að reykja, en virtist sem ég hefði klárað allar eldspíturnar, hvort þær ættu eld?
Viðbrögðin verða lengi í mynnum höfð.