Ekki vantaði þó flugvélar í loftið þar sem Steve Holland flaug vélunum sínum yfir allan daginn. Gaman var að sjá til Steve og ótrúlegt hvernig vélarnar léku sér í loftinu hjá honum. Ekki létu innlendir módelmenn þó slá sig út af laginu og nokkrir fóru á flug.
Yfir daginn var boðið upp á veitingar í Hyrnunni sem viðstaddir gerðu góð skil. Þar var einnig kassagrams svo allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi. Um kvöldið var svo grillað og skemmtu menn sér vel fram eftir kvöldi.

Lýsir laugardeginum vel, allir í skjóli og niðurbundnir.