AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Tómas E
Póstar: 69
Skráður: 26. Júl. 2011 01:26:31

Re: AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Póstur eftir Tómas E »

Ég skil nú ekki tilganginn í sjónlínureglunni. Það væri ólíklegt að maður myndi valda skaða ef vélin hrapar nokkra km í burtu yfir sjó eða hrauni.. Ætti ekki frekar að hvetja fólk að fljúga langt til að forðast byggðir og annað fólk? :)
Passamynd
Gauinn
Póstar: 603
Skráður: 29. Maí. 2012 23:24:07

Re: AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Póstur eftir Gauinn »

[quote=Agust]þegar ég var við nám og nýútskrifaður notaði ég mikið ísl-ensku í hugtökum í tækni og stærðfræði. Við töluðum mikið bullmál þá. Það gerðu reyndar ekki síður þeir sem stóðu í flugrekstri og er mér minnisstætt þegar ég heyrði starfsfólk í fluginu tala um "innfanta" meðal farþega, en þá var einfaldlega verið að ræða um blessuð börnin. Invalídar heyrðist líka, og kannski fleiri orðskrípi. Er ekk enn talað á ísl-ensku um krúið?

Smám saman hefur þróunin orðið sú að menn eru farnir að vanda mál sitt. Fjölmargar orðanefndir hafa starfað og verið afkastamiklar. Sem dæmi get ég nefnt orðanefnd rafmagnsverkfræðinga sem hefur starfað í 71 ár, komið með 17.000 nýyrði og gefið út 17 bækur. Mörg þessara orða eru okkur töm, svo sem orðið skjár em allir skilja. Þetta er gamalt og gott orð yfir glugga sem hefur fengið nýja merkingu. Fleiri orð eru ættuð frá orðanefndinni svo sem segulsvið, raflögn, spennistöð, rofi og tengill, loftnet, myndband og hljóðband.

Í mínu starfsumhverfi leitast menn við að nota íslensk hugtök. Stundum setur maður enska orðið í sviga fyrir aftan, ef maður er ekki viss um að lesandinn skilji íslenskuna vel. "Stjórnkerfið er með tveim umfremdar tengdum (redundant) iðntölvum og er leitast við að hafa kerfið með bilanatraustum (fail-safe) kerfislausnum..."

Einhvern vegin finnst mér að þeir sem tala mikið bullmál hafi ekki tæknina eins vel á valdi sínu og þeir sem hafa skilning á að nota þau íslensku orð sem til eru. Um þetta gildir kannski svipað og haft er eftir Einstein: "If you can't explain it simply, you don't understand it well enough."

Ég mæli því eindregið með því að við temjum okkur að nota góða íslensku í öllu rituðu máli sem fer frá okkur.

(Um orðanefnd RVFÍ http://www.vfi.is/utgafa/ordanefnd-rvfi/)[/quote]
Þarna er ég hjartanlega sammála, kannast við þetta úr mínu fagi (bifvélavirkjun), mestu orðhákarin úr hópi áhugamanna um bíla, hafa svoleiðis valtað yfir mann, með málfarinu, þannig að maður man varla nafnið sitt.
Svo spyr maður nánar út í hlutina, þá vantar einhvern veginn allt.
Langar að vita miklu meira!
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Tómas E]Ég skil nú ekki tilganginn í sjónlínureglunni. Það væri ólíklegt að maður myndi valda skaða ef vélin hrapar nokkra km í burtu yfir sjó eða hrauni.. Ætti ekki frekar að hvetja fólk að fljúga langt til að forðast byggðir og annað fólk? :)[/quote]

Það virðist nú svo skrýtið að þó VLOS reglan sé ekki beinlínis lögboðin þá er hún það óbeint ef svo má segja.
AMA velur að hafa þett ákvæði inni vegna þess að annars gæti sjónlínuflug orðið að alvöru lagakröfu.

Þeir skýra þetta í Q/A #2:

[quote]2. Why has AMA chosen to limit FPV flying to VLOS when it is not currently required in the law?
Section 4-a of AMA document 550 and 560 states that one of the requirements in Federal Law (Public Law 112-95 Sec 336 (c) (2) February 14, 2012) for model aircraft to be excluded from FAA regulations is that model aircraft be flown within VLOS of the operator.
The AMA has chosen the exclusionary path to protect and advocate for the interest of its members rather than be subject to potentially onerous governmental regulations.[/quote]

Sem sagt, Allt ómannað flug er í raun bannað í BNA án sérstaks leyfis en módelflug er með undanþágu og eitt af skilyrðum þeirrar undanþágu er að það sé stundað "innan sjónlínu". Það geta AMA ekki sagt neitt annað um.

Stóra spurningin er hvernig módelsamfélagið hér á landi ætti að fara með þessi mál. Hér er í raun ekki til nein reglugerð sem tekur á þessu en við fáum hana í hausinn fyrr eða seinna. Ef við ekki sjálfir setjum stefnuna þá gera aðrir það fyrir okkur. Viljum við það.

Ég er sámmála Tómasi að sjónlínureglan er ekki sérlega raunhæf en er ekki skynsamlegt að setja einhvers konar ramma utanum það?
Eða eins og einn sjónvarpsflugmaður sagði á RCGroups:

[quote]The AMA knows what a experienced pilot CAN do with a FPV plane. They had plenty of people do demos for them.

Once again it's the guy that buys a El-Cheepo special, doesn't know how to balance a plane, and decides their going to go fly 30 miles... THAT'S who they are concerned about.[/quote]
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=INE]Er það hérna sem maður pantar 16" með pepperoni, sveppum og lauk?[/quote]

http://tacocopter.com
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Valgeir
Póstar: 185
Skráður: 11. Maí. 2009 19:21:06

Re: AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Póstur eftir Valgeir »

Ég kem hérna sem alger utanaðkomandi í engum klúbb eða annari skipulagri starfsemi, ég hef verið að fljúa í einhvern tíma á einkalandareign (eins og fleiri hér skilst mér) langt frá öllu sem gæti kallast þéttbýli og aldrei með stærra en það sem gæti flokkast parkflyer, ég hef hef haft mikin áhuga á fpv í nokkur ár en ekki haft mig í það meðal annars af þeirri umræðu sem hefur verið í gangi hér af og til og langar mig ekkert að vera leiðinlegi gaurinn sem lendir í slysi og gerir allt brjálað. ég hef engin áform eins og er um að fara í einhvern klúbb aðalega vegna þess að ég hef ekki nógu mikinn tíma til að það borg sig, (melarnir eru líka svo ands lankt í burtu) en mig langar samt að stunda fpv. húsið mitt er staðsett um 6 km í beinni línu frá flugturninum og mér skilst að úti sé bannað að fljúa innan 5km ef ég man rétt, samt er manni ekki alveg sama þegar fokkerarnir koma í að manni finst allt of lágt niður heiðina, það er þó ekki nema í sérstökum tilfellum oftast í miklum vindi þegar að maður gæti hvort sem er ekkert verið að fljúa en er samt einhver ástæða til að fara lengra í burtu til að trufla ekki flugumferð? Ég hef reindar ekkert vit á hvernig þessu flugi er stjórnað þannig að fróðari menn gætu kanski frætt mig um það og hvaða skoðanir þið hafið.
"I'm in love whit my bed, we're perfect for eachother,
but my alarm clock just doesn't seem to want us together.
Jealous whore."
Adam Sandler
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Valgeir.

Mér finnst engin ástæða fyrir þig að vera hræddur við að stunda FPV flug. Maður heyrir á þér að áhuginn er mikill og skynsemi hefur þú greinilega til að bera svo ef þú vandar þig og ferð skipulega í hlutina, kynnir þér tæknina og hvað er gáfulegt að gera og hvað ekki, þá ættirðu að geta stundað þetta með eins góðu öryggi og hægt er.

Ég hef valdið úlfaþyt og fýluviðbrögðum hérna með því að segja mína meiningu á lágflugi yfir þéttbýli, fólki og umferð.
Með því vildi ég fá menn til að hugsa, ekki hætta! Siður en svo.

Þú getur hæglega kynnt þér hvernig aðfluginu er háttað þarna yfir þinni sveit (það ræðst væntanlega eitthvað af vindátt?) og áttað þig á hvar og hvernig minnst hætta er á að lenda í of mikillli nálægð við það. Kannski þarftu bara að hugsa um í hvaða áttir þú ferð og hæð. Þú getur vandað þig við val og uppsetningu á græjunum og verið með gott "mælaborð" þeas OSD sem hjálpar þér að halda stefnu, hæð og finna leiðina heim.
Ef þú tekur skrefin rólega, lærir af reynslunni og hugsar vel um hvað þú ert að gera þá gætir þú (eins og AMA bendir á) verið mun öruggari módelflugmaður en margir gömlu fauskarnir.

Það kemur svo sannarlega fyrir að stóru kraftmiklu fjarstýrðu flugvélarnar missa stjórn og fljúga eitthvað út í buskann. Slík vél er í raun mun hættulegri en létt, vel búin sjónvarpsflugvél.

Ég mæli sko eindregið með því að þú heimsækir FMFA-gaurana og ræðir við þá um hlutina. Þó ekki sé nema vegna þess að þeir eru flestir skemmtilega galnir og þangað er mikinn fróðleik að sækja.
Það er miklu skemmtilegra að vera með öðrum dellufélögum þó maður hafi kannski ekki mikinn tíma alltaf.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Póstur eftir Agust »

Ég hef áður minnst á að ég sé hugsi vegna þyngdartakmarkananna hjá AMA og etv. fleirum sem eru 15 pund eða 7kg. Það finnst mér heldur mikið og fráhrindandi )-:

Ef menn eru að fjúga þannig grip með FPV, þá hljóta að gilda aðrar og strangari reglur en þegar menn fljúga Bixler.

Bixlerinn (eða samsvarandi vél) hefur alla eiginleika sem góð PFV þarf helst að hafa:

- Létt og tiltölulega mjúk. Ekki mikil hætta á að vélin valdi skaða.

- Spaðinn að aftan og ofan veldur síður meiðslum ef vélin lendir á einhverjum. Auðvelt að koma fyrir myndavélagræjum. Auðvelt að lenda nánast hvar sem er.

- Hefur góðan eiginstöðugleika og því líkur á því að hún svífi mjúklega til jarðar ef sambandið við vélina rofnar.


Sem sagt, etv. mætti vera með tvenns konar reglur/leiðbeiningar. Til dæmis einfaldar reglur fyrir "Bixler" flokkinn og mun strangari fyrir þungaviktarflokkinn.

Er eitthvað vit í slíku?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Tómas E
Póstar: 69
Skráður: 26. Júl. 2011 01:26:31

Re: AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Póstur eftir Tómas E »

[quote=Agust]Ég hef áður minnst á að ég sé hugsi vegna þyngdartakmarkananna hjá AMA og etv. fleirum sem eru 15 pund eða 7kg. Það finnst mér heldur mikið og fráhrindandi )-:

Ef menn eru að fjúga þannig grip með FPV, þá hljóta að gilda aðrar og strangari reglur en þegar menn fljúga Bixler.

Bixlerinn (eða samsvarandi vél) hefur alla eiginleika sem góð PFV þarf helst að hafa:

- Létt og tiltölulega mjúk. Ekki mikil hætta á að vélin valdi skaða.

- Spaðinn að aftan og ofan veldur síður meiðslum ef vélin lendir á einhverjum. Auðvelt að koma fyrir myndavélagræjum. Auðvelt að lenda nánast hvar sem er.

- Hefur góðan eiginstöðugleika og því líkur á því að hún svífi mjúklega til jarðar ef sambandið við vélina rofnar.


Sem sagt, etv. mætti vera með tvenns konar reglur/leiðbeiningar. Til dæmis einfaldar reglur fyrir "Bixler" flokkinn og mun strangari fyrir þungaviktarflokkinn.

Er eitthvað vit í slíku?[/quote]


Það væri alls ekki vitlaust, svo hafa margir hafa líka verið að fljúga fpv á örlitlum innivélum með 1 gramma myndavélum, það væri frekar fáránlegt ef einhver þyrfti að fara eftir rosalega ströngum reglum með þannig vél.

Hægt væri að hafa 3 flokka eins og 0 - 500g, 500-3kg og svo 3-7kg eða eitthvað álíka.
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Póstur eftir einarak »

[quote=Agust]Ég hef áður minnst á að ég sé hugsi vegna þyngdartakmarkananna hjá AMA og etv. fleirum sem eru 15 pund eða 7kg. Það finnst mér heldur mikið og fráhrindandi )-:[/quote]

Finnst þér það of þröng skylirði og fráhrindandi? Nýmóðins 50cc vélar eru 7-8kg þannig að 7kg ætti nú að duga flestum fyrir góða fpv vél
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Póstur eftir Agust »

[quote=einarak][quote=Agust]Ég hef áður minnst á að ég sé hugsi vegna þyngdartakmarkananna hjá AMA og etv. fleirum sem eru 15 pund eða 7kg. Það finnst mér heldur mikið og fráhrindandi )-:[/quote]

Finnst þér það of þröng skylirði og fráhrindandi? Nýmóðins 50cc vélar eru 7-8kg þannig að 7kg ætti nú að duga flestum fyrir góða fpv vél[/quote]


Mér finnst 7kg með 50cc mótor allt of mikið fyrir FPV flug og sé kki tilganginn með því. Of hættulegt. Annað mál þegar menn eru að fljúga slíku innan flugvallarsvæðisins.





.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara