AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Benedikt Þ. Gröndal, FMS]

...
Staðan í dag er því þannig að það þarf alltaf sérstakt leyfi FMS til flugs flugmódela sem eru þyngri en 5 kg, og skulul slíkar fyrirspurnir sendar til FMS á netfangið fly@caa.is.
Það verður svo metið í hverju sinni hvers konar leyfi verða gefin út, en hugsnalega má gefa út leyfi til langs tíma sem giltu til flugs á takmörkuðum svæðum eða skammtímaleyfi.

...

[/quote]

Mér lá við að hrópa: "Hamingjan hjálpi okkur!"

Ég held að við verðum að taka okkur til og skoða þetta. Greinilegt að FMS veit ekki "ra--g-t" um flugmódelflug í dag.

Hættan er að þeir fari að þykjast vita eitthvað og fara að framfylgja því sem þeir halda að eigi að framfylgja.

Sumir álíta væntanlega að það sé best að halda bara kjafti og vera ekki að rugga bátnum. Láta FMS halda áfram að halda það sem þeir halda??

Ég er ekki viss um það. Þróunin víðast hvar er að flugmálayfirvöld hafa farið að taka eftir þessu og setja reglur hægri-vinstri. Í ameríku eru málin í höndum AMA sem virðist vera að bjarga málunum sæmilega fyrir flugmódeláhugamálið (FPV og annað) með mikilli vinnu og útsjónarsemi sem auðvitað fellur í misjafnan jarðveg en þeir hugsa um heildina.
Spurning hvort okkar hugmynd að íslensku AMA verið ekki að komast á koppinn sem fyrst.

Eða nægir kannski að senda eitt meil með 160 undirskriftum og sækja um "kollektíft" leyfi fyrir alla!?
(djók :P )
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Valgeir
Póstar: 185
Skráður: 11. Maí. 2009 19:21:06

Re: AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Póstur eftir Valgeir »

[quote=Agust]Ég veit að þungt öflugt flugmódel er hættulegra en létt og þess vegna fljúgum við þeim á afmörkuðum svæðum, þ.e. módelflugvöllum.

Þung öflug módel henta ekki fyrir FPV flug að mínu mati, en létt gera það. Sumar gerðir henta reyndar frábærlega vel og þannig hafa menn eingöngu notað hér á landi eftir því sem ég best veit. Þetta eru auðvitað þær vélar sem líkjast Bixler. Eru léttar, mjúkar og með spaðann á tiltölulega öruggum stað. Eru eiginstöðugar og því minni hætta á að menn missi þær í jörðina. Sjálfur hef ég ekki miklar áhyggjur af notkun slíkra flugvéla fyrir FPV ef þeim er ekki flogið af glannaskap í þéttbýli. Hef heldur ekki neitt á móti slíku flugi í þéttbýli ef það er gert af skynsemi með öryggið í fyrirrúmi.

Ég reikna ekki með að neinn sé móti FPV sem slíku, en tel að allir séu sammála um að öryggið sé fyrir öllu. Þess vegna er þessi umræða hér.

Ef við hefðum í okkar leiðbeiningum (vinnureglum) ákvæði um að FPV vélar væru verulega léttari en 7kg, væru mjúkar, væru rafknúnar, væru með spaðann að aftan, væru eiginstöðugar, tíðnimálin í samræmi við P&F, flug í samræmi við FMS, o.s.frv., þá held ég að leiðbeiningarnar þyrftu ekki að vera eins stífar og hjá AMA.
[/quote]

síðan þarf líka að hugsa að glóðar mótorarnir gefa frá sér það mikin hristing að það væri öruglega mjög erfitt að sjá hver þú værir að fara og sjálfur mundi ég ekki hætta á að krassa það dýru módeli.

sjálfur held ég að 7kg sé allt of mikið og er hægt að hafa þetta undir 50g eins og Bruce sínir á xjet youtube stöðini sinni. það eru mjög fáir að nota vélar með mótorin að framan þar sem spaðinn er alltaf að trufla myndina.
Flestar vélar eru eins og þú lýsir léttar svifflugur þóttað margir séu að nota fljúandi vængi líkt og teamblacksheep sem geta náð rosalegum hraða.
"I'm in love whit my bed, we're perfect for eachother,
but my alarm clock just doesn't seem to want us together.
Jealous whore."
Adam Sandler
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Póstur eftir Agust »

Þessi þráður um öryggismál skjáflugs (FPV, sjónvarpsflug) rifjaðist upp þegar ég sá myndbandið í gær þar sem sjá mátti glannaskap í svona flugi.

http://frettavefur.net/Forum/viewtopic. ... 151#p44151

Hvernig var það félagar, voru menn byrjaðir að setja saman einhver drög að leiðbeiningum (guidelines) á íslensku fyrir svona flug?

Það er alveg ljóst að svona leikföng eiga bara eftir að verða algengari og kannski bara tímaspursmál hvenær þau fara að verða til sölu í íslenskum leikfangabúðum.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Gaui
Póstar: 3675
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Póstur eftir Gaui »

Það hefur mikil vinna farið fram í sambandi við svona reglur. Þær verða settar fram þegar við teljum að þær séu komnar í þannig horf að allir geti samþykkt þær.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Póstur eftir Agust »

[quote=Gaui]Það hefur mikil vinna farið fram í sambandi við svona reglur. Þær verða settar fram þegar við teljum að þær séu komnar í þannig horf að allir geti samþykkt þær.

:cool:[/quote]


Það er gott að heyra að vinna sé í gangi.

Er ekki rétt að nefna þetta eitthvað annað en reglur, því við getum ekki sett reglur fyrir aðra en félaga í okkar klúbbum og þá sem skilyrði fyrir því að vera félagsmaður. Það er þess vegna sem ég skrifaði "leiðbeiningar (guidelines)" hér fyrir ofan. AMA ræðir um "policy" á síðunni sem vísað er til í fyrsta póstinum hér að framan, en ekki "rules". "Leiðbeinandi reglur" gæti komið til greina.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Gaui
Póstar: 3675
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Póstur eftir Gaui »

Gott innlegg, en við erum ekkert farnir að ræða hvað þetta heitir. En, eins og Shakespeare segir, "A rose by any other name would smell as sweet." Það skiptir ekki máli hvað við köllum þetta, bara það að allir séu sammála um að svona eigum við að haga okkur.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Póstur eftir Agust »

Þetta er mjög gott framtak. Vonandi verður hægt að kynna þetta fljótlega, því fyrr því betra.

Það styrkir örugglega stöðu okkar félaga í flugmódelfélögum gagnvart yfirvöldum og tryggingafélögum ef við sýnum ábyrga afstöðu og höfum frumkvæði að því að gefa út leiðbeiningar, sérstaklega ef einhver ófélagsbundinn skyldi verða uppvís að glannaskap eða jafnvel einhverju verra.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: AMA gefur út stefnuyfirlýsingu/reglur varðandi nýja tæknimöguleika

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Agust]...

Það styrkir örugglega stöðu okkar félaga í flugmódelfélögum gagnvart yfirvöldum og tryggingafélögum ef við sýnum ábyrga afstöðu og höfum frumkvæði að því að gefa út leiðbeiningar, sérstaklega ef einhver ófélagsbundinn skyldi verða uppvís að glannaskap eða jafnvel einhverju verra.[/quote]

Nákvæmlega þetta eru helstu rökin sem við höfum haft fyrir hugmyndinni um "bandalagið" og gerð regluverks sem hefur verið hugsað að mestu leiðbeinandi og í sumum atriðum bindandi auðvitað.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Svara