Tæknilegir örðuleikar

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Rjomi

Re: Tæknilegir örðuleikar

Póstur eftir Rjomi »

Eg er með trainer sem er alveg klár, búið að tilkeyra mótor oz LA46.
enn ég fæ hann ekki til að ganga hægaganginn. og er orðinn gráhærður af að reyna það.
hvað get eg gert.

og fyrst að ég er byrjaður , er hægt að fá flot á svona vél Mynd
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Tæknilegir örðuleikar

Póstur eftir Þórir T »

Sæll

ertu með nýtt eða gamalt eldsenyti?
hvernig er kertið? er þetta kertið sem þú tilkeyrðir á?
bakþrýstingurinn frá pústinu örugglega tengdur og þá rétt?
Engar stíflur í eldsneytis kerfinu?
Búinn að rugla mikið í stilliskrúfum?

lát heyra

mbk
Tóti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3855
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Tæknilegir örðuleikar

Póstur eftir Gaui »

Rjómi

Sverrir var búinn að setja inn leiðbeiningar um hvernig á að stilla blöndung á þessa slóð: http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=592

Ég tók mér það bessaleyfi að þýða það á íslensku:

STILLING Á BLÖNDUNGI MEÐ TVÆR NÁLAR

FYRRI HLUTI – AÐAL NÁLIN

SKREF 1 – Settu eldsneyti í tankinn þar til komið er u.þ.b. 1/3 í hann.
SKREF 2 – Opnaðu inngjöfina á fullt og skrúfaðu nálina alla leið inn.
SKREF 3 – Skrúfaðu nálina þrjá heila snúninga út aftur.
SKREF 4 – Settu fingur yfir inntakið á blöndungnum og snúðu spaðanum sex sinnum.
SKREF 5 – Taktu fingurinn af inntakinu og dragðu af inngjöfinni í u.þ.b. einn þriðja af gjöf.
SKREF 6 – Tengdu glóðarkertið.
SKREF 7 – Startaðu mótornum. (minn fór auðveldlega í gang þegar hér var komið ´n þess að nota rafmagnsstartara)
SKREF 8 – Gefðu varlega í (mikilvægt) þar til fullri inngjöf er náð.
SKREF 9 – Aftengdu glóðarkertið.
SKREF 10 – Haltu nefinu á módelinu upp í u.þ.b. 60 gráður.
SKREF 11 – Skrúfaðu nálina inn þar til fullum gangi er náð.
SKREF 12 – Skrúðafu nálina eitt eða tvö hök út aftur frá fullum gangi.
SKREF 13 – EKKI BREYTA STILLINGUM Á AÐAL NÁLINNI EFTIR ÞETTA

SEINNI HLUTI – HÆGAGANGSNÁLIN STILLT

SKREF 14 – Dragðu úr inngjöf þar til hún er opin u.þ.b. ¼ (það er hraður hægagangur).
SKREF 15 – Skrúfaðu hægagangsnálina ÚT einn fjórða úr hring.
SKREF 16 – BÍDDU í 5 sekúndur og fylgstu með breytingum.
SKREF 17 – Ef það HÆGIR Á mótornum skrúfaðu þá hægagangsnálina aftur inn eins og hún var.
SKREF 18 – Skrúfaðu hægagangsnálina inn einn fjórða úr hring.
SKREF 19 – BÍDDU í 5 sekúndur og fylgstu með breytingum.
SKREF 20 – Ef mótorinn herðir á sér þá ertu að fara í rétta átt – Þú þarft að skrúfa hægagangsnálina inn eða út þar til besta hægagangi er náð.
SKREF 21 – Gefðu fullt inn og fylgstu með viðbragðinu.
SKREF 22 – Ef mótorinn hikar við, þá þarftu að skrúfa hægagangsnálina ÖRLÍTIÐ út.
SKREF 23 – Ef mótorinn hikstar og spýtir eldsneyti út um blöndungsopið, þá þarftu að skrúfa hægagangsnálina ÖRLÍTIÐ inn.
SKREF 24 – Gefðu fulla gjöf og athugaðu aftur stillingu aðal nálarinnar með nefið á módelinu upp í loftið.


--------------------------------------------------------------------------------
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3855
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Tæknilegir örðuleikar

Póstur eftir Gaui »

Í sambandi við flotin, þá skaltu fara inn á http://www.flugmodel.com og fara inn á vefverslunina. Þar skaltu velja Flugvélar og Aukahlutir. Þar eru flot í úrvali.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Rjomi

Re: Tæknilegir örðuleikar

Póstur eftir Rjomi »

eldsneytið er alveg nýtt, og slöngur rétt tengdar. Kertið er reyndar það sem hann var tilkeyrður á og já eg er buinn að snúa skrufum fram og aftur :(. ég blés i gegnum slöngurnar og allt i lagi þar .
[quote=Þórir T]Sæll

ertu með nýtt eða gamalt eldsenyti?
hvernig er kertið? er þetta kertið sem þú tilkeyrðir á?
bakþrýstingurinn frá pústinu örugglega tengdur og þá rétt?
Engar stíflur í eldsneytis kerfinu?
Búinn að rugla mikið í stilliskrúfum?

lát heyra

mbk
Tóti[/quote]
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Tæknilegir örðuleikar

Póstur eftir Þórir T »

Settu í hann nýtt kerti og farðu eftir stilli leiðbeiningunum hér að ofan...
Gættu vel að það sé hvergi nálarauga gat á slöngu, mesta hættan virðist vera við stútana í tankinn, þar er stundum hvöss brún sem getur skemmt ef maður
passar sig ekki vel... sést best ef þú teygir slönguna aðeins, þá stækkar gatið, þeas ef það er til staðar,..

mbk
Tóti
Rjomi

Re: Tæknilegir örðuleikar

Póstur eftir Rjomi »

ok Takk fyrir þessar uppl, eg ætla að prufa þetta :)
Svara