Ingi Guðjóns hringdi í mig og sagði mér að hann hefði lent í mjög svipuðum vandamálum, þ.e. kolsvörtum reyk þegar gefið er inn. Eftir mikla leit reyndist vandamálið vera bilun í intercooler, þ.e. leki. Kælirinn kældi sem sagt ekki.
Ég náði mér á netinu í viðgerðarhandbók sem er nokkur hundruð blaðsíður. 400Mb að stærð. Ítarlegt og vandað. Kostaði $20. Nú er bara að lesa og læra, spá og spekúlera, og prófa...

Það er reyndar ekki það að intercoolerinn sé ekki að kæla, hinsvegar ef það er gat á honum þá er turbinan að blása lofti út úm gatið, lofti sem loftlæðiskynjarinn er búinn að mæla og tölvan gerir ráð fyrir inná vélina og skammtar eldsneytið í samræmi við það. Þetta loft er hinsvegar að sleppa út um rifuna á intercoolernum í stað þess að fara inn á vélina, og þar af leiðandi verður eldsneytisblandan of "rík" og reykurinn svartur.[/quote]
Hjá mér sýnist mér Intercoolerinn vera loftkældur með rafmagnsviftu. Ég kann að hafa misskilið Inga, en mér skildist að hjá honum hafi kælirinn verið vatnskældur og leki verið í vatnsrásinni. Það getur vel verið að ég hafi misskilið.
Hvað um það, þá náði ég mér í verkfæri í dag. Tork skrúfurnar í loftflæðisskynjaranum eru með öryggispinna þannig að ég náði mér í torkskrúfbita með holu í endann í Verfærabúðinni... Mikill munur að hafa góðan Service Manual...