Vantar bara að geta náð í Depron eða tilsvarandi hér á landi. Er búinn að leita mig gráhærðan án árangurs. Meira að segja búinn að yfirheyra plastsérfræing iðntæknistofnunar...
Erlendis fæst þetta gegnum gólfefna og pípulagningaiðnaðinn sem notar það ma undir hitarör í gófum og eitthvað svoleiðis. Hér virðist annar kúltúr í þessu.
Ef einhver hefur áhuga á að slá saman í að kaupa inn nokkra kassa af stöffinu frá Evrópu þá skulum við vera í bandi.
Helsta límið sem notað er á Depron er UHU Por og það fann ég í magni hjá Pennanum.
Annað sem ég fann í Pennanum um daginn eru skurðlækningahnífar frá Swann-Morton. Sjá
innlegg í "Heilræða"-deildinni.
Breytt: Setti inn tengil yfir á hnífinn.