Er ekki hringstigi heima hjá þér? Einn af háskólakennurunum mínum hafði þá reglu að þegar hann var búinn að gefast upp á bunkann, svona þegar önnur rauðvínsflaskan var vel á veg kominn, þá tók hann restina, henti búnkanum upp stigann og gaf svo einkunnir eftir því hvar prófin lentu í stiganum.
Þetta virkar kannski ekki þegar það eru færri en 100 manns í áfanganum hjá þér :/
Pitts Special S1-S smíði
Re: Pitts Special S1-S smíði
Icelandic Volcano Yeti
Re: Pitts Special S1-S smíði
Það má heldur ekki nota etta of oft, nemendur verða leiðir á því að fá lága einkunn þedgar þeir eiga að fá háa
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Pitts Special S1-S smíði
Þvílík snilldar smíð, eins og alltaf hjá þér Gaui, frábært að fylgjast með.
Ég sé að Þröstur hefur valið bestu batteríin á þetta módel, LongGo, frá Emcotec.
Bestu akku´s sem framleitt hafa verið, held ég,, ehe.. allavega hafa reynst mér vel.
....Biggi...
Ég sé að Þröstur hefur valið bestu batteríin á þetta módel, LongGo, frá Emcotec.
Bestu akku´s sem framleitt hafa verið, held ég,, ehe.. allavega hafa reynst mér vel.
....Biggi...
"If a Swiss banker jumps off a cliff, follow him....there's likely money in it."
Re: Pitts Special S1-S smíði
Ég lenti í smá erfiðleikum með staðsetningu á rafhlöðunum. Það var bara ekkert pláss fyrir þessar tvær rafhlöður á tveim pöllum eins og ég haði gert ráð fyrir.
Toni Clark vill að maður setji batteríin í bakið á Pittsinum fyrir aftan höfuðið á flugmanninum. Ég hringdi því í Einar Pál Einarsson fluvélasmið og spurði hann hvort það væri nokkuð lúga fyrir aftan höfuð flugmannsins, og það er ein slík, svo ég byrjaði á því að skera út stóran part af þilinu þar:

Síðan bjó ég til gólf í þetta hólf (það þurfti að vera í tveim helmingum til að komast inn) og fittaði rafhlöðurnar á það:

Að lokum límdi ég þetta gólf á sinn stað og notaði batteríin til að halda því niðri á meðan límið harðnar:

Ég bý seinna til lok úr áli sem lokar þessu af fyrir aftan flugmanninn og til að hlaða er nóg að taka kallinn úr, opna lokið og stinga í samband. Til að hægt sé að festa batteríin og losa þau aftur þarf ég að búa til tvö lítil göt á bakið á vélinni, en það gerir ekkert til, það er hægt að loka þeim með smá límmiðum.
Skjáumst
Toni Clark vill að maður setji batteríin í bakið á Pittsinum fyrir aftan höfuðið á flugmanninum. Ég hringdi því í Einar Pál Einarsson fluvélasmið og spurði hann hvort það væri nokkuð lúga fyrir aftan höfuð flugmannsins, og það er ein slík, svo ég byrjaði á því að skera út stóran part af þilinu þar:

Síðan bjó ég til gólf í þetta hólf (það þurfti að vera í tveim helmingum til að komast inn) og fittaði rafhlöðurnar á það:

Að lokum límdi ég þetta gólf á sinn stað og notaði batteríin til að halda því niðri á meðan límið harðnar:

Ég bý seinna til lok úr áli sem lokar þessu af fyrir aftan flugmanninn og til að hlaða er nóg að taka kallinn úr, opna lokið og stinga í samband. Til að hægt sé að festa batteríin og losa þau aftur þarf ég að búa til tvö lítil göt á bakið á vélinni, en það gerir ekkert til, það er hægt að loka þeim með smá límmiðum.
Skjáumst
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Pitts Special S1-S smíði
Jæja, þá kemur smá innleg um Pitts
Það hefur ýmislegt gengið á síðan síðast og ég æla að reyna að gera nokkra grein fyrir því.
Á þessari mynd sjást litlir krossviðarkubbar sem ég gróf í balsaklæðnimguna framan á Pittsinum. Þeir eiga að taka við skrúfum sem halda vélarhlífinni. Það eru tólf skrúfur í allt, fjórar á hvorri hlið og fjórar ofaná. Þetta ku vera í skala, þannig að það er líklega ekki þess virði að fækka þeim.

Ef þið eruð í vandræðum með að skilja myndina, þá snýr nefið niður og vinstri á myndinni er niður á módelinu.
Ég notaði Hæsól til að líma horn á stýrifletina. Það eru tvöföld horn á hæðarstýrunum. Hérna er ég búinn að líma hornin á og það eru pappaspjöld með merkingum uppá skrúfunum til að öruggt sé að hornin sitji rétt. Maður hefur hellings tíma til að vinna með Hæsólina, svo maður getur gengið úr skugga um að allt sé rétt.

Svona er hliðin sem hornin eru á (undir):

Og hérna er hinum megin:

Ég boraði göt í gegnum hornin sem Hæsólin gat farið í gegnum. Þetta er nú orðið alveg feyki hart og það er sko ekki fyrir hvern sem er að slípa þetta niður. Ef þið notið Hæsól (og ég mæli með því við viss tækifæri) þá skulið þið reyna að þrífa eins mikið í burtu á meðan límið er enn mjúkt því það er andskotanum erfiðara þegar það er orðið hart.
Það hefur ýmislegt gengið á síðan síðast og ég æla að reyna að gera nokkra grein fyrir því.
Á þessari mynd sjást litlir krossviðarkubbar sem ég gróf í balsaklæðnimguna framan á Pittsinum. Þeir eiga að taka við skrúfum sem halda vélarhlífinni. Það eru tólf skrúfur í allt, fjórar á hvorri hlið og fjórar ofaná. Þetta ku vera í skala, þannig að það er líklega ekki þess virði að fækka þeim.

Ef þið eruð í vandræðum með að skilja myndina, þá snýr nefið niður og vinstri á myndinni er niður á módelinu.
Ég notaði Hæsól til að líma horn á stýrifletina. Það eru tvöföld horn á hæðarstýrunum. Hérna er ég búinn að líma hornin á og það eru pappaspjöld með merkingum uppá skrúfunum til að öruggt sé að hornin sitji rétt. Maður hefur hellings tíma til að vinna með Hæsólina, svo maður getur gengið úr skugga um að allt sé rétt.

Svona er hliðin sem hornin eru á (undir):

Og hérna er hinum megin:

Ég boraði göt í gegnum hornin sem Hæsólin gat farið í gegnum. Þetta er nú orðið alveg feyki hart og það er sko ekki fyrir hvern sem er að slípa þetta niður. Ef þið notið Hæsól (og ég mæli með því við viss tækifæri) þá skulið þið reyna að þrífa eins mikið í burtu á meðan límið er enn mjúkt því það er andskotanum erfiðara þegar það er orðið hart.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Pitts Special S1-S smíði
Hjólastellið
Til að hjólastellið fái rétta lögun þarf maður að binda þríhyrning úr krossviði við aftari stálvírinn og síðan setja balsa utanum allt stellið. Þetta er óvenjuleg aðgerð og eins gott að þrífa alla olíu og drullu af vírunum til að epoxýið haldi. Einnig er gott að rífa stálið dálítið upp með grófum pappír.

Ég gekk frá neðri endanum með smá balsabút og 30mín. epoxýi sem ég var búinn að blanda með glerfíbertrefjum sem fá má á flöskum frá Þresti. Þetta er rosalega sniðugt efni og gerir manni kleyft að forma alls konar fyllur og feringar með epoxi.

Þar sem hér er um 30 mín. epoxý að ræða, þá beið ég í u.þ.b. klukkutíma og formaði þá til endann. Ég vissi nefnilega að ef ég léti þetta bíða mjög lengi, þá yrði epoxýið svo hart að það er næstum ómögulegt að vinna á því. Eftir klukkutíma er það mjög meðfærilegt, en á það til að fylla sandpappírinn mjög fljótt. Hér er endinn eftir formun:

Ég festi líka dekkin á, en til að gera það þarf maður að búa til festingar fyrir hjólskálarnar. Þær eru gerðar úr þessum hlutum:

Hringirnir eru lóðaðir á koparplöturnar og síðan eru þær skrúfaðar á trébúta. Þessir bútar verða seinna límdir inn í hjólskálarnar með Hæsól. Hérna er innri festingin komin uppá

og hérna er dekkið komið á og ytri festingin líka.

Það er koparrör inní í nafinu á dekkinu, þannig að plastið í felgunni nuddast ekki við stálið í öxlinum.
Til að hjólastellið fái rétta lögun þarf maður að binda þríhyrning úr krossviði við aftari stálvírinn og síðan setja balsa utanum allt stellið. Þetta er óvenjuleg aðgerð og eins gott að þrífa alla olíu og drullu af vírunum til að epoxýið haldi. Einnig er gott að rífa stálið dálítið upp með grófum pappír.

Ég gekk frá neðri endanum með smá balsabút og 30mín. epoxýi sem ég var búinn að blanda með glerfíbertrefjum sem fá má á flöskum frá Þresti. Þetta er rosalega sniðugt efni og gerir manni kleyft að forma alls konar fyllur og feringar með epoxi.

Þar sem hér er um 30 mín. epoxý að ræða, þá beið ég í u.þ.b. klukkutíma og formaði þá til endann. Ég vissi nefnilega að ef ég léti þetta bíða mjög lengi, þá yrði epoxýið svo hart að það er næstum ómögulegt að vinna á því. Eftir klukkutíma er það mjög meðfærilegt, en á það til að fylla sandpappírinn mjög fljótt. Hér er endinn eftir formun:

Ég festi líka dekkin á, en til að gera það þarf maður að búa til festingar fyrir hjólskálarnar. Þær eru gerðar úr þessum hlutum:

Hringirnir eru lóðaðir á koparplöturnar og síðan eru þær skrúfaðar á trébúta. Þessir bútar verða seinna límdir inn í hjólskálarnar með Hæsól. Hérna er innri festingin komin uppá

og hérna er dekkið komið á og ytri festingin líka.

Það er koparrör inní í nafinu á dekkinu, þannig að plastið í felgunni nuddast ekki við stálið í öxlinum.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Pitts Special S1-S smíði
Neðan á neðri vængnum
Neðri vængurinn fær nú smá yfirhalningu. Maður þarf að byggja hann upp til að hann sé í sama formi og skrokkurinn. Það er gert með því að búa til form úr 2mm balsa og líma það neðan á vænginn ásamt bútum sem koma fremst og aftast. Þá smellpassar vængurinn og það eru engin göt á milli.
Ofan á formið koma tveir balsalistar og ofan á þá koma harðviðar dílar. Það eru líka settir smá balsabútar sitt hvoru megin til að ekkert hreyfist.

Til að dílarnir sitji rétt og límist almennilega tók ég spor í balsalistana með útskurðarjárni.

Hér er búið að líma dílana á sinn stað með epoxýi. Þetta eru múrsteinar sem halda þeim á sínum stað:

Þessi frágangur neðan á vængnum er mjög sterkur og maður ætti ekki að þurfa að hafa áhyggjur af vængnum þó maður leggi hann frá sér.
Neðri vængurinn fær nú smá yfirhalningu. Maður þarf að byggja hann upp til að hann sé í sama formi og skrokkurinn. Það er gert með því að búa til form úr 2mm balsa og líma það neðan á vænginn ásamt bútum sem koma fremst og aftast. Þá smellpassar vængurinn og það eru engin göt á milli.
Ofan á formið koma tveir balsalistar og ofan á þá koma harðviðar dílar. Það eru líka settir smá balsabútar sitt hvoru megin til að ekkert hreyfist.

Til að dílarnir sitji rétt og límist almennilega tók ég spor í balsalistana með útskurðarjárni.

Hér er búið að líma dílana á sinn stað með epoxýi. Þetta eru múrsteinar sem halda þeim á sínum stað:

Þessi frágangur neðan á vængnum er mjög sterkur og maður ætti ekki að þurfa að hafa áhyggjur af vængnum þó maður leggi hann frá sér.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Pitts Special S1-S smíði
Vængstífurnar
Þær eru settar saman á staðnum. Krossviðarræmur með M3 gaddaróm eru skrúfaðar fastar á sinn stað á báðum vængjum og svo eru vængirnir settir á skrokkinn. Ég tók mér góðan tíma að mæla allt út til að vængirnir væru réttir. Ég notaði tvær balsastangir og fjórar klemmur til að halda öllu á meðan ég mældi og ég notaði þrjá mælipunkta til að vera alveg þrefalt viss.
Það er mjög erfitt að kíkja allt rétt vegna þess hvernig vængirnir eru: maður sér ekkert rétt. Neðri vængurinn er með aðhalla (dihedral) en sá efri ekki. Efri vængurinn er aftursveigður, en sá neðri ekki. Til að bæta við vandann, þá er eldveggurinn skakkur, þannig að allt sameinast til að láta þetta líta út fyrir að vera skakkt.

Þegar allt var orðið rétt, sagaði ég miðjuhlutann úr stífunum í rétta lengd og límdi á sinn stað á krossviðarbútana. Ég notaði freyðilím til að öruggt væri að þetta límdist vel og engin göt væru á límingunni. Það er nefnilega þessi miðjuhluti sem skiptir öllu máli og verður að vera fastur. Ef hann losnar, þá detta vængirnir af. Hitt er aukaatriði.

Og í lokin eru settir fjórir balsakubbar á miðjuna til að gefa stífunni rétt útlit.

Þegar allt límið var orðið þurrt tók ég stífurnar af og byrjaði á að pússa þær sléttar.
Þessi mynd er kannski ekki mjög góð, en þó ætti að sjást að sú hægra megin er sléttpússuð, en þá vinstra megin er ég búinn að tálga til þannig að allar brúnir verða rúnnaðar. Ég pússaði síðan allan rúnninginn sléttan með 80 pappír.

Hérna er ég búinn að pússa og setja One Time Spackling á til að gera stífurnar sléttar og fínar. Vegna þess að við þurfum hvort eð er að sprauta málningu á Pittsinn, þá ætla ég að klæða stífurnar með glerfíber og pússa þær glansandi fínar. Þær verða líka sterkari þannig.

Meira síðar
Þær eru settar saman á staðnum. Krossviðarræmur með M3 gaddaróm eru skrúfaðar fastar á sinn stað á báðum vængjum og svo eru vængirnir settir á skrokkinn. Ég tók mér góðan tíma að mæla allt út til að vængirnir væru réttir. Ég notaði tvær balsastangir og fjórar klemmur til að halda öllu á meðan ég mældi og ég notaði þrjá mælipunkta til að vera alveg þrefalt viss.
Það er mjög erfitt að kíkja allt rétt vegna þess hvernig vængirnir eru: maður sér ekkert rétt. Neðri vængurinn er með aðhalla (dihedral) en sá efri ekki. Efri vængurinn er aftursveigður, en sá neðri ekki. Til að bæta við vandann, þá er eldveggurinn skakkur, þannig að allt sameinast til að láta þetta líta út fyrir að vera skakkt.

Þegar allt var orðið rétt, sagaði ég miðjuhlutann úr stífunum í rétta lengd og límdi á sinn stað á krossviðarbútana. Ég notaði freyðilím til að öruggt væri að þetta límdist vel og engin göt væru á límingunni. Það er nefnilega þessi miðjuhluti sem skiptir öllu máli og verður að vera fastur. Ef hann losnar, þá detta vængirnir af. Hitt er aukaatriði.

Og í lokin eru settir fjórir balsakubbar á miðjuna til að gefa stífunni rétt útlit.

Þegar allt límið var orðið þurrt tók ég stífurnar af og byrjaði á að pússa þær sléttar.
Þessi mynd er kannski ekki mjög góð, en þó ætti að sjást að sú hægra megin er sléttpússuð, en þá vinstra megin er ég búinn að tálga til þannig að allar brúnir verða rúnnaðar. Ég pússaði síðan allan rúnninginn sléttan með 80 pappír.

Hérna er ég búinn að pússa og setja One Time Spackling á til að gera stífurnar sléttar og fínar. Vegna þess að við þurfum hvort eð er að sprauta málningu á Pittsinn, þá ætla ég að klæða stífurnar með glerfíber og pússa þær glansandi fínar. Þær verða líka sterkari þannig.

Meira síðar
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Pitts Special S1-S smíði
Sælir félagar
Nú er Þröstur flogin til Útlands og getur ekki fylgst með smíðinni nema í gegnum tölvuna sína
og því er um að gera að láta hann sjá reglulega hvernig gengur.
Ég er búinn að festa mótorinn á með öllum þeim vandmálum sem því fylgdu (það tók næstum heilan dag að klára það). Aðal vandmálið var að setja inngjafarbarkann þannig á að hann geti hreyfst með mótornum á mjúkum festingunum án þess að það hafi áhrif á inngjöfina. Það fylgdi með heilmikill barki eins og notaður er í handbremsur á reiðhjól og hann setti ég í kubb sem fylgdi með og festi kubbinn á mótorfestinguna. Það verður að vera hægt að skrúfa kubbinn af því að annars er ekki hægt að ná mótornum frá.

Síðan gengur barkinn inn um botninn á framhluta vélarinnar og í servóið. Hér er mynd af þessu og þar sést hvar barkinn liggur. Gula örin bendir á blöndunginn. Ég þurfti að búa til arm á blöndunginn og staðsetja hann þannig að barkinn gæti togað í rétta átt.

Ég er líka búinn að tengja innsogið við servó. Þröstur kom með pínulítið miniservó með málmhjólum og ég setti það bak við mælaborðið og festi stöng með kúlutengi í arminn á blöndungnum. Það er hugsanlegt að það þurfi að setja framlengingu á arminn vegna þess að hann hreyfist ekki mikið og servóið þarf að hreyfast úr borði í borð. Ég skoða þetta eð arminn seinna.

Hérna er servóið að festast á mælaborðið

Skoðum meira seinna. Nú ætla ég að fara að klára balsavinnuna við módelið og athuga síðan hvort ekki er hægt að klæða smávegis.
Nú er Þröstur flogin til Útlands og getur ekki fylgst með smíðinni nema í gegnum tölvuna sína

Ég er búinn að festa mótorinn á með öllum þeim vandmálum sem því fylgdu (það tók næstum heilan dag að klára það). Aðal vandmálið var að setja inngjafarbarkann þannig á að hann geti hreyfst með mótornum á mjúkum festingunum án þess að það hafi áhrif á inngjöfina. Það fylgdi með heilmikill barki eins og notaður er í handbremsur á reiðhjól og hann setti ég í kubb sem fylgdi með og festi kubbinn á mótorfestinguna. Það verður að vera hægt að skrúfa kubbinn af því að annars er ekki hægt að ná mótornum frá.

Síðan gengur barkinn inn um botninn á framhluta vélarinnar og í servóið. Hér er mynd af þessu og þar sést hvar barkinn liggur. Gula örin bendir á blöndunginn. Ég þurfti að búa til arm á blöndunginn og staðsetja hann þannig að barkinn gæti togað í rétta átt.

Ég er líka búinn að tengja innsogið við servó. Þröstur kom með pínulítið miniservó með málmhjólum og ég setti það bak við mælaborðið og festi stöng með kúlutengi í arminn á blöndungnum. Það er hugsanlegt að það þurfi að setja framlengingu á arminn vegna þess að hann hreyfist ekki mikið og servóið þarf að hreyfast úr borði í borð. Ég skoða þetta eð arminn seinna.

Hérna er servóið að festast á mælaborðið

Skoðum meira seinna. Nú ætla ég að fara að klára balsavinnuna við módelið og athuga síðan hvort ekki er hægt að klæða smávegis.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Pitts Special S1-S smíði
Hvada bläau og svörtu dúppedittar eru thett fyrir ofna servóid???


"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken