Ég fékk mjög skemmtilegar heimsóknir í skúrinn í kvöld.
Árni Hrólfur kom og prófaði tvær vélarhlífar á hausnum. Hann er mikið fyrir að klæðast módelpörtum, eins og hefur komið fram hér áður. Hér er hann að máta vélarhlífina á Pitts Special (dálítið stór)
og hér er hann með vélarhlífina af Zlin módeli sem hann á sjálfur. Þessi passar dálítið betur og hann lítur hálf biskupslega út á þessari mynd.
Diddi kom líka í skúrinn og bjástraði við það allt kvöldið að setja uppdraganleg hjólastell í Mustanginn sinn. Það tókst líka á endanum og hér er vídeó sem sýnir hvað þetta virkar flott hjá honum:
Já tíminn er fljótur að líða á Grísará, og erfitt að halda sig að verki fyrir Húmor, kaffidrykkju, gríni og vitleysu Ég mun fá fráhvarfseinkenni þegar Mustanginn verður tilbúinn... Ég verð eiginlega að panta að fá að setja saman annan arfa þarna aftur seinna (Svo á Gauji líka alflottasta safn af verkfærum ever )