Fréttavefurinn á ferð :)

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Fréttavefurinn á ferð :)

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Mikilvægasta fréttaveitan verður alltaf að vera við hendina, líka í bílnum :)

Mynd

Er einhver sem áttar sig á því hvaða aðrar tæknilegar tengingar þessi bíll hefur við sportið okkar? ;)

Mynd

Að keyra svona bíl minnir talsvert á að fljúga svifflugu (svona sem maður situr í) Af hverju?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Fréttavefurinn á ferð :)

Póstur eftir Agust »

Varstu að fá þér LiPo bíl eins og Lalli?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Fréttavefurinn á ferð :)

Póstur eftir Þórir T »

Ertu kominn á Teslu , pjakkurinn þinn! :D
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Fréttavefurinn á ferð :)

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Lítið að gera við Tesla S á Íslandi. Vinnufélagi minn norskur á þennan og leyfði mér að prófa. Norðmenn eru að missa sig í rafbílavæðingunni. Engin aukagjöld og allt gert þar til að auka notkun á rafmagnsbílum.

Þessi er sá aflmesti, með 85kWh geyma. Hleðslan dugir um 400km á 88km/klst á jafnsléttu. Minna auðvitað ef hraðar farið eða hólar og hæðir.
Hægt að hlaða hann á hálftíma með 120kW afli!
Á ferð milli Osló og Suður Svíþjóðar hleður hann tvisvar á leiðinni svona hraðhleðslu. Úti við stórmarkaðinn hérna eru hleðslustæði með venjulegri bæjarspennu (myndin hér fyrir neðan). Lætur hann standa þar yfir nótt. Rafmagnið allsstaðar frítt og borgar enga vegatolla, bílastæði eða þess háttar.

Hröðunin er hreint svakaleg. Togið er 600Nm!! sem er líklega 30% meira en Ford 350 trukkurinn minn og hestöflin 416. Engin bið eftir hröðuninni eins og á sprengihreyfli með túrbínu. Bara kitla pinnann og hann sparkar, bókstaflega. Klárlega ekki fyrir byrjendur.
Vegur rúm 2 tonn. Allt úr áli, geymarnir muna mestu, eru um 700kg.
Hægt að brenna upp dekkin ef maður stígur mjög óvarlega á inngjöfina. Eða þeyta sér af veginum ef því er að skipta. Skrýtið að keyra hann því ef maður léttir á inngjöfinni þá hægir hann strax á en fríhjólar ekki eins og venjulegur bíll. Um leið hleður hann tilbaka inn á batteríin orkunni sem fer í að hægja á. Bremsurnar notar maður því mun sjaldnar. Tekur smá tíma að venjast þessu.

Það er ekki nokkuð einasta mótorhljóð að ég heyri. Það er það sem minnir mig á að fljúga svifflugu. Bara suðið í vindi (og dekkjum) og maður getur líka fengið svaka "trukk" í afturendan, rétt eins og Þegar togvindan fer af stað. :)

Hef ekki haft tíma til að leggjast meira yfir tæknilegu hliðina en það er auðvitað verulega áhugavert, ekki síst af því við erum jú að nota svipaða tækni með mótor og batterí, í minni skala að vísu í okkar áhugamáli. Forvitinn að fræðast um hvaða rafhlöður þetta eru og hvernig mótorar.

Mynd
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
maggikri
Póstar: 6054
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Fréttavefurinn á ferð :)

Póstur eftir maggikri »

[quote=Björn G Leifsson]Mikilvægasta fréttaveitan verður alltaf að vera við hendina, líka í bílnum :)

https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 3013_0.jpg

Er einhver sem áttar sig á því hvaða aðrar tæknilegar tengingar þessi bíll hefur við sportið okkar? ;)

https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 3323_0.jpg

Að keyra svona bíl minnir talsvert á að fljúga svifflugu (svona sem maður situr í) Af hverju?[/quote]

Það heyrist ekkert í honum!
kv
MK
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Fréttavefurinn á ferð :)

Póstur eftir Agust »

Svo er það hin gullna regla okkar módelflugmanna að taka alltaf Lithium rafhlöðuna úr meðan hlaðið er. :)
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Olddog
Póstar: 72
Skráður: 24. Jan. 2010 17:17:56

Re: Fréttavefurinn á ferð :)

Póstur eftir Olddog »

Sem betur fer hefur Björn ekki rétt fyrir sér.... það er nefnileg hægt að gera allt á Tesla hér líka.

En ég er sammála honum um að þetta er eins og að vera togaður upp á svifflugu, með spili ... endalust tog.

Ég skal gefa smá punkta hvað varðar tæknina, það er bara einn 3ja fasa mótor, staðsettur milli hjólanna að aftan. þar er saman í einu stykki, mótor, niðurgír og inverter, í þessari röð. Það er engin gírkassi eða gírskipting, aðeins einn gír þannig að allt drifið er linear og hnökralaust.

Inverter er notaður til að breyta DC straum frá rafhlöðunni í AC straum fyrir mótorinn ( punktur fyrir Gaua með linkinn hérna fyrir neðan, það er ekkert til sem heitir bensín mótor, það eru til bensín vélar, dísel vélar, gufu vélar. Mótotar ganga aðeins fyrir rafstraumi.) sem notar AC eins og þvottavélin.

Til að gleðja Gústa þá er ekki LiPoli í þesssum bílum, heldur Lithium Ion, yfir 7000 stykki.
Nú er það svo að rafhlöður eru efnafræði, og Li-Ion og Li-Ion eru ekki sami hluturinn. efnafræðin er ólík þó svo að Lithium og Ion séu uppistaðan.
Það sem dregur úr endingu þessara battería er að (sérstaklega) þegar þau standa full hlaðin lengi,þá flytjast efnasamböndin á milli og í þessu tilfelli verður Ion útfelling sem sest á Lithium hlutann og stíflar flæðið. Þetta þekkjum við úr hobbíinu því þetta gerist ekki bara í Li-Ion heldur líka í LiPoly.

Hérna er smá samantekt, í stórumdráttum, sem ég gerði í vor:

Eftir því sem mér skylst er Tesla að nota sér-útgáfu af efnablöndun sem er kölluð : LiCo02 / Graphite cells. Eða öðru nafni Nickel Cobalt Aluminium. (semsagt Lithium ion kemur í ýmsum útgáfum, billjón cellur+ á ári en með mjög mismunandi efnafræðilegri tækni og þar með gæðum (og verði))

Það sem hér ræður ferðinni varðandi endingu er efnasambönd sem kallast VC, eða Violine Carbonite, sem eru af nokkrum gerðum með mismunandi eiginleika í efnablöndum í Li.ion. VC takmarkar að mestu efnaflutning milli póla.

Þessi grunn samsetning, LiCo02 / Graphite cells , eins og hún var fyrir 10 árum , hefur reynst hafa í það minnsta 11 ára líf, og efnafræðin í þessum bransa hefur tekið stakkaskiptum síðan 2002 og mjög fáir magn-framleiðendur af Li.ion geta mass framleitt hágæðin eins og þau eru möguleg frá efnafræðilegu tilliti í dag. Það er ekki tilviljun að Musk vill setja upp billjón dollara +, mega factory til að framleiða „ high quality cellur“. Það er ennþá hægt að bæta þessa framleiðslu sem Tesla notar núna, um 30% + í energy density og verði.


Kannski til gamans fyrir Björn þá er blandan sem Tesla notar í rafhlöðurnar, samkvæmt uppskrift sem notuð er af bandarísku fyrirtæki Medtronics sem framleiðir "Implants" fyrir sjúklinga með "cronical Pain" til að draga úr sársauka. Þetta unit er semsagt grætt í sjúklinginn og hlaðið gegnum húðina og hlaðið reglulega. Elstu sjúkingarnir eru búnir að vera með þetta í skrokknum yfir 11 ár og lítið lát á hleðslugetu. Það mun vera af þessari ástæðu sem Tesla gefur 8 ára ábyrgð á rafhlöðunni.

http://www.medtronic.com/patients/chron ... /index.htm


Vona að þetta sé fróðlegt.

MKV LJ
.
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Fréttavefurinn á ferð :)

Póstur eftir Björn G Leifsson »

:) Stórskemmtilegir bílar, það vantar ekki. Átti nú fyrst og fremst við að ég sjálfur hefði lítið að gera við Tesla S á Íslandi. En komi þeir með fjórhjóladrifsbíl með smá plássi fyrir snjó og grjót undir, þá skal ég sannarlega kíkja á það . Þessi bíll er frábær fyrir þá sem ferðast (á jafnsléttu?) til og frá vinnu og geta verið með bílinn í sambandi á milli.
Auðvitað víða hægt að stinga bíl í samband en til þess að það sé gagn í þessu þarf annaðhvort að vera hægt að skipta út batteríum, þeas leggja inn tóm fyrir hlaðin, eða komast í hraðhleðslu þar sem tekur allavega hálftíma að fylla á. Svoleiðis stöðvar eru jú ekki til ennþá á Íslandi eða hvað?
Hvernig er það Lárus, það er varla komin löng reynsla á endingu við hraðhleðslu? Þeir segja að hlöðurnar eigi að endast í amk þúsund hleðslur ef ég man rétt, og reikna með að það dugi í þessi átta ár amk. Eru reiknað með að það gildi fyrir hraðhleðslur líka?

Það er verulega spennandi að fylgjast með þróuninni í rafhlöðutækni og margt á eftir að gerast þar á næstunni því skriðan er svo sannarlega farin af stað. Á starfsstöðinni okkar í Osló eru fimm manns komnir á Tesla.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
hrafnkell
Póstar: 247
Skráður: 10. Maí. 2010 15:58:22

Re: Fréttavefurinn á ferð :)

Póstur eftir hrafnkell »

Model X er nú "alveg" að fara að detta inn.. Er reyndar búinn að vera á leiðinni í einhvern tíma. En sér fyrir endann á þeirri bið. Skellir þér a biðlista núna og færð hann afhentan eftir 2-4 ár :)

Mynd
Mynd

Ég hefði ekkert á móti svosem einni teslu í heimreiðina. Magical space car.
Passamynd
Olddog
Póstar: 72
Skráður: 24. Jan. 2010 17:17:56

Re: Fréttavefurinn á ferð :)

Póstur eftir Olddog »

Model X kemur sennilega eftir 12 mánuði hingað, ef að líkum lætur. Einhverjir hafa skrifað sig fyrir svoleiðis, "just in case" :-) ef ríkið heldur áfram á næsta ári með gjafagjöldin á rafbílum.

Eftir að model S kom á markaðinn, með allt að 450Km drægi þá hefur orðið umsnúningur í hugmyndum manna. Það er engin þörf á að stinga í samband á miðjum degi nema að menn séu á langkeyrslu. Tesla mælir með að maður stingi bílnum í samband á kvöldin þegar maður er hættur akstri, as a routine.
Þegar verið var að hanna Model s var skoðun manna sú að rafbílar ættu að vera með útskiptanlegum batterí kasettum. Model S er því hannaður fyrir þetta og Tesla hannaði robot skiptistöðvar til að skipta um og sýndi þetta fyrir rúmu ári ...

http://www.youtube.com/watch?v=H5V0vL3nnHY

Þeir hafa þó komist að þeirri niðurstöðu að "supercharger" hleðslustöðvar eru betra fyrirkomulag og ódýrara sem infrastructure. Mér er tjáð að þeir muni setja upp stöðvar hér seinnipart næsta árs. Þar sem bíllinn dregur létt 350 Km þarf ekki svo margar til að dekka hringveginn og vestfyrði.

Ég heyrði fyrir nokkuð löngu þessa 1000 hleðslu tölu en hún er tæplega rétt í raun þar sem Tesla mælir með að setja bílinn í samband á hverjum degi, sem er þá bara 3 ár. Þeir ábyrgjast battery pack í átta ár og er ábyrgðin þannig að ef Batteríið, á átta ára tímabilinu nær ekki 75% af upphaflegu capacity , þá er skipt út.

Annars var Elon Musk að senda frá sér þetta blog, sem segir meira um fyrirtækið og hugmyndafræði þess en margt annað:

The Tesla Model S drive unit warranty has been increased to match that of the battery pack. That means the 85 kWh Model S, our most popular model by far, now has an 8 year, infinite mile warranty on both the battery pack and drive unit. There is also no limit on the number of owners during the warranty period.

Moreover, the warranty extension will apply retroactively to all Model S vehicles ever produced. In hindsight, this should have been our policy from the beginning of the Model S program. If we truly believe that electric motors are fundamentally more reliable than gasoline engines, with far fewer moving parts and no oily residue or combustion byproducts to gum up the works, then our warranty policy should reflect that.

To investors in Tesla, I must acknowledge that this will have a moderately negative effect on Tesla earnings in the short term, as our warranty reserves will necessarily have to increase above current levels. This is amplified by the fact that we are doing so retroactively, not just for new customers. However, by doing the right thing for Tesla vehicle owners at this early stage of our company, I am confident that it will work out well in the long term.

– Elon

http://www.teslamotors.com/blog/infinite-mile-warranty


Ein af ástæðunum sem ég hef heyrt varðandi það að hafa bílinn alltaf í sembandi er að batterí pakkið er vökvakælt/hitað og þannig alltaf haldið í ídeal aðstæðum með straum frá húsinu, ekki rafhlððunni.

Hér á landi hafa forustumenn pedagóka haldið því fram að Pisa könnunin hvað varðar Ísland sé ekki rétt,það sé ekkert að marka hana, við séum eins góðir í lestri og reikningi "og þjóðirnar sem við berum okkur saman við".

Þegar það er ljóst að bara á þinni starfsstöð í Oslo séu fimm á Tesla, þá er ljóst að Normenn eru betri að sér í reikningi en Íslendingar sam aðeins virðast hafa í sínum röðum 20 manns sem kunna að reikna . :-)

Tesla model S, einfaldlega bestu bílakaup sem hægt er að gera á Íslandi í dag.

http://www.youtube.com/watch?v=DkrdIwLL72M

http://www.youtube.com/watch?v=EXP4Do1x ... CCH#t=1068

Ég skal kommenta á drægnina og hleðslutímana í næsta þætti :-) .

M.Kv.

L.J.
Svara