Helgi síðar en stefnt var að fór Kríumótið fram, sjaldan eða aldrei hafa verið fleiri þátttakendur en átta keppendur voru mættir til leiks á Sandskeiðið í morgun. Reyndar heltist einn fljótlega úr lestinni sökum rifrildis við Móður Jörð en hinir sjö luku svo keppni á fjórða tímana í dag. Tvisvar þurfti að færa til spilið þegar vindurinn snéri sér en menn leystu úr því í snarheitum og tafði það keppnina óvenju lítið. Einar Páll mótsstjóri, Árni og Einar Ólafur sérlegir aðstoðarmenn fá þakkir fyrir en ekki þurfti að senda Árna í sund að þessu sinni.
Úrslit urðu sem hér segir (að því gefnu að engar villur hafi verið í innslætti gagna).
1.sæti - 3796 - Guðjón
2.sæti - 3578 - Rafn
3.sæti - 2968 - Frímann
4.sæti - 2966 - Jón
5.sæti - 2851 - Steinþór
6.sæti - 2521 - Sverrir
7.sæti - 2409 - Erlingur
Takk fyrir góðan félagsskap drengir þið eruð frábærir sálufélagar. Guðjón þú harður nagli og ert vel að þessum sigri kominn til hamingju innilega. Frábært að hafa hirðljósmyndara með í för sem Sveinbjörn Ólafsson er takk takk.
Takk fyrir góðan dag allir saman og myndir Sveinbjörn.
Ég gat ekki annað en reynt að fræðast um það sem ég var að slást við og skýringin er trúlega að C/G er en of aftarlega og hreyfingin á hæðarstýrinu 1-2 mm of mikil. Eða, ef hreyfingin fer yfir ákveðið mark á hæðarstýrinu þá verður meiri hætta á Flat Spin ef sviðið sem C/G er á er of aftarlega. https://en.wikipedia.org/wiki/Spin_(aerodynamics)
Kv. Elli