Ég átti lengi, og kanski í drasli ennþá, Robbe-Futaba FC-18 (ef ég man rétt). Í Evrópu er mjög algengt að sendarnir séu svona modul uppbyggðir. Minn sendir var mjög svipaður því sem þú lýstir. Hægt var að kaupa alls konar rofa og breytiviðnám sem stungið var í samband á móðurbrettinu. Þessu var jafnvel lýst í handbókinni, sem ég reyndar þýddi á sínum tíma úr þýsku fyrir Jón Pé í Tómó. Mjög auðvelt.
Hér er FC-16, litli bróðir FC-18 sem nú virðist ekki vera lengur til. Modul einingarnar eru þó eins.
http://at.robbe-online.net/rims_at.stor ... 0dc1460668
Gæti ekki verið til eitthvað svipað fyrir þína stýringu?
Hér er þráður um þessi fjarstýringu:
http://www.rcgroups.com/forums/showthread.php?t=210526
Í pósti #4 er minnst á Harald.
Ekki Harald okkar, heldur Harald hjá Hollein. Þetta er sá sami og ég átti viðskipti við fyrir nokkru.
Sjá Himnaríki-póstverslun (Der Himmlische Höllein):
http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=253
Prófaðu að senda honum póst.