Bleikisteinsháls - 1.september 2024 - Íslandsmótið í hangi F3F

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11590
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Bleikisteinsháls - 1.september 2024 - Íslandsmótið í hangi F3F

Póstur eftir Sverrir »

Eftir mikla yfirlegu yfir veðurspánum síðustu daga þá var ákveðið að kýla á að halda Íslandsmótið í dag þar sem dagurinn átti að verða þurr, það reyndist ekki svo! Við Elli mættum rétt fyrir hádegi og fórum að stilla upp hliðum, fljótlega bættist Hannes í hópinn og svo Böðvar og Jón.

Fínustu aðstæður voru, 11-13 m/s og góður blástur í Kára, eftir uppsetningu á hliðum og frekari undirbúning þá fór að hrúgast ískyggilega mikið af skýjum upp við Reykjanesfjallgarðinn og viti menn rétt fyrir kl. 13 byrjaði að rigna. Sjaldséðir hvítir hrafnar sáust líka á svæðinu en Eysteinn leit við og stytti okkur stundir í rigningunni ásamt Bibbu býflugu. Það gekk svo á með smá hléum alveg til að verða klukkan 16 en þá var loksins farið að glitta í bláan himinn.

Rásröðin var sem hér segir:
  1. Sverrir
  2. Erlingur
  3. Böðvar
  4. Jón
Við drifum okkur því út á brún og fórum að gera okkur tilbúna í loftið þegar nokkrir dropar birtust til að stríða okkur en þeir fóru þó eftir nokkrar mínútur og hófst þá þurrkakafli mikill sem nýttur var til að keyra á Íslandsmótið. Þar sem við vorum frekar fáir á staðnum, flugmenn + einn aðstoðarmaður, þá ákváðum við að fljúga 3 umferðir í einu svo mótið gengi hraðar fyrir sig.

Gekk mótið að mestu áfallalaust fyrir sig þó Böðvar hafi lent í brekkunni í fimmtu umferð og Jón missti allt samband við sína í 4 umferð þó lúpínan hafi bjargað henni frá skemmdum þá þurfti að tengja allt rafkerfið upp á nýtt og kom Jón svo aftur til leiks í 7 umferð. Níundu umferðinni lauk svo rétt rúmlega sex og var ákveðið að láta það gott heita.

Allt í allt voru flognar 9 umferðir og þeirri lökustu hent út þannig að 8 umferðir töldu til stiga. Hraðasta fyrsta legg átti Böðvar en hann var 2,12 sekúndur í sjöundu umferð en besta tímann átti Sverrir á 46,02 sekúndum í áttundu umferð. Þessa og aðra tölfræði er hægt að skoða í flipunum [Preliminary Rounds | Pilots | Posistion Chart | Rankings | Stats | Graphs] inn á F3XVault.

Aðstoðarmaðurinn Hannes fær kærar þakkir fyrir aðstoðina frá keppendum og mótsstjórn en hann mannaði A hliðið fyrir okkur allt mótið.

Úrslit urðu sem hér segir, takið eftir meðalvindhraða hverrar umferðar, áhugasamir geta skoðað nánari greiningu á vef F3XVault:

IslandsmotidF3F2024urslit.png
IslandsmotidF3F2024urslit.png (39.98 KiB) Skoðað 1802 sinnum


Viðhengi
IMG_1528.jpg
IMG_1528.jpg (334.8 KiB) Skoðað 1802 sinnum
IMG_1529.jpg
IMG_1529.jpg (262.55 KiB) Skoðað 1802 sinnum
IMG_1530.jpg
IMG_1530.jpg (255.38 KiB) Skoðað 1802 sinnum
Sjaldséðir hvítir hrafnar!
Sjaldséðir hvítir hrafnar!
IMG_1542.jpg (275.84 KiB) Skoðað 1802 sinnum
IMG_1553.jpg
IMG_1553.jpg (182.21 KiB) Skoðað 1802 sinnum
IMG_1559.jpg
IMG_1559.jpg (324.87 KiB) Skoðað 1802 sinnum
IMG_1560.jpg
IMG_1560.jpg (111.41 KiB) Skoðað 1802 sinnum
IMG_1561.jpg
IMG_1561.jpg (229.6 KiB) Skoðað 1802 sinnum
IMG_1563.jpg
IMG_1563.jpg (289.01 KiB) Skoðað 1802 sinnum
IMG_1566.jpg
IMG_1566.jpg (179.94 KiB) Skoðað 1802 sinnum
IMG_1567.jpg
IMG_1567.jpg (177.71 KiB) Skoðað 1802 sinnum
IMG_1574.jpg
IMG_1574.jpg (349.32 KiB) Skoðað 1802 sinnum
IMG_1575.jpg
IMG_1575.jpg (303.78 KiB) Skoðað 1802 sinnum
IMG_1580.jpg
IMG_1580.jpg (381.76 KiB) Skoðað 1802 sinnum
IMG_1581.jpg
IMG_1581.jpg (283.18 KiB) Skoðað 1802 sinnum
IMG_1582.jpg
IMG_1582.jpg (253.88 KiB) Skoðað 1802 sinnum
IMG_1583.jpg
IMG_1583.jpg (267.73 KiB) Skoðað 1802 sinnum
IMG_1585.jpg
IMG_1585.jpg (255.62 KiB) Skoðað 1802 sinnum
IMG_1587.jpg
IMG_1587.jpg (110.32 KiB) Skoðað 1802 sinnum
IMG_1591.jpg
IMG_1591.jpg (179.01 KiB) Skoðað 1802 sinnum
IMG_1595.jpg
IMG_1595.jpg (223.09 KiB) Skoðað 1802 sinnum
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Ágúst Borgþórsson
Póstar: 922
Skráður: 3. Jún. 2007 10:52:48

Re: Bleikisteinsháls - 1.september 2024 - Íslandsmótið í hangi F3F

Póstur eftir Ágúst Borgþórsson »

þið eruð ótrúlega flottir
Kv.
Gústi
Passamynd
Böðvar
Póstar: 483
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Bleikisteinsháls - 1.september 2024 - Íslandsmótið í hangi F3F

Póstur eftir Böðvar »

Góður dagur með frábærum félugum og vinum. Það leit ekki vel út að hægt væri að halda mótið þegar fór að rigna, en með smá þolinmæði og dágóða bið í bílunum upp á Bleiksteinshálsi, þá stytti upp að lokum. þetta var fyrsta hangflugið mitt á nýju sviffluguni minni og hún var aðeins vanstillt og villt fyrir hangflugið, en snillingarnir Sverrir og Erlingur hjálpuðu mér að fínstilla sendinn, takk takk félagar. Eftir nokkra leit á Fordinum sínum náði Jón V. Pétursson að fynna okkur upp á Bleiksteinshálsi. En sjón er sögu ríkari, góða skemmtun.

Síðast breytt af Böðvar þann 3. Sep. 2024 08:39:16, breytt 7 sinnum.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11590
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Bleikisteinsháls - 1.september 2024 - Íslandsmótið í hangi F3F

Póstur eftir Sverrir »

Gaman að þessu, takk Böðvar!
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Elli Auto
Póstar: 60
Skráður: 16. Jan. 2015 22:00:31

Re: Bleikisteinsháls - 1.september 2024 - Íslandsmótið í hangi F3F

Póstur eftir Elli Auto »

Já gaman að þessu en þetta var ekki þrautalaust en hafðist að lokum.
Til hamingju með sigurinn Sverrir.
Takk fyrir myndböndin og myndir.
Takk fyrir góða skemmtun.
lulli
Póstar: 1288
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Bleikisteinsháls - 1.september 2024 - Íslandsmótið í hangi F3F

Póstur eftir lulli »

Alveg magnaðir.
Hangið er sko ekki fyrir neinar væludúkkur, það er klárt.
Bara það að hafa trú á að og mæta á staðinn er strax prik í þessar veðuraðstæður
Til hamingju með mótið drengir og sigurinn Sverrir.
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11590
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Bleikisteinsháls - 1.september 2024 - Íslandsmótið í hangi F3F

Póstur eftir Sverrir »

Takk, takk! 🇮🇸
Icelandic Volcano Yeti
Svara