En nú er ég að tala um þegar rellan situr á hjólunum, vandamálið kemur fram þegar ég lyfti nefinu á rellunni upp.
Semsagt í lausagangi þá malar mótorinn eins og kettlingur, sama hvort rellan er á hjólunum eða nefinu beint upp í loft.
En ef ég lyfti nefinu upp á fullri inngjöf, þá gengur hann í smástund og þá byrjar mótorinn að hiksta og drepur síðan á sér. Eitt atriði sem við félagarnir í Patrónar Flugzeugwerke tókum eftir, var að það kom eldsneyti upp um slönguna sem liggur frá hjóðkút inn á eldsneytistank einmitt á þá mund sem mótorinn byrjaði að hiksta.
Nú spyr ég ykkur reynsluboltana: hvur fjandinn er að???
