Grunau Baby í 1/3

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstur eftir Offi »

Þetta er auðvitað bara útúrsnúningur... þar sem vængurinn er snúinn út til endanna!
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Gaui]... Með það til hliðsjónar væri „uppvask“ lang flottast.[/quote]
Þá er það ákveðið... Uppvask skal það heita :D

Úpps... nú erum við farnir að blaðra á smíðaþræði, enn einu sinni.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sigurjón
Póstar: 86
Skráður: 22. Feb. 2007 00:10:23

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstur eftir Sigurjón »

Um TF-ÖGN
[quote=Gaui]Mér skilst að það sé búið að hala vélina niður úr loftinu á Leifsstöð, en enginn virðist vita hvar hún er niðurkomin. Nú er bara um að gera að ára að því öllum rófum að fá þessa mikilvægu vél á safnið hér fyrir norðan![/quote]
Þessi flugvél er ein af þeim vélum sem hafa ekkert til Akureyrar að gera. Safnið á Akureyri er frábært, og ég er virkilega hrifinn af því hvað menn þar hafa verið duglegir við að mjólka ríkisspenann við að koma því safni upp. Hérna sunnan heiða á þessi flugvél heima, hún hefur aldrei komið norður fyrir Akranes. Eignarhald hennar er í höndum félags sem varðveitir hana í góðu ásigkomulagi, á upphituðum stað. Ef þessa félags hefði ekki notið við á sínum tíma, væri hún nú að eilífu glötuð. Á endanum verður gert flugsafn á suðvesturhorninu, hvort sem það verður í Reykjavík eða Keflavík, og þessi flugvél á ekki heima neinstaðar annarstaðar.

Varðandi þá fullyrðingu að engin viti hvar hún er niðurkomin, þá eru það hreinar bábiljur. Í pósti hér að ofan kemur greinilega fram að vefmeistari vor veit hvar hún býr. Fyrir þá sem ekki vita, þá býr hún núna hjá eiganda sínum, Hinu Íslenska Flugsögufélagi, í skýli 24 á Reykjavíkurflugvelli. Þar verður opið hús öll miðvikudagskvöld og flesta laugardaga í allan vetur. Málsetningar ættu að vera hið minnsta mál. Ef þið viljið sjá hana "in action", þá er verið að reyna að gera hana öku-hæfa fyrir flugdag FMÍ sem halda á þann 6. september á Reykjavíkurflugvelli. Þetta er samt flugdagur sem er þeim anmörkum háður, að einungis þeir sem eru að skipuleggja hann vita hvenær hann er!!
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstur eftir einarak »

er Gaui enn að laga skúrinn?? Það líður hver sunnudagurinn á fætur öðrum án smíðamynda frá Gauja :(
Passamynd
Gaui
Póstar: 3723
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstur eftir Gaui »

BIÐIN ER Á ENDA!!!

Loksins byrjaði ég að smíða Grunau Baby aftur. Endurnýjun á þakinu á bílskúrnum hefur tekið meira frá mér en ég gerði ráð fyrir og módelsmíðin virtist alltaf lenda neðst á listanum.

En nú er ég byrjaður aftur og vonast til ljúka Baby smíðinni fljótlega. Ég byrjaði rólega með því að lóða koparþynnur á M3 bolta sem ég ætla síðan að setja stýrisarma á. Ég notaði Hysol til að líma boltana við tvo af lyftuörmunum á bremsunum . Þetta mun lyfta bremsunum upp og niður. Ég málaði bremsurnar líka rauðar því það er auðveldara að gera það nú en eftir að ég lími þær í vænginn:

Mynd

Næst setti ég festipunkta fyrir stélstoðirnar neðan í afturbrúnina á stélfletinum. Ég á eftir að setja festipunkta í skrokkkinn, en það kemur að því fljótlega.

Mynd

Og síðustu viku eða svo hef ég verið að setja saman vinstri vænginn. Hann er langt kominn og það er ekki langt í það að ég sný honum við og klára hann að ofan. Ég segi frá því nákvæmlega hvernig ég planka vængina með 2mm balsa þegar þar að kemur.

Mynd

Sjáumst seinna þó síðar verði.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Iceman
Póstar: 9
Skráður: 1. Mar. 2006 16:48:58

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstur eftir Iceman »

Sæll Gaui

Þar sem ég er aldagamall norðanmaður minnti mig að "Dúi gamli" sem var virkur smiður í þá daga sem ég átti heima þarna hefði smíðað Grunau Baby í einhverri stórri stærð?

Ég gæti verið að rugla saman módelum eða þetta hafi verið eitthvað sem hann var bara að spá í að gera!

Annars flott vél og gaman að fylgjast með.

Kv.

Jón
Passamynd
Gaui
Póstar: 3723
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstur eftir Gaui »

Sæll Jón

Dúi ætlaði að smíða Baby í skalanum 1/4 og var kominn með teikningu af þannig módeli. Hann hafði hins vegar aldrei komið því í verk. Hann er núna að smíða Baby í skalanum 1/1 fyrir flugsafnið.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3723
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstur eftir Gaui »

Sælir aftur.

Það er ekki frá neitt sérlega miklu að segja núna, þó ég hafi verið mikið að smíða. Þetta gerist þegar maður tekur upp á þeirri vitleysu að hafa bæði hægri og vinstri vænhelminga á sömu flugvélinni.

Ég setti stálfestingarnar á hægri vænginn. Til að fá sömu stillingu og á hinum vængnum, þá útbjó ég smá viðarbúta sem pössuðu á milli blaðanna á vinstri vængnum, boraði í gegn um götin og gat svo notað þá til að festa blöðin rétt á hægri vænginn:

Mynd

Næst bjó ég til hornin á hallastýrin úr prentplötuefni:

Mynd

Þessi horn festast á hallastýrin á milli bitanna og í þau koma togvírarnir bæði ofan og neðan:

Mynd

Áður en ég get klætt vængina með 2mm balsa þurfti ég að setja krossviðar vefi á skábitann innst á vængnum:

Mynd

Í næstu viku ætla ég að reyna að byrja að klæða vængina með balsa.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3723
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstur eftir Gaui »

Sælir félagar
Þetta er bara til að láta ykkur vita að ég er ekki að yfirgefa ykkur aftur, en það er ekkert til að segja frá þessa vikuna. Ég er enn að bíða eftir stýrisörmum til að stjórna loftbremsunum og líma saman 2mm skinnið á frambrún vængjanna. Það fer dálítið mikill tími í Sítabríjurnar.
Vonast til að hafa meira handa ykkur í næstu viku.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3723
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Grunau Baby í 1/3

Póstur eftir Gaui »

Áður en ég loka vængnum vildi ég þræða servósnúrurnar út í rótarrifið. Ég noðati framlengingu og festi hana við rifin með dragbandi á tveim stöðum:

Mynd

Til að sjá til þess að framlengingin detti ekki í sundur batt ég framlenginguna fasta með bandi:

Mynd

Það þarf að líma 2mm balsaplötur saman til að klæða vænginn. Það fara u.þ.b. átta plötur í hvorn væng. Furst þarf að líma saman fjórar plötur og fjórar hálfplötur til að búa til plötur sem eru metri á lengd og 15 sm á breidd. Þær eru síðan splæsaðar saman tvær og tvær til að fá tvær plötur sem eru tæpir tveir metrar á lengd:

Mynd

Að lokum var um 30 sm bút splæst á endann. Þetta þekur vænginn, ein að ofan og ein að neðan:

Mynd

Til að vængurinn geti setið á smíðaborðinu varð ég að bora nokkur göt með spaðabor og síðan höggva út holu þar sem stífufestingin gat setið:

Mynd

Og þá var hægt að byrja að líma skinið á. Það var fyrst límt á bitann og síðan á rifin og fölsku frambrúnina:

Mynd

Áður en efra skinnið er sett á þræddi ég stýrivírana í rörið fyrir þá og í gegnum blökkina að hallastýrunum. Hér liggja vírarnir hjá servóinu. Seinna meir opna ég holu og set lúgu á til að geta sett horn á servóið og stillt vírana:

Mynd

Og hér sjást vírarnir fara utanum blökkina:

Mynd

Gatið sem sést á skinninu er bara til að ég sjái seinna hvar blökkin er því ég ætla að setja aðgagnslúgu þarna.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara