10.05.2007 - Stór helgi framundan

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 10.05.2007 - Stór helgi framundan

Póstur eftir Sverrir »

Já verður sko nóg að gera um helgina hjá okkur. Ekki nóg með að hin árlega sönglagakeppni verði á dagskrá þar sem okkar menn(maður) munu að sjálfsögðu bera sigur úr býtum, eða alla veganna 16.sætið, þ.e.a.s. ef við komumst upp úr undankeppninni.

Öllu meira fjör gæti þó orðið á stjórnmálasviðinu þar sem þingkosningar munu fara fram. Þar sem engin stjórnmálaflokkur hefur lýst því yfir að hann muni berjast fyrir réttindum módelflugmanna þá verða engar tillögur gefnar hér um það hvernig best sé fyrir módelmenn að ráðstafa atkvæðum sínum. ;)

En á áhugasviði módelmanna þá ber helst að nefna Kríumótið og Frístundahátíð Reykjanesbæjar þar sem Flugmódelfélag Suðurnesja mun vera með kynningu á sportinu í Reykjaneshöll.

Kríumótið verður að venju haldið á Höskuldarvöllum en þó verður það með breytu sniði í ár þar sem það verður hugsað sem kynning fyrir þá sem áhuga hafa á að kynnast þessari áhugaverðu grein módelflugs. Hvort sem menn eru með hefðbundnar svifflugur eða rafmagnssvifflugur þá eru þeir hvattir til að mæta með þær á svæðið. Stangir verðar settar upp fyrir hraðflug, teygja og spil verða einnig á staðnum til að koma vélunum á loft. Lagt verður af stað frá bílastæðinu við álverið í Straumsvík kl.10:00.

Flugmódelfélag Suðurnesja mun verða með kynningu í Reykjaneshöllinni og mun hún standa frá kl.12-17. Jafnvel má búast við því að sjá loftskip á flugi og eitthvað fleira skemmtilegt ásamt því sem hin ýmsu módel félagsmanna verða til sýnis.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
maggikri
Póstar: 6045
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: 10.05.2007 - Stór helgi framundan

Póstur eftir maggikri »

Frístundahelgin í Reykjanesbæ 2007. Séð inn í sýningarbás Flugmódelfélags Suðurnesja
Mynd
Passamynd
maggikri
Póstar: 6045
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: 10.05.2007 - Stór helgi framundan

Póstur eftir maggikri »

Loftskipaflug. Sverrir Gunnlaugsson, flugstjóri á "Reykjanesbær á fljúgandi ferð"
Mynd
Loftskipsflugstjórinn Svemir og aðstoðarmaðurinn Albert
Mynd Mynd
Mynd
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 10.05.2007 - Stór helgi framundan

Póstur eftir Sverrir »

Loftskipið góða vekur alltaf lukku þar sem það birtist. :)

Hvað ætli þeir séu að horfa á?
Mynd

Krakkaskari sást oft elta skipið um salinn!
Mynd

Þökkum Víkurfréttum fyrir lánið á myndunum.
Icelandic Volcano Yeti
Svara