Hamranesflugvöllur - flugdagar - umhirða

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
benedikt
Póstar: 296
Skráður: 28. Feb. 2005 12:22:22

Re: Hamranesflugvöllur - flugdagar - umhirða

Póstur eftir benedikt »

ég veit ekki hvað málið er með þessa slátturvél, ég vann fjölmörg sumur á massey ferguson 1974 árgerð á umferðaeyjum um borgina...

annars bara fá bæjinn til að slá þarna ? ;)

........svo bráðvanar ruslatunnu!
If you ain't crashing, you ain't trying !
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Hamranesflugvöllur - flugdagar - umhirða

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ekki veit ég hvort ég geti kríað út afslátt hjá vini mínum Gumma í Hvelli en hann er með ansi flotta sláttutraktora í búðinni við Súðavog.
Gummi er seintekinn til prútts. Ég reyndi faktískt um daginn að skjalla hann með því að þetta væri einmitt tækið sem okkur vantaði í Þyt og við værum fámennt félag og þyrftum eiginlega nýja sláttugræju og,,,snöft,,snöft og ég gæti kannski fengið þá til að íhuga kaup á svona vél ef verðið væri hagstætt... En hann bliknaði ekki hið minnsta og fór að tala um hvað þetta væri dýrt í innflutningi og hvað hann græddi lítið á þessu og...og... svo ég gaf ekki meira í þær tilraunir þá :)
Það væri hvort eð er sjenslaust held ég að ná honum niður í áttina að 220-kallinum í dæminu hanns Offa svo spurning hvort þetta sé bara ekki athugandi. Það þarf svolítið öfluga græju, alla vega 20 hestöfl ef ég man rétt af samtalinu við Gumma vin minn. Og hann var líka mikið upp með sér af einhverju sérstökum drif-fítús sem Murray-arnir væru með.
Ég er nokkuð viss um að munurinn á vél og traktor liggur í einhverjum einfölduðum fluningskostnaðsstuðli í formúlunni hjá Sjoppjúessei. Þekkir einhver það fyrirtæki eða einhvern þar sem gæti gefið aumu félagi afslátt eða allavega sanngjarnan díl???

Kveðjur af skurðstofunni þar sem snarvitlaust er að gera fram á nótt.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Hamranesflugvöllur - flugdagar - umhirða

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Offi]...og svo er haugurinn (fjallið) ekki búið að ná hálfri hæð ennþá. Það er gert ráð fyrir að það verði losuð þarna mold í allt að 10 ár til viðbótar. ...[/quote]
Ótrúlegt... en gráupplagt....
Ef þeir geta keyrt moldina í hauginn endalaust þá geta þeir líka keyrt hana í uppfyllingu og jarðvegsundirbúning fyrir nýtt flott grassvæði handa okkur það er stöðugur straumur bíla í þennan and..s haug og ryk og drulla þyrlast yfir svæðið og eyðileggur fínu mótorana okkar.

Ég held því miður að við verðum að leggja allt í sölurnar til að fá lausn á þessu.
Þangað til verðum við að sýna að við erum alvöru klúbbur með aktífa meðlimi. Akkúrat þessa dagana er ég að vinna r-ð af mér og konan trítilóð að framkvæma heima en ég skal sko fljúga þegar ég get og það á Hamranesi, hvort sem boltabullurnar eru þarna eða ekki. Maður bara leggur ekki umferðarhringina yfir þá eins og Benni segir.

Offi.. Ég ætla að hóa í þig þegar við vitum hvenær við komumst næst og þá skaltu sko fá að fljúga,,, eh, ég meina ekki þú heldur módelið,,, eða þannig, ég meina þú stýrir sko... í snúru ef þú vilt. Ég er nefnilega með Skæstarinn sem þú getur notað ef þig vantar tól.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hamranesflugvöllur - flugdagar - umhirða

Póstur eftir Sverrir »

Sláttutraktor eins og við erum með hjá FMS kostaði 200.000 í Sláttuvélamarkaðnum sumarið 2005, 18.5 hestafla græja sem leikur sér að grasinu.
Reyndar ekki safnkassi á okkar en það skiptir ekki miklu máli þegar slegið er vikulega, það er helst í fyrsta slættinum sem þarf að varpa til nokkrum stráum.

Það er alltaf gott að spara aur en ég get lofað ykkur því að menn sjá ekki á eftir einni krónu sem fer í góðan sláttutraktor.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hamranesflugvöllur - flugdagar - umhirða

Póstur eftir Agust »

Varðandi nýtt svæði fyrir okkur, þá er áríðandi að hafa hönd í bagga með því sem starfsmenn Hafnarfjarðar eru að gera. Ég hitti skipulagsstjóra ásamt stjórn Þyts fyrir fáeinum árum, og þá var ljóst að þeir gerðu sér enga grein fyrir þörfum okkar. Hugmynd þeirra var m.a. að klessa okkur niður í úfið hraunið við hlið kvartmílubrautarinnar.

Við skildum eftir möppu þar sem hugmyndir okkar komu fram, m.a með tilliti til öryggsisvæðis, svæði fyrir nauðlendingar, fjarlægð frá byggð og fjarlægð frá háspennulínum. Veit ekki hvort nokkuð tillit hafi verið tekið til þessara sjónarmiða okkar.

Sem sagt, við þurfum að leiða málið, en ekki þeir.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Hamranesflugvöllur - flugdagar - umhirða

Póstur eftir Haraldur »

Mikið rosalega er skemmtilegt hvernig maður fer alltaf á mis við fólk.
Ég kom að Hamranesi í gærkvöldi og þá var Ágúst þar klukkan rúmlega 20.
Fótboltamenn hættu fljótlega að spila, enda spila þeir sjaldan frameftir, og við tók hundafólk sem hleypti hundum á skeið á vellinum.
Ég var eitthvað aðeins lengur þegar Ágúst fór og fór að leita að strákúst til að sópa "viðbjóðin" af flugbrautunum, en fann engann. Þar sem ég er á byrjunarreit með þyrluna þá þarf ég að nota gras til að starta á, og þar sem grasið er orðið ansi loðið og engir aðrir á svæðinu þá ákvað ég að kíkja á Arnanesflugvöll.
Þar var fólk að fljúgja og eyddi ég kvöldstundinni minni þar í blíðskaparveðri.

Ef ég hefði verið 10 mín lengur þá hefði ég líklega hitt Benna og félaga. Tja svona getur þetta verið stundum.

Ég er algjörlega andstæða við Offa, ég vil fljúga í félagsskap, nenni ekki að bauka við þetta einn út í móa.
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Hamranesflugvöllur - flugdagar - umhirða

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Núna er tíminn þegar hægt er að vera að nánast alla nóttina. Ég var á vaktinni og var að vinna frameftir. Kl fjögur rölti ég út í bíl og það var þetta fina veður, góð birta og stafalogn. Reyndar heilmikið áfall en það gerir ekki svo mikið til.
Mig dauðlangaði að ná í tólin og gefa bara skít í hitt og fara og heilsa upp á fuglana á H-nesi.
Ég gerði það nokkuð oft þegar ég var að ná tökum á fluginu, að fara snemma á fætur og vera kominn úteftir fyrir sex, vera að í svona klukkutíma í morgunstillunni með Ready-2 vélina sem var með einstaklega hljómþýðan mótor. Fara svo í vinnuna á undan mestu morgunösinni. Þetta var verulega gaman en það verða auðvitað ekki margir varir við mann aðrir en fuglarnir.

Það er sem sagt ekki hægt að renna bara nokkrum sinnum fram hjá svona svæði um hábjartan daginn og sjá engan og draga þá ályktun að það sé ekki mikið notað. Þetta verður líka að gera belessuðum stjórnmálamönnunum grein fyrir. Það má benda á fótboltavöllinn sem liggur ónotaður mestallan sólarhringinn og á veturna, þegar við reyndar líka notum okkar völl í góðri tíð.

Staðreyndin er nú samt sú að það er þrengt verulega að okkur og menn eru farnir að flýja þennan stað sem áður var sælureitur og einn besti módelvöllur norðan alpafjalla. Þar að auki til kominn vegna fórnfýsi og elju margra góðra manna sem tóku að sér ruslahaug, sveitarfélaginu algerlega að kostnaðarlausu ef mér skjátlast ekki. Er ekki rétt að H-fj hefur ekki haft neinn kostnað af þessu svæði gegnum tíðina?
Hvað kostaði fótboltavöllurinn þá? það hafa eflaust verið nokkrar milljónirnar þar.

Þetta ættum við að kynna út á við og krefjast úrbóta. Þytur er þolandi í þessu máli og þarf ekki að biðjast afsökunar á nokkrum sköpuðum hlut. Þetta snýst ekki um skrítna kalla með leikföng. Þetta er háalvarlegt starf.
Það má tala um meðal annars:
@ íþrótt - meðal annars fínir listflugmenn og keppnismenn í svifflugi á heimsmælikvarða
@ menningarstarf - flugmenning er líka menning, flugmódelsmíði, módelflug og allt því tengt er líka menning
@ unglingastarf - við erum með allmarga stálpaða unglinga í virkri þáttöku
@ tómstundastarf - segir sig sjálft
@ holl útivera - hugsið ykkur allt labbið eftir vélum sem drepst á :)
@ varðveisla sögulegra verðmæta - Öll flottu módelin af gömlum íslenskum flugvélum.
Mikið hlakka ég til dæmis til að sjá "Veiðibjölluna" hans Jakobs úti á velli.

Væri ráð að koma fram í fjölmiðlum og kynna starfið og um leið vandann?? Til dæmis með blaðaumfjöllun í sbd við flugdag Þyts sem verður bráðum?? Ég ráðgeri líka að standa fyrir kynningardegi aftur, svona þegar líður á sumar og ég losna úr þessari a-s vinnuþrælkun.

Happí landíngs!

Og notið aldrei orðið leikföng um vor eðlu tól.....!!
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Hamranesflugvöllur - flugdagar - umhirða

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Eitt sem mér dettur í hug. (Maður fer stundum á flug þegar maður hefur verið vakandi allt of lengi)
Öll fínu skala-módelin sem eru til, sem kannski er mörgum ekki flogið (lengur). Er ekki mikilvægt að safna myndum og upplýsingum um þessar gersemar.
Það mætti fá þessi módel út í góða veðrið og stilla þeim upp og safna fallegum myndum af þeim til varðveislu, kynningar og til að prýða vefi og kynningarefni.

Er ekki mikið meira til af svona dýrgriðum en menn gera sér grein fyrir?

Er ekki einhver Módel-Baldur Sveinsson þarna úti sem hefði áhuga á að elta þessi módel uppi, mynda þau og skrásetja??
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hamranesflugvöllur - flugdagar - umhirða

Póstur eftir Agust »

Minni á þessar myndir af hugsanlegu flugvallarstæði. Var í umræðunni 2004.

http://brunnur.rt.is/ahb/rc/flugvollur/index.htm
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hamranesflugvöllur - flugdagar - umhirða

Póstur eftir Agust »

Hér er svo eitt af skjölunum sem farið var með skipulagsstjóra Hfj. 2004


"Tilgangurinn með þessari samantekt er að gera í örstuttu máli grein fyrir þörfum flugmódelmanna varðandi aðstöðu til módelflugs"
http://brunnur.rt.is/ahb/pdf/model/adst ... i-2004.pdf
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara