Hamranesflugvöllur - flugdagar - umhirða

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: Hamranesflugvöllur - flugdagar - umhirða

Póstur eftir Offi »

Já, þarna á Þytur góða að. Andrés og Erlendur eru eldhugar, það er á hreinu og Eiður kemur til með að verða sláttumaðurinn slyngi. Það var ekki annað að sjá á Eiði en að hann nyti sín vel á MF. Ég gerði ekkert annað en að slæpast og taka myndir!
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Passamynd
maggikri
Póstar: 6046
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Hamranesflugvöllur - flugdagar - umhirða

Póstur eftir maggikri »

Svona án þess að vera að blanda mér beint inn í flugvallarmál Þyts, þá væri ekki vitlaust að reyna að keyra á tvo flugvelli. T.d annan völlinn í Krísuvíkuráttina(svæðið sem Björn flugdokctor talaði um) og Hafnarfjarðarbær kæmi inn í það og myndi hjálpa ykkur á stað með sambærilegan eða betri flugvöll, en Hamranesið.

Síðan er að tala við nýja borgarstjórn í Reykjavík um framtíðarsvæði t.d við Pálsvöll. Þar er spurning um að Reykjavíkurborg komi inn í það og skaffi allavega grasvöll til að byrja með. Það yrði þá flugvöllur nr. 2 hjá Þyt.

Við í Flugmódelfélagi Suðurnesja vorum með 2 flugvelli á tímabili, einn í Keflavík og annan út við Garðskaga. Ég er alveg viss um að Vilhjálmur borgarstjóri væri til í að skoða það mál. Það vantar alveg flugvöll á þetta svæði þarna þar sem Pálsvöllur er.

Það verður að keyra á svona hluti með látum!

Kv
Magnús K
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Hamranesflugvöllur - flugdagar - umhirða

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=DeletedUser]Já það eru líka fleiri hliðar á málinu. Til dæmis væri það ekki svo galið að hafa sérvöll fyrir þá sem æfa módelflug af alvöru. Það vita allir sem hafa æft listflug að einhverju marki að nánast ómögulegt er að einbeita sér að æfingunum ef maður þarf að vera að fylgjast með annarri flugumferð á meðan. Benedikt hefur nefnt það í öðrum þræði hér á spjallinu nauðsyn þess að hafa næði þegar hann æfir sig á þyrluna og er ég honum alveg sammála en er ekki betra að hafa sérstakan völl til þess frekar en að loka fyrir aðra umferð á Hamranesinu,sérstaklega þegar flugdagarnir eru svo fáir og margir vilja komast að.[/quote]

Tilhugsunin um völl hérna megin í Stór-Reykjavíkursvæðinu er jú aðlaðandi fyrir svona eins og mig sem bý í Grafarvoginum. Ég er sennilega fljótari upp í Sandskeið/Pálsvöll en suður fyrir Hafnarfjörð. Kannski jafn-fljótur þegar búið er að tvöfalda veginn frá Smáranum og að Hafnarfirði.
Ég fór í dag og skoðaði þetta svæði í hrauninu skammt frá Hamranesi. Hreint ekki svo vitlaus staður held ég. Þarf að taka til úr öllum myndunum sem ég tók og set það í sér þráð... kannski á eftir eða annað kvöld.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hamranesflugvöllur - flugdagar - umhirða

Póstur eftir Agust »

Varðandi Pálsvöll, þá þarf að hafa í huga að hann er í 200 metra hæð yfir sjó. Þar vorar því seinna og haustar fyrr en t.d. í Hamranesi.

Björn: Jón V Gíslason og fleiri útbjuggu eitt sinn flugbraut í Grafarvoginum.

Það er mjög brýnt að stjórn Þyts heimsæki nú þegar Bjarka Jóhannesson hjá Skipulags og byggingasviði Hafnarfjarðar til að kanna hvað þeir eru með í huga. Á rissmynd sem við sáum hjá þeim árið 2004 var ljóst að hugmyndir þeirra hentuðu alls ekki módelflugi.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Hamranesflugvöllur - flugdagar - umhirða

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Agust]Björn: Jón V Gíslason og fleiri útbjuggu eitt sinn flugbraut í Grafarvoginum.[/quote]
Ég hef verið að skoða mig um hérna í nágrenni mínu í Grafarvoginum og nærsveitum og það er satt að segja ekki neinn staður sem ég sé að hægt sé að nota. Byggðin er orðin það þétt hérna. Sléttlendin niðri við Leirvoginn þar sem fótboltavellirnir og Tungubakkavöllur eru, eru spennandi en byggðin er að færast þangað og mér skilst að Tungubakkavöllur sé jafnvel í hættu.
Geldinganesið kæmi til greina en þar er "framtíða byggingaland" eins og það er kallað og þangað er mikð rennerí af fólki. Þar virðist líka vera vindasamt sem m.a. má marka af því að þar er varla stingandi strá, hvað þá runnar eða tré.
Það er hins vegar gróskumikið í hrauninu sunnan Krísuvíkurvegar, milli kvartmílunnar og vélhjólabrautarinnar, þar sem rætt hefur verið um að sníkja aðstöðu af Hf-bæ. Ég er með myndir þaðan sem ég þarf að fá tíma til að setja hérna upp fyrir ykkur.

Hvernig er það... tilheyrir landið ekki Kópavogi þarna uppi við Sandskeið og þá Pálsvöllur einnig??
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
benedikt
Póstar: 296
Skráður: 28. Feb. 2005 12:22:22

Re: Hamranesflugvöllur - flugdagar - umhirða

Póstur eftir benedikt »

Samt, ég er nú búinn að fara á Hamranes nú síðustu kvöld og í gær.. þar var logn og þögn.

Hvar eru allir ? Og BIGGI af hverju ert þú ekki að fljúga!!!!
If you ain't crashing, you ain't trying !
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: Hamranesflugvöllur - flugdagar - umhirða

Póstur eftir Offi »

Ég var í Grímsnesi og nú er ég... á hækjum!
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Hamranesflugvöllur - flugdagar - umhirða

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=DeletedUser][quote=Björn G Leifsson]Hvernig er það... tilheyrir landið ekki Kópavogi þarna uppi við Sandskeið og þá Pálsvöllur einnig??[/quote]
Jú það er rétt landið tilheyrir Kópavogi. Ég skrapp á Pálsvöllinn í góða veðrinu um helgina og tók nokkur flug.
Ágúst hefur rétt fyrir sér, það gat orðið svolítið kalt þarna uppfrá en veðrið var alveg frábært þar í gær.[/quote]

Hamranesið skartaði sínu fegursta í gær. Við Ólafur Hrafn vorum þarna strax upp úr hádegi, Haraldur birtist skömmu seinna og enn síðar komu Guðni og Jón B.
Það var logn þegar við Óli komum en svo byrjaði hafgolan og var orðin ansi sterk um eða upp úr hálf tvö-tvö.

Tveir góðir:
Mynd

Sjáið hver kemur sterkur inn í lendingarkeppnina næst:
Mynd

Er honum við bjargandi???
Mynd

Jón vildi meina að fluggalli væri fluggalli, hvaða árstími sem væri, við hinir vorum meira og minna vissir um að það væri sumar.
Mynd
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Svara