Hve hátt flýgur módelið?

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hve hátt flýgur módelið?

Póstur eftir Agust »

Ég prófaði að setja ZLOG hæðarmæli í Fun-Time rafmagnssvifflugvélina og sendi hana eins hátt upp og ég þorði. Var farinn að sjá hana illa. Sem sagt, mesta hæð var um 500 metrar.

Lenti augnablik við rúmlega 800 sek. Eftir að hafa klifrað í tæpa 500 metra eftir þessi "snertilendingu" steypti ég vélinni njög bratt niður með hemlana á (hallastýrin uppi). Klifur er nánast lóðrétt.

Klifrið og ókyrrðin við um 1500 sekúndur er thermik.

Á myndinni má sjá árangurinn:

Mynd

Sjá ZLOG hér: http://www.hexpertsystems.com/zlog/index.html

Hugmyndin er að senda Canon Powershot SD 500, 7 megapixel vasamyndavélina upp með svifflugunni og taka loftmyndir af frístundalandinu.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Þórir T
Póstar: 837
Skráður: 17. Ágú. 2004 23:25:55

Re: Hve hátt flýgur módelið?

Póstur eftir Þórir T »

Þetta er skemmtilegt, hef þósvolitla dellu fyrir svona "gismóum" hvað var þetta að kosta heim komið? og hvað tók það langan tíma?
Hver eru mörkin í tíma? þeas hversu langt flug er hægt að logga?

mbk
Tóti
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11681
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Hve hátt flýgur módelið?

Póstur eftir Sverrir »

Skv. handbókinni þá getur tækið geymt 16378 mælingar.
Minnsta bil milli mælipunkta getur verið 100 millisekúndur og mesta bil 1 klukkutími.

S.s. allt frá rúmum 27 mínútum með 100 millisekúndna millibili og upp í 682 daga með klukkutíma millibili ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Hve hátt flýgur módelið?

Póstur eftir Agust »

Þetta er örsmátt tæki, en samt er á því skjár, tveir þrýstirofar og tvær ljósdíóður. Einnig USB tengi. Ég einfaldlega teipaði það á skrokkinn aftan við vænginn.

Ég keypti mitt frá Kennedy Composites og kostaði það $90 + $10 fyrir flutning, eða samtals $100.

http://www.kennedycomposites.com

http://www.kennedycomposites.com/accessories-zlog.html
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara