YouTube vídeó og yfirstrikunartakki

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11683
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: YouTube vídeó og yfirstrikunartakki

Póstur eftir Sverrir »

Ég er búinn að bæta við möguleika á að birta YouTube vídeó beint hér á spjallinu. Spjallfíklar Spjallstundarar hafa kannski tekið eftir að það er búið að fjölga í tökkunum við póstformið, bæði komin YouTube- og yfirstrikunartakki. Nú vona ég að þið njótið bara vel. :)
Mynd Mynd
Til að nota YouTube möguleikann þarf bara að vita auðkennið á vídeóinu en það má oftast sjá á vefslóðinni en þó ekki alltaf því sum myndbönd er ekki hægt að birta utan YouTube, því getur borgað sig að skoða hægra megin á YouTube síðunni(smella á more info í ljósgráum kassa) og athuga hvað stendur þar í URL reitnum. Yfirleitt er það sama auðkenni og í vefslóðinni.

Þar gæti t.d. staðið youtube.com/watch?v=9t1q3SWfcVA en þá er auðkennið feitletraði hlutinn eða 9t1q3SWfcVA.

Þessi kóði

Kóði: Velja allt

[youtube]9t1q3SWfcVA[/youtube]
Gefur okkur
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Árni H
Póstar: 1604
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: YouTube vídeó og yfirstrikunartakki

Póstur eftir Árni H »

Flott! Best að prófa...

Passamynd
Gaui
Póstar: 3856
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: YouTube vídeó og yfirstrikunartakki

Póstur eftir Gaui »

Væri þá ekki sniðugt að setja upp nýjan flokk: Áhugaverðar kvikmyndir á Jútjúb
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: YouTube vídeó og yfirstrikunartakki

Póstur eftir kip »

Hvað með svona url?
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11683
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: YouTube vídeó og yfirstrikunartakki

Póstur eftir Sverrir »

Ef þörfin verður til staðar þá má skoða það, en það þarf ekkert endilega að pósta öllu efni „inline“ eins og það heitir á vondri ísl-ensku.

Ég hafði ekki hugsað mér að leyfa iframe, hvað þá heldur iframe sem notendur geta valið efni í ;)
Icelandic Volcano Yeti
Svara