[quote=Haraldur]Til hamingju með vélina félagi.
Það sem ég hef aldrei skilið er að þegar að drepst á mótor hjá mönnum
(þá er ég að tala almennt), þá virðast menn fyllast panik og lenda
vélinni beint fyrir neðan þar sem hún er stödd í þá og það skiptið.
Hvernig er það er ekkert svif í þessum vélum?
Er engin möguleiki að svífa inn á svæðið og lenda vélinni eins og venjulega?
Ég hef notað ófáa tímanna til að æfa einmitt þetta. En þá flýg ég um og svo
skyndilega dreg ég úr öllu afli og lendi svo vélinni aflvana.
Það er kannski eitthvað sem fólk ætti að æfa sig í að lenda vélunum aflvana
og eins líka til að sjá hvernig þær hegða sér afllausar.
Það er allt of mörg atvik sem ég hef séð menn krassa vélum vegna þess að
skyndilega drapst á mótor þar sem auðveldlega hefði verið hægt að lenda
vélinni.
- þetta er bara mín skoðu og þarf ekki að endurspegla ... ogsfr.[/quote]
Takk strákar. fyrir góðar óskir
Hárrétt Haraldur. ég hef eimmit reynt að taka hring og lenda bara eins og
venjulega þegar drepst á.. ,en aðstæður hjálpuðu ekki beint í
ofanrituðu tilfelli. vegna: var á ttl hægri ferð í suður stefnu sunnarlega á svæðinu
(og þar með frekar stutt í hraunið) ekki í nægri hæð til að taka hring eða steipa henni aðeins niður og ná þannig hraða. Einnig er mikið fiber gl.plast svo hún er
pínulítið þyngri en sbrl balsavél. En skil samt mjög vel hvað þú meinar
Giles 200
Re: Giles 200
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Flugmódelfélag Suðurnesja
Re: Giles 200
Til hamingju meistari!
Varðandi lendingar með dauðan mótor, þá er það alltaf mat þess sem er að fljúga hvað borgar sig að gera, ég hef horft uppá ófáa (og jafnvel sjálfan mig) freista þess að snúa við inná völl osfrv, en í staðinn fengið stoll þegar reynt er að beygja uppí aftur og þar af leiðandi miklu meira tjón á vélinni. Þetta fer alltaf eftir hæð þegar þetta gerist, og merkilegt nokk, þá er þetta yfirleitt þegar með er rétt nýkominn framhjá! En auðvitað fer þetta líka eftir umhverfi, td á Eyrabakkaflugvelli, þá erum við svo hepnir að vera með ágætis tún á 3 af 4 hliðum, svo vissulega reynir maður frekar að fara þangað, lenda jafnvel langt frá manni, til að minnka skemmdir. Reynist iðulega betur.. En aftur, frábært að sjá gripinn fljúga.
Varðandi lendingar með dauðan mótor, þá er það alltaf mat þess sem er að fljúga hvað borgar sig að gera, ég hef horft uppá ófáa (og jafnvel sjálfan mig) freista þess að snúa við inná völl osfrv, en í staðinn fengið stoll þegar reynt er að beygja uppí aftur og þar af leiðandi miklu meira tjón á vélinni. Þetta fer alltaf eftir hæð þegar þetta gerist, og merkilegt nokk, þá er þetta yfirleitt þegar með er rétt nýkominn framhjá! En auðvitað fer þetta líka eftir umhverfi, td á Eyrabakkaflugvelli, þá erum við svo hepnir að vera með ágætis tún á 3 af 4 hliðum, svo vissulega reynir maður frekar að fara þangað, lenda jafnvel langt frá manni, til að minnka skemmdir. Reynist iðulega betur.. En aftur, frábært að sjá gripinn fljúga.
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Giles 200
Hmmm.... ég hélt ég hefði skrifað mjög gáfulega hérna áðan en svo þegar ég ætlaði að fara að da´st að því þá finn ég það ekki...???
Það hefur nú ýmislegt komið fram hér og allt gagnlegt eins og venjulega en allavega gekk mitt ætlaða gáfu-innlegg út á að lýsa því hvernig ég hef tamið mér (af biturri reynslu) að gera þegar nýuppsett vél ekki hefur sannað áreiðanleika sinn í mótorgangi.
Þangað til mér finnst ég geta treyst vélaraflinu þá reyni ég að ímynda mér að ég fljúgi í "trekt" og haldi mig að mestu ofarlega í henni en efti rþví sem neðar dregur þá sé ég nær vellinum svo ég nái að svífa inn á slétt svæði amk.
Gott að temja sér að hugsa þannig að á hvaða tíma sem er geti drepist á greyjinu,, og hvað geri ég þá?
Bestu kveðjur
Björn Geir
Það hefur nú ýmislegt komið fram hér og allt gagnlegt eins og venjulega en allavega gekk mitt ætlaða gáfu-innlegg út á að lýsa því hvernig ég hef tamið mér (af biturri reynslu) að gera þegar nýuppsett vél ekki hefur sannað áreiðanleika sinn í mótorgangi.
Þangað til mér finnst ég geta treyst vélaraflinu þá reyni ég að ímynda mér að ég fljúgi í "trekt" og haldi mig að mestu ofarlega í henni en efti rþví sem neðar dregur þá sé ég nær vellinum svo ég nái að svífa inn á slétt svæði amk.
Gott að temja sér að hugsa þannig að á hvaða tíma sem er geti drepist á greyjinu,, og hvað geri ég þá?
Bestu kveðjur
Björn Geir
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken