Núna er tíminn þegar hægt er að vera að nánast alla nóttina. Ég var á vaktinni og var að vinna frameftir. Kl fjögur rölti ég út í bíl og það var þetta fina veður, góð birta og stafalogn. Reyndar heilmikið áfall en það gerir ekki svo mikið til.
Mig dauðlangaði að ná í tólin og gefa bara skít í hitt og fara og heilsa upp á fuglana á H-nesi.
Ég gerði það nokkuð oft þegar ég var að ná tökum á fluginu, að fara snemma á fætur og vera kominn úteftir fyrir sex, vera að í svona klukkutíma í morgunstillunni með Ready-2 vélina sem var með einstaklega hljómþýðan mótor. Fara svo í vinnuna á undan mestu morgunösinni. Þetta var verulega gaman en það verða auðvitað ekki margir varir við mann aðrir en fuglarnir.
Það er sem sagt ekki hægt að renna bara nokkrum sinnum fram hjá svona svæði um hábjartan daginn og sjá engan og draga þá ályktun að það sé ekki mikið notað. Þetta verður líka að gera belessuðum stjórnmálamönnunum grein fyrir. Það má benda á fótboltavöllinn sem liggur ónotaður mestallan sólarhringinn og á veturna, þegar við reyndar líka notum okkar völl í góðri tíð.
Staðreyndin er nú samt sú að það er þrengt verulega að okkur og menn eru farnir að flýja þennan stað sem áður var sælureitur og einn besti módelvöllur norðan alpafjalla. Þar að auki til kominn vegna fórnfýsi og elju margra góðra manna sem tóku að sér ruslahaug, sveitarfélaginu algerlega að kostnaðarlausu ef mér skjátlast ekki. Er ekki rétt að H-fj hefur ekki haft neinn kostnað af þessu svæði gegnum tíðina?
Hvað kostaði fótboltavöllurinn þá? það hafa eflaust verið nokkrar milljónirnar þar.
Þetta ættum við að kynna út á við og krefjast úrbóta. Þytur er þolandi í þessu máli og þarf ekki að biðjast afsökunar á nokkrum sköpuðum hlut. Þetta snýst ekki um skrítna kalla með leikföng. Þetta er háalvarlegt starf.
Það má tala um meðal annars:
@ íþrótt - meðal annars fínir listflugmenn og keppnismenn í svifflugi á heimsmælikvarða
@ menningarstarf - flugmenning er líka menning, flugmódelsmíði, módelflug og allt því tengt er líka menning
@ unglingastarf - við erum með allmarga stálpaða unglinga í virkri þáttöku
@ tómstundastarf - segir sig sjálft
@ holl útivera - hugsið ykkur allt labbið eftir vélum sem drepst á

@ varðveisla sögulegra verðmæta - Öll flottu módelin af gömlum íslenskum flugvélum.
Mikið hlakka ég til dæmis til að sjá "Veiðibjölluna" hans Jakobs úti á velli.
Væri ráð að koma fram í fjölmiðlum og kynna starfið og um leið vandann?? Til dæmis með blaðaumfjöllun í sbd við flugdag Þyts sem verður bráðum?? Ég ráðgeri líka að standa fyrir kynningardegi aftur, svona þegar líður á sumar og ég losna úr þessari a-s vinnuþrælkun.
Happí landíngs!
Og notið aldrei orðið leikföng um vor eðlu tól.....!!