Edge 540T frá Will Hobby
Re: Edge 540T frá Will Hobby
[quote=Gaui]Ef ekki mega vera tölustafir, þá er TF-OIS nærri 015.[/quote]
Það mætti líka útlenska þetta og hafa TF-QTR.
Það mætti líka útlenska þetta og hafa TF-QTR.
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
- Helgi Helgason
- Póstar: 80
- Skráður: 8. Jún. 2006 21:37:13
Re: Edge 540T frá Will Hobby
Svo getur þetta verið KL 015
Re: Edge 540T frá Will Hobby
Ég dútlaði mér við það í hrakviðrinu síðustu 2 dagana að skera út stafi á vængina... og í dag skellti ég þeim á. Þar með er vélin merkt með nafni!
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
- Helgi Helgason
- Póstar: 80
- Skráður: 8. Jún. 2006 21:37:13
Re: Edge 540T frá Will Hobby
Já þetta er sannarlega stórglæsilegt, sérstaklega þar sem ég átti hugmyndina að nafninu segið svo ekki að hugmyndir manns séu aldrei teknar til skoðunnar, takk Offi.
Re: Edge 540T frá Will Hobby
Hugmyndir þínar eru aldrei teknar til skoðunnar... ánægður
Icelandic Volcano Yeti
- Helgi Helgason
- Póstar: 80
- Skráður: 8. Jún. 2006 21:37:13
Re: Edge 540T frá Will Hobby
Æi já það er rétt..........þær eru bara framkvæmdar
Re: Edge 540T frá Will Hobby
Já, en að vísu hafði vélin vinnuheitið Korterið nánast frá upphafi, en þú hugsaðir þetta alveg rétt og lógískt!
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Re: Edge 540T frá Will Hobby
Jæja, frúin er komin heim... og móttökurnar sem korterið fékk voru furðu blíðar. Vélin breiddi faðminn á móti henni á stofuborðinu, enda bíð ég enda eftir hljóðkútnum. En þau féllust í faðma á endanum, enda Korterið stór og stæðileg, líkt og eigandinn. Þess má geta að Korterið er ískyggilega nærri því að vera í kvartskala... 24% til að vera nokkuð nákvæmur!
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Re: Edge 540T frá Will Hobby
Jæja, þá er þolinmæði konunnar þrotin. Vélin skal burt af stofuborðinu. Ég fékk hljóðkútinn í gær. Fræsti úr cowlingunni og skellti honum í, ásamt áfyllingarstút. Er að dútla mér við að stilla CG (þarf að setja 200g af blýi í rassgatið á henni) og svo vantar mig gulan 70 mm spinner. Þá er Korterið klárt!
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.