Brekkusíðu Luftwaffe

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: Brekkusíðu Luftwaffe

Póstur eftir Messarinn »

Ég hef heldur ekki verið að slóra í Fw190 smíðinni í skúrnum hjá Kjartan ,og síðast var ég að laga hjólastellin eftir síðasta flug. Annað hjólastells álrörið hafði bognað
og skrúfan fyrir skæralæsingunni var að klippast í sundur

Mynd
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: Brekkusíðu Luftwaffe

Póstur eftir Messarinn »

Næst var að rétta álrörið í rennibekk með aðstoð kastklukku
Til þess að komi ekki flakanntur á rörið þegar ég ýti í það með þversleða rennibekksins þá boraði ég öxul í sama máli og dempararörið og sagaði það í tvennt og setti á milli eins og sést á myndinni
Mynd
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: Brekkusíðu Luftwaffe

Póstur eftir Messarinn »

Skrúfan í skæra arminum fyrir hjólastells uppdráttinn (Úff) var að klippast í sundur svo að hana þurfti að skipa út enn hún er náttúrulega í tommumáli og fæst ekki hér á landi svo ég varð að setja 4mm skrúfu í staðin

Mynd

Af því að 4mm skrúfan er aðeins stærri enn tommuskrúfan þá þarf ég líka að bora út kopar fóðringarnar og til þess að skemma þær ekki þá er best að festa þær í 4 klóa patrónu og bora í súluborvél. sjá mynd

Mynd

og einnig að bora+snitta dempararörið í súluborvélinni og nota hallamál til að stilla það nákvæmlega í skrúfstykkinu

Mynd
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: Brekkusíðu Luftwaffe

Póstur eftir Messarinn »

Þá var ekkert eftir nema að setja hjólastelli saman eftir Rennismiðs kúnstarinnar reglum. Eitt þó að lokum þá er þetta Sierra Precision hjóla stell nokkuð vel smíðað
og flestar samsettningar á álhlutum þurfti að hita til að taka í sundur og setja saman
sjá myndir

Mynd

Mynd

Hérna er svo pípusplitti rekið í gegn svo deparinn detti nú örruglega ekki úr stellinu

Mynd
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Brekkusíðu Luftwaffe

Póstur eftir Haraldur »

Var gaman með orðabókina.
Er "súluborvél" ekki bara standborvél.
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Brekkusíðu Luftwaffe

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote]...þá boraði ég öxul í sama máli og dempararörið og sagaði það í tvennt og setti á milli eins og sést á myndinni...[/quote]
Ég átta mig ekki alveg á þessu? Kastklukkan er væntanlega hálfringlaga bitinn sem er festur í sleðann og notaður til að ýta á og rétta úr beygjunni en öxullinn hvar kemur hann inn í dæmið, þessi sem þú sagar í tvennt???
Ertu að meina að þú bjóst kastklukkuna úr öxli sem þú hafðir borað??

Mér finnst þetta rosalega fróðlegt, að sjá þesa tækni sem þú beitir. Þetta kennir menni margt, eins og þeta með að hita stykkin til að ná þeim sundur og setja saman.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: Brekkusíðu Luftwaffe

Póstur eftir Messarinn »

[quote=Haraldur]Var gaman með orðabókina.
Er "súluborvél" ekki bara standborvél.[/quote]
Súluborvél er svona alvörunni græja og standborvél svona hobbyvél
segja gárungarnir ;)
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: Brekkusíðu Luftwaffe

Póstur eftir Messarinn »

[quote=Björn G Leifsson][quote]...þá boraði ég öxul í sama máli og dempararörið og sagaði það í tvennt og setti á milli eins og sést á myndinni...[/quote]
Ég átta mig ekki alveg á þessu? Kastklukkan er væntanlega hálfringlaga bitinn sem er festur í sleðann og notaður til að ýta á og rétta úr beygjunni en öxullinn hvar kemur hann inn í dæmið, þessi sem þú sagar í tvennt???
Ertu að meina að þú bjóst kastklukkuna úr öxli sem þú hafðir borað??

Mér finnst þetta rosalega fróðlegt, að sjá þesa tækni sem þú beitir. Þetta kennir menni margt, eins og þeta með að hita stykkin til að ná þeim sundur og setja saman.[/quote]
Sæll Björn

Ég gleymdi auðvitað að taka mynd af kastklukkuni þegar ég var að þessu en hún lítur svona út

Mynd



Og notast svona, og auðveldar manni verkið heilmikið.

Mynd



Ég tók engar myndir af öxlinum sem ég smíðaði hálfmánan úr enn hann er sýndur hérna inn í rauða hringnum, þessi hálfmáni er ekki festur við neitt ég setti hann bara á milli verkfærahaldarans og dempara rörsins.

Mynd
Hérna er ágætis sýnishorn á notkun kastklukkunar
http://www.youtube.com/watch?v=Hi_s0iQk ... re=related
Vona að þetta skýrist svona, ef ekki þá bara spyrja
Kveðja Gummi
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Brekkusíðu Luftwaffe

Póstur eftir kip »

Gummi þú veist allt um cad teikningar,
Er þessi teikning af þrist nothæf að einhverju leiti: http://kip.is/Douglas_DC3_full_plan.dwg

Fann þetta frítt á http://plans.aerofred.com
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: Brekkusíðu Luftwaffe

Póstur eftir Messarinn »

[quote=kip]Gummi þú veist allt um cad teikningar,
Er þessi teikning af þrist nothæf að einhverju leiti: http://kip.is/Douglas_DC3_full_plan.dwg

Fann þetta frítt á http://plans.aerofred.com[/quote]
Sæll Kip

Mér sýnist þetta vera hálf kláruð teikning?. Það vantar fullt af nauðsynlegum upplýsingum inná hana svo hægt sé að smíða eftir henni.

Mynd

Svo er ekkert víst að útlínur þristsins séu réttar??

Best er að kaupa bara Nick Ziroli DC3 teikninguna á 61 dollar þar er líka hægt að fá alla aukahlutina http://www.ziroliplans.com/cat_frameset.html
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Svara